Færsluflokkur: Bloggar
20.10.2020 | 22:46
Vonandi þáttaskil hjá heilbrigðisráðherra. Dauðsföllum fækkar
Gátt hefur verið opnuð á að breyta út frá tilögum smitsjúkdómalæknis. Nú geta líkamsræktastöðvar opnað að vissu marki og sumir ná að aðlaga starfsemina. Ná að taka á móti 20% gesta eða einum fimmta hluta þess sem áður var. Á komu yfir þriggja miljón gesta greindust aðeins um 3 smit í World Class líkamsrækt.
Það gæti hjálpað mörgum frá einangrun og hreyfingaleysi sem ekki þekkja aðra hreyfingu en í líkamsræktarstöðvum. Þær halda við betri heilsu og mótstöðu gagnvart hinni "skæðu flensu" í mesta skammdeginu. Færri og færri deyja en áður vegna veirunnar, ekkert í líkingu við það sem var á vormánuðum eins og sjá má á línuritum.
Svíþjóð er það land sem ekki hefur lokað á skóla, ferðalög og atvinnurekstur en eru með miklar upplýsingar um hvernig má forðast smit. Beina þeim tilmælum til íbúa að ferðast ekki meir en góðu hófi nemur og leyfa ekki aðkomu ferðalanga utan ESB landa.
Í Bretlandi finnast á mörgum stöðum tvöfalt fleiri smit en eru á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Í Manchester greindust um tvöfalt fleiri smitaðir hlutfalslega en á Norðurlöndum þegar ráðþrota ríkisstjórninni datt það ráð í hug að bjóða íbúum borgarinnar greiðslur sem nemur um 1500 krónum á dag fyrir að sitja innilokaðir heima. Borgarbúum fannst það niðurlægjandi og mótmæltu. Heilbrigðisráðherra sem hefur ekki betri ráð ætti að segja af sér.
Einangrun og innilokun verður ekki mæld í krónum þegar vellíðan og heilsa er annarsvegar. Hún er neyðarúrræði eins og fangelsi. Konurnar sem eru við stjórn á Norðurlöndum og í Þýskalandi hafa heiðurinn af því að getað státað af færri smitum og dauðsföllum en nágrannarnir. Það hefur kostað miklar fórnir hjá ákveðnum launþegum og atvinnurekendum þegar aðrir hafa siglt lygnan sjó og jafnvel bætt við sig tekjum.
Google map. Corvid-19 last 14 days
https://platz.se/coronavirus/#jump-to-at-hospital
Börn í Urriðaholtsskóla í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2020 | 17:41
Anders Tagnell með önnur viðhorf? Of mikið um tilviljunarkennd vinnubrögð.
Ólíkt höfumst við að. Í Svíþjóð taldi yfirmaður sóttvarna Anders Tagnell læknir það hlægilegt að loka landamærunum í apríl síðastliðnum. Veiran færi hvort eð er yfir öll landamæri. Hann reyndist sannspár og býr að reynslu frá starfa sínum í löndum Afríku með WHO. Svíar standa ekki aðgerðalausir gagnvart veirunni en hafa tekið betri ákvarðanir og farsælli efir því sem líður á veirutímabilið.
Ráðamenn í Evrópu eru mistækir í aðgerðum við að verjast veirunni. Í Englandi er meira um skyndiákvarðanir en í Skotlandi og Norður-Írlandi, en þar var hægt að halda skólum opnum þegar stjórn Boris Johnson lokaði þeim. Í Frakklandi er stjórn Macron þekkt fyrir stangar skynaðgerðir meðan Merkel í Þýskalandi glímir við mun færri smit en eru hjá nágranaþjóðum.
Hér er ekki talin þörf á breyta um áherslur? Ástunda meiri varnir í nálægð en leyfa landamærum t.d. að vera opnum með að fella niður sóttkví og einangrun ef ekki finnst t.d. smit í fyrst smittöku. Nú þegar októbermánuður, smithæsti flensumánuður er að vera liðinn er mál til að breyta um stefnu.
Ósamræmi er að leyfa íþróttaiðkanir inni þar sem iðkenndur eru ekki í snertingu við hvora aðra en banna aðgengi að líkamsræktarstöðum eða sundlaugum þar sem hægt er að nota sömu fjarlægðarmörk. Treysta fólki til að gæta sín og læra að forðast veiruna. Sama á við um veitingastaði eða álíka. Kórónuveiran er nú talin álíka skæð í dauðatilfellum og um væri að ræða tvo inflúensufaraldra hver á fætur öðrum.
Staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2020 | 07:21
Út af malbiki. Völdum ekki skaða og vanlíðan að óþörfu
Hræðileg slys gera ekki boð á undan sér en eru oft fyrirsjáanleg. Fyrir meir en öld óttuðust menn byltingamenn sem höfðu lært af bókum fræðin en brjáluðust síðar af þjáningum. Læknavísindin hafa náð langt og eru með ómældar rannsóknarstofur og hátæknisjúkrahús, en gera samt sem áður mistök.
Stóra Barrington yfirlýsingin fór ekki vel af stað á Google og var gerð tortryggileg. Ávarpið sem var samið af þekktum sérfræðingum í smitsjúkdómum og lýðheilsu hefur verið snarað yfir á íslensku af Þorsteini Siglaugsyni og er á Mbl. bloggi hans 11.10. Sérfræðingarnir taka fram í upphafi að þeir komi bæði frá vinstri og hægri, frá ólíkum svæðum. Þeir hafa áhyggjur á því að núverandi aðgerðir muni skaða mest yngri kynslóðina, hina fátæku, sjúklinga og aldraða. "Það er hrópandi óréttlæti að meina nemendum að sækja skóla." Læknarnir ítreka í þessari merkilegu greinagerð að þeir sem eru í lágmarksáhættu fái að lifa eðlilegu lífi til að ná sem mestu þoli eða ónæmi gagnvart veirunni, á sama tíma og þeir sem eru í hættu njóti betri verndar.
Spyrja má hvers vegna íþróttasölum skóla og íþróttarfélaga þar sem fjarlægðarmörk eru virt sé lokað, líkamsræktastöðvum og öðrum samkomustöðum þar sem smitvarnir eru. Fátt dregur úr andlegri heilsu meir en að vera innlokaður dag eftir dag. Því má bæta við að ráðgefandi tillögur smitlæknis á ekki að nota til að hefta atvinnufrelsi og viðleitni til sjálfsbjargar þegar fyllstu varkárni er gætt .
3 þúsund myndu greinast daglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2020 | 22:25
Góður og ábyrgur vörður. Hvítþvottur og ofstjórnun?
Þjóðgarðsvörður, opinber starfsmaður með örugg framlög til reksturs frá ríkinu er í góðum málum hvað varðar áframhaldandi reksturs þjóðgarðsins. Margir fylgjendur ríkisstjórnarinnar eru nú enn vitrari eftir á og segja að allt sé um að kenna of mörgum ferðamönnum á of skömmum tíma. Vegir og umferð hafi ekki borið þungan og öll störfin hafi því verið blekking.
Hvernig að umsækjandi númer eitt, hæfileikarík Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefði unnið úr málum geta þeir einir spáð um sem tala í hálfkveðnum vísum. Skýrleikskonan hafði allt sitt á hreinu þegar henni var hafnað og getur verið ánægð með að hafa ekki þurft að segja upp fólki stuttu eftir ráðningu.
Aðeins þeir sem eru á frjálsum atvinnurekstri og atvinnumarkaði, skulu nú taka poka sinn og hatt, fara á hlutabótavinnu eða á atvinnuleysisbætur og greiða upp skatta sína með fresti ef það er í boði. Vinstri sinnaðir lífeyris og verkalýðsrekendur geta svo bitist með motus leigufyrirtækjum ríkisbankana um leifarnar af fyrirtækjunum. Ríkisbankar ráðstafa um 70% af lánsfjármagni í landinu og geta sjálfir staðið í fyrirtækjarekstri þegar það hentar þeim.
Þeir sem einir hafa hreint borð og burðast ekki með miklar skuldir geta stroki um frjálst höfuð sér enn um stund. Óvissan framundan er mikill og engar línur hægt að leggja til í rekstri sem getur talist öruggur. Ráðningar að vori eru allt of fjarlægar og atvinnuleysi verður hlutskipti of margra.
Komið er að því að taka veiruna öðrum tökum og læra eitthvað af frændum okkar Svíum og Þjóðverjum sem hafa náð farsælli tökum á faraldrinum. Vinnubrögðum sem hafa verið að skila sér í minni takmörkunum á atvinnufrelsi og lokunum en hjá öðrum þjóðum. Báðar eru þjóðirnar með hátækniiðnað og framtíðarsýn sem fellur ekki öllum í geð. Hafa löngum getað styrkt aðrar þjóðir og verið í farabroddi þegar kemur að því að verja mannréttindi.
Mörgum finnst nú að tök Kínaverja á Wuhan veirunni í upphafi hafi verið dæmigerð fyrir hvítþvott einræðisríkis. Þá eru margir farnir að efast um að viðbrögð WHO sem á mikið undir stórum framlögum hafi verið of ofsafengin miðað við dauðsföll af völdum veirunnar.
Mjög erfið og sár aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átta manns fóru í afmæli í byrjun mánaðar, fjórir fengu veirusmit og eru í 14 daga einangrun en hinir fóru í sóttkví. Allir höguðu viðveru sinni á svipaðan máta. Hinir smituðu fengu væg hóstaeinkenni. Maður skyldi ætla að eitt háskólasjúkrahús kynni svörin en það virðist ekki vera? Allt kapp er lagt á lokanir og legurýmum hefur verið fækkað um fjórðung á síðustu þrem árum.
Almenningur er skilningsríkur á lokanir en hversu lengi verður það þegar takmarkanir á ferða og atvinnufrelsi verða áfram viðhafðar, í stað þess að efla varnir hjá áhættuflokkum og láta hina sem ekki finna fyrir einkennum afskiptalausa.
Greinilega eru rástafanir heilbrigðisráðherra að takmarka allar ferðir hvort sem er úti í fersku lofti eða í rúmgóðum íþróttahúsum inni þar sem hlaupabrautir standa auðar. Fáir þora að minnast á ferða eða atvinnufrelsi lengur enda búið að breyta Stjórnarskrá frá 1944 oft og í dag ekki lengur getið um rétt til atvinnu.
Óafsakanlegt að hafa farið í golf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2020 | 07:58
Að ná athygli, árangri í lævísum kórónufaraldri
Leiðari Fréttablaðsins í dag er enn ein áminning um að grípa þurfi til annarra vinnubragða í kófinu. Langar raðir ungs fólks hafa myndast við smitrakningarteymi og sóttvarnarlæknir er skelfdur yfir að landsspítalarými sé ekki nægilegt. Þegar kólnar eða frystir verða þessar biðraðir enn nöturlegri og minnir frekar á sviðsmynd myndarinnar Dr. Zhiavgo en Reykjavík. Þá er ekki skemmtilegt að horfa upp á ungt fólk bíða dögunum saman einangrað eftir að komast í boðaða skimun. Bið sem haga mætti á jákvæðari og meira uppbyggjandi hátt?
Hörður Ægisson leiðarahöfundur spyr spurninga á einfaldan máta sem allir skilja. Ægir kemur inn á vanda stjórnmálamanna á að skilgreina stefnu sína og viðbrögð. Vantað hefur umræður á Alþingi þar sem undanfari ákvarðanatök á að eiga sér stað. Ekki er hægt að setja alla ábyrgðina á einn læknir þótt fjölhæfur og samviskusamur sé.
Jákvætt er að heyra ummæli sviðstjóra skóla í Reykjavíkurborg. Ummæli sem standa upp úr kófinu. Ekki allt neikvætt og tækifæri til að breyta og rísa upp úr lágþoku sem nú grúfir yfir.
Aðeins fjórir hafa smitast í skólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2020 | 10:01
Nýjar fyrirsagnir í dag sem gætu boðað straumhvörf
Í gær hægði verulega á umferð og ferðalög á milli svæða ekki talin æskileg. Eru tálvonir að bresta þegar menn sjá að strangar lokunaraðgerðir eru að misheppnast aftur og aftur?
Í ágætri grein stjórnsýslufræðings Hauks Arnþórssonar í sama blaði er sýnt fram á að það eru til aðrar leiðir til að draga úr áhrifum veirunnar. Hann dregur fram góða punkta og rök fyrir því að taka upp aðra stefnu en Þríeykið sem fer eftir ströngustu reglum smitfræða. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé verið að brjóta á mannréttindum og stjórnvöld stefni í Norður-Kóreskar leiðir til að fela vanmáttinn. Því má ekki gleyma að við búum við ágætis heilbrigðiskerfi sem getur að sjálfsögðu ekki fundið upp hjólið. Sérfræðingar geta eins og aðrir hrakist af leið og þurfa þá að viðurkenna það og breyta um stefnu.
Þá er athyglisvert að lesa að skoðun Hauks á rakningarappi og mikilli sýnatöku lífsýna af óskyldum aðilum. Veltir hann einnig fyrir sér hvort heiðarlegt sé að nota símann á þann máta að komast megi að persónuupplýsingum.
Framundan er loforðaþing og sýndarmennska sem fylgir Alþingiskosningum. Lífsbarátta margra sem er lögð undir og ekki fyrir alla að halda sjó næstu árin.
Þrír ráðherrar í hópi efasemdamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.10.2020 | 12:07
Harvard umhverfi og dánartíðni
Loksins rödd úr læknasamfélaginu sem hefur skoðanir sem ekki eru í takt við einhliða aðgerðir þríeykisins. Harvard háskólaumhverfið og fjarlægðin frá ríkisreknu heilbrigðiskerfi hjálpar. Jón Ívar er trúverðugur og líklegur til að varpa nýju ljósi á mistækar aðgerðir. Óumbreytanlegar fyrr en eftir margar vikur? Varla verður það til að auka stöðugleika.
Sá innrammað ljóð í morgun upp á vegg eftir Árna Grétar Finnsson, fyrrum forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði sem á vel við gagnrýni Jóns Ívars: Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðum, manndóm til að hafa eigin skoðun.
Jón Ívar getur þess að umræða um dánartíðni hafi ekki farið fram eins og vera ber. Kórónuveiran í dag er ekki að valda meiri skaða en Sars-veiran. Þeir sem deyja úr faraldrinum erlendis eru nær allir á efri árum, með aðra undirliggjandi sjúkdóma.
Í Svíþjóð hefur verið bent á að dánartíðni er lægri í ár en á sama tíma í fyrra þótt um 6000 manns hafi dáið að sögn úr faraldrinum. Þar af voru 50% aldraðir á öldrunarheimilum og með aðra sjúkdóma. Það skyldi ekki vera svipað hér? Ívar segir að ónæmið í New York sé um 33%, en hér erum við nær berskjaldaðir fyrir smiti ef verja á stöðugt innra samfélag.
Held að forsetinn fyrir Westan okkur vilji með hegðun sinni minna okkur á að standa keik og trúföst á að við getum komist út úr faraldrinum sterkari en áður, án þess að lækningin valdi meiri skaða en faraldurinn. Sökudólgurinn er að hluta til netsíminn sem veldur ofsahræðslu og engin leggur frá sér.
Segir tilslakanir innanlands skýra bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2020 | 13:56
Blaðaútburður, líkamsrækt og tálvonir
Í minni götu er vinsælasta starfið fyrir unga sem gamla að sjá um blaðaburð. Fá borgað gönguferðir 6 daga vikunnar í stað þess að fara langar leiðir í líkamsræktarstöðvar. Í sundlaug bæjarins var litlu horni með nokkrum átakstækjum lokað í morgun. Þar var allt til fyrirmyndar og mikið af sprittefnum og hreinsun tækja. Til sundlaugar og í heita kjaftapotta var óheftur aðgangur.
Hróplegt ósamræmi er greinilega á ferðinni og virðist sem þríeykið sé með óvirkar lokunaraðgerðir. Lokað er á líkamsræktarstöðvar þar sem engin smit hafa átt sér stað og á þeim stöðum sem sýna vandaða umgengni með sprittvörnum og hreinsiefnum. Sóttvarnarlæknir virðist hafa yfirlit yfir þá aðila þar sem æfingasmit hafa greinst og gæti látið loka þeim. Gagnrýni eigenda líkamsræktastöðvar er réttmæt og að loka frekar á sölu á áfengi tímabundið á meðan hertar aðgerðir standa yfir.
Að hafa leikhús og ýmsa aðra starfsemi hins opinbera opin fyrir 50 - 100 manns er enn eitt ósamræmið. Vonir sóttvarnarlæknis og forsætisráðherra um að eftir enn meiri lokanir verði loks náð tökum á veirunni eru tálvonir.
Ófyrirsjáanleg og ósanngjörn veira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2020 | 23:11
Stjörnuvertinn í Grímsborgum. Sól skín í heiði
Það er eins og búið sé að draga kjarkinn úr allri sjálfsbjargarviðleitni hjá tugþúsund manna sem hafa dregið vagninn og aflað allt að fjórðung gjaldeyristekna undanfarin ár. Enginn virðist vita hvaða stefna er framundan hjá stjórnvöldum í að auka aðgengi að landinu. Koma í veg fyrir enn dýpri kreppu en þörf er á.
Gárungarnir tala um óþekkta efnahagsmanninn í hinu opinbera "innanlandshagkerfi." Aðrir eins og G.G.fyrrverandi óperusöngvari og tollvörður með meiru talar um "hinn vanstillta vísindamann í Vatnsmýrinni?" Spyr í fróðlegu viðtali á Útvarpi Sögu enn fleiri spurninga, m.a hver stjórni landinu? Hann virðist vera stórglöggur á hina ýmsa þætti þjóðlífs enda lærður stjórnsýslufræðingur og álitsgjafi til margra ára, menntaður í Þýskalandi.
Flestir eru eflaust í því að reyna að bjarga sér fyrir horn og bregðast við síðasta útspili landsstjórnar. Kann að vera að fátt heyrist af einstökum, en aðrir berja sér á brjóst og fara í nýjar framkvæmdir eins og vertinn í Grímsborgum. Glæsileg mynd af gestgjafanum og hótelstýrunni fylgir fréttinni, en sú var tíðin að menn gengu niðurlútir um Ármúlann. Þrátt fyrir það var ávallt sama gestrisnin viðhöfð á Broadway. Sönnun þess að fyrr eða seinna birti upp og sólin skín í heiði.
Fjölgar hótelsvítum í Grímsborgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.9.2020 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson