Vonandi þáttaskil hjá heilbrigðisráðherra. Dauðsföllum fækkar

Gátt hefur verið opnuð á að breyta út frá tilögum smitsjúkdómalæknis. Nú geta líkamsræktastöðvar opnað að vissu marki og sumir ná að aðlaga starfsemina. Ná að taka á móti 20% gesta eða einum fimmta hluta þess sem áður var. Á komu yfir þriggja miljón gesta greindust aðeins um 3 smit í World Class líkamsrækt.

Það gæti hjálpað mörgum frá einangrun og hreyfingaleysi sem ekki þekkja aðra hreyfingu en í líkamsræktarstöðvum. Þær halda við betri heilsu og mótstöðu gagnvart hinni "skæðu flensu" í mesta skammdeginu. Færri og færri deyja en áður vegna veirunnar, ekkert í líkingu við það sem var á vormánuðum eins og sjá má á línuritum.

Svíþjóð er það land sem ekki hefur lokað á skóla, ferðalög og atvinnurekstur en eru með miklar upplýsingar um hvernig má forðast smit. Beina þeim tilmælum til íbúa að ferðast ekki meir en góðu hófi nemur og leyfa ekki aðkomu ferðalanga utan ESB landa.  

Í Bretlandi finnast á mörgum stöðum tvöfalt fleiri smit en eru á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Í Manchester greindust um tvöfalt fleiri smitaðir hlutfalslega en á Norðurlöndum þegar ráðþrota ríkisstjórninni datt það ráð í hug að bjóða íbúum borgarinnar greiðslur sem nemur um 1500 krónum á dag fyrir að sitja innilokaðir heima. Borgarbúum fannst það niðurlægjandi og mótmæltu. Heilbrigðisráðherra sem hefur ekki betri ráð ætti að segja af sér.

Einangrun og innilokun verður ekki mæld í krónum þegar vellíðan og heilsa er annarsvegar. Hún er neyðarúrræði eins og fangelsi. Konurnar sem eru við stjórn á Norðurlöndum og í Þýskalandi hafa heiðurinn af því að getað státað af færri smitum og dauðsföllum en nágrannarnir. Það hefur kostað miklar fórnir hjá ákveðnum launþegum og atvinnurekendum þegar aðrir hafa siglt lygnan sjó og jafnvel bætt við sig tekjum.

 

Displaying image0.png   Google map. Corvid-19 last 14 days

https://platz.se/coronavirus/#jump-to-at-hospital 

 


mbl.is Börn í Urriðaholtsskóla í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband