Harvard umhverfi og dánartíðni

Loksins rödd úr læknasamfélaginu sem hefur skoðanir sem ekki eru í takt við einhliða aðgerðir þríeykisins. Harvard háskólaumhverfið og fjarlægðin frá ríkisreknu heilbrigðiskerfi hjálpar. Jón Ívar er trúverðugur og líklegur til að varpa nýju ljósi á mistækar aðgerðir. Óumbreytanlegar fyrr en eftir margar vikur? Varla verður það til að auka stöðugleika.

Sá innrammað ljóð í morgun upp á vegg eftir Árna Grétar Finnsson, fyrrum forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði sem á vel við gagnrýni Jóns Ívars: Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðum, manndóm til að hafa eigin skoðun.

Jón Ívar getur þess að umræða um dánartíðni hafi ekki farið fram eins og vera ber. Kórónuveiran í dag er ekki að valda meiri skaða en Sars-veiran. Þeir sem deyja úr faraldrinum erlendis eru nær allir á efri árum, með aðra undirliggjandi sjúkdóma.

Í Svíþjóð hefur verið bent á að dánartíðni er lægri í ár en á sama tíma í fyrra þótt um 6000 manns hafi dáið að sögn úr faraldrinum. Þar af voru 50% aldraðir á öldrunarheimilum og með aðra sjúkdóma. Það skyldi ekki vera svipað hér? Ívar segir að ónæmið í New York sé um 33%, en hér erum við nær berskjaldaðir fyrir smiti ef verja á stöðugt innra samfélag.

Held að forsetinn fyrir Westan okkur vilji með hegðun sinni minna okkur á að standa keik og trúföst á að við getum komist út úr faraldrinum sterkari en áður, án þess að lækningin valdi meiri skaða en faraldurinn. Sökudólgurinn er að hluta til netsíminn sem veldur ofsahræðslu og engin leggur frá sér.


mbl.is Segir tilslakanir innanlands skýra bylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband