Út af malbiki. Völdum ekki skaða og vanlíðan að óþörfu

Hræðileg slys gera ekki boð á undan sér en eru oft fyrirsjáanleg. Fyrir meir en öld óttuðust menn byltingamenn sem höfðu lært af bókum fræðin en brjáluðust síðar af þjáningum. Læknavísindin hafa náð langt og eru með ómældar rannsóknarstofur og hátæknisjúkrahús, en gera samt sem áður mistök.

Stóra Barrington yfirlýsingin fór ekki vel af stað á Google og var gerð tortryggileg. Ávarpið sem var samið af þekktum sérfræðingum í smitsjúkdómum og lýðheilsu hefur verið snarað yfir á íslensku af Þorsteini Siglaugsyni og er á Mbl. bloggi hans 11.10. Sérfræðingarnir taka fram í upphafi að þeir komi bæði frá vinstri og hægri, frá ólíkum svæðum. Þeir hafa áhyggjur á því að núverandi aðgerðir muni skaða mest yngri kynslóðina, hina fátæku, sjúklinga og aldraða. "Það er hrópandi óréttlæti að meina nemendum að sækja skóla." Læknarnir ítreka í þessari merkilegu greinagerð að þeir sem eru í lágmarksáhættu fái að lifa eðlilegu lífi til að ná sem mestu þoli eða ónæmi gagnvart veirunni, á sama tíma og þeir sem eru í hættu njóti betri verndar. 

Spyrja má hvers vegna íþróttasölum skóla og íþróttarfélaga þar sem fjarlægðarmörk eru virt sé lokað, líkamsræktastöðvum og öðrum samkomustöðum þar sem smitvarnir eru. Fátt dregur úr andlegri heilsu meir en að vera innlokaður dag eftir dag. Því má bæta við að ráðgefandi tillögur smitlæknis á ekki að nota til að hefta atvinnufrelsi og viðleitni til sjálfsbjargar þegar fyllstu varkárni er gætt . 


mbl.is 3 þúsund myndu greinast daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Eða, hvers vegna framahaldsskólar eru lokaðir, fá smit hafa komið upp þar.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 15.10.2020 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þórdís. Sammála, nauðsynlegt er fyrir okkur sem erum með skoðanir að spyrja þá sem eru að loka á ungmenni.  Einangrun ungra námsmanna og fl. frá heilsurkt, íþróttum og kennslu er að valda stórum andlegum skaða. Á viðkvæmum aldri er meiri þörf á samskiptum og upplýsingum um heilsu og útivist, sem getur styrkt viðkomandi.

Í Bretlandi var fyrr á árinu skólum lokað en stjórnmálamenn í Skotlandi gátu valið aðrar leiðir. Mistök af þessari stærðargráðu geta verið afdrifarík eins og í fámennum skólum á Íslandi. Engin stjórnmálamaður virðist ábyrgur því kosningar eru á fjögra ára fresti.

Sigurður Antonsson, 15.10.2020 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband