Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2020 | 21:33
Fullkomin smitrakningartæki en áfram lifað í ótta
Enginn lengur á annarri skoðun og þríeykið? Getur varla talist faraldur lengur með smit innan við 10 á dag. Takmarkaður aðgangur að einmennings íþróttum innandyra og í sundlaugum. Lokanir á líkamsræktarstöðum meiri en í örum löndum miðað við fá smit sem rekja má til þeirra. Í Danmörku voru aðeins takmarkanir í 38 sveitafélögum, en uppblásið í fjölmiðlum sem hertar aðgerðir hér á landi. Þegar dregur að jólum fækkar þeim sem andmæla hertum aðgerðum þó öll rök mæli með sveigjanleika. Fáir vilja vera á móti, góðum jólum og hvíld. Algjörlega óhraunhæft að miða við fjölmenn Evrópulönd sem eru í þjóðbraut samgangna.
Er ekki tími kominn til að breyta stefnu þegar fullkomnustu tæki sem er völ á eru komin til landsins? "Algjör bylting, eða hvað?"
Minnumst þess að Vesturlönd eru í ósýnilegu stríði við bakteríur eða verur sem við þekkjum ekki til fulls. Þegar við ráðumst á þær með sóttdrepandi efnum og lyfjum ræktum við upp ofurverur sem munu fyrr eða síðar reyna að ná fótfestu aftur eins og mörg afbrigði sanna. Tökum eftir að víða í Austurlömdum og Afríku eru smit kórónuveirunnar í lágmarki þrátt fyrir að öflugar sóttvarnir hafi ekki alltaf verið viðhafðar. Spritt eða alkóhól tefur smit en er ekki betra en góður sápuþvottur.
Hversvegna skyldu Víetnamar sem hafa upplifað eitthvað mesta sprengjuregn í nútímanum þurfa að bólusetja sig gegn veirunni. Hvað þá þeir sem eru jákvæðir gegn berklabakteríunni, lungnasjúkdómi eins og kórónuveiran.
Nýja veirutækið loksins komið til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2020 | 14:33
Litlu að tapa. Dæmigerður mótmælandi þegar þolinmæði brestur
Sá sem hefur verið rekinn úr vinnu og sér fram á að lögreglan er með daglegt eftirlit er varðar hagi hans hefur litlu að tapa. Hvað með börnin, skólann og fyrirvinnuna? Dæmigerður mótmælandi hvort sem er í Hong Kong eða Minsk. Í Pútínlandi er árviss viðburður að reka menn úr landi, ef ekki er eitrað fyrir þeim sem mótmæla stefnu ríkjandi yfirvalda. Þar styður ríkið ákveðna fjölmiðla en aðrir hafðir í helsi.
Elísabet hefur haldið á lofti þeim rökum að í Danmörku sé opið á íþróttir og skólum ekki lokað. Atvinnufyrirtækjum er haldið eins lengi opnum og hægt er. Ekki krafist eins meiri skimunar á landamærum. Hér eru við langt norður í Íshafi og með mestu takmarkanir sem þekkjast. Kórónuveirusmit eru nú á svipuðum stað og þau voru frá 30.apríl til loka ágúst. Samt sem áður er ekki opnað á íþróttir, sundlaugar og íþróttahús sem hafa verið með veiruvarnir í lagi.
Norðurlöndin öll eru með fá smit, góðan og rúman húsakost ásamt góðri heilbrigðisþjónustu. Því er þá ekki reynt að draga úr innilokun og auka hreyfingu sem stuðlar að meiri viðnámsþrótti. Bólusetning á næsta leiti.
Lögreglan skoðar mál Elísabetar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2020 | 21:02
Harmagrátur við fótstall meistara Laxness
Lengi voru pólitískar skoðanir Halldórs Laxness kenndar við vinstrimenn, en nú hefur háskólaprófessor, Hannes Hólmsteinn varpað enn nýju ljósi á lífshlaup skáldsins og telur hann dæmigerðan kapítalista. Skáldið hafi verið nútíma "sumarhúsamaður" sem ekki taldi fram til skatts allar frístundatekjur.
Vitnað er í dóm eftir stríðslok, 9 árum eftir að talið er að brotið hafi átt sér stað. Þegar allur stríðsgróðinn var uppurinn hafi skáldið og rithöfundurinn fengið álag fyrir að gefa ekki upp "stríðsgróða frá forlagi í Ameríku."
Skrif þessi má rekja til þess að rithöfundurinn, fjölmiðlakonan og þjóðhagfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir hefur talið sig hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum sem rekja má til vonsku sjálfstæðismanna. Hún heldur því fram í verðandi "jólametsölubók" sinni að hún hafi verið þjáningabróður Laxness. Höfð "bundin" eins hver annar utangarðsmaður meðan elítan messaði. Til viðbótar er dreginn fram á svið annar þjóðhagfræðingur, flokksfélagi Gylfason, sem hafi ekki fengið ritstjórastöðu við vinstri útgáfu hagspekitímarits á Norðurlöndum vegna afstöðu ráðherra. Augljóst er að ýmislegt má týna til að fá salt í grautinn eins og að fara í mál við ráðamenn þjóðgarðs, þótt afraksturinn fari að stærstum hluta til að borga lögmönnum.
Geta má um annan jafnaðarmann og þjóðhagfræðinginn Gylfa Þ. Gíslason sem var mikill vinnuþjarkur, sat sem menntamálaráðherra lengst allra í 15 ár og stóð aldrei verkefnalaus. Gat unnið með sjálfstæðismönnum og bar sig aldrei illa. Þegar hann var nefndur Gylfi Kvíga í eldhúsumræðum, hló allur þingheimur og hálf þjóðin sem hafði ekki fengið betra skemmtiefni og ekkert var sjónvarpið. Í stað þess að barma sér og kveinka samdi hann lög sem urðu vinsæl eða lagði drög að frjálsum viðskiptum milli landa.
Þess má geta að Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra var ekki sínkur á fé þegar hann veitti 30 ríkismilljónir til aukins skattaeftirlits. Í framhaldi og þremur árum síðar sýknaði Landsréttur yfir 100 málsaðila sem höfðu verið dæmdir og rannsakaðir stíft í mörg ár. Augljóst var skattmann hafði farið offari í að leita að sökudólgum miðað við meðalhóf Evrópuréttar. Nú vantar meiri peninga til að sleikja sárin og lítið farið fyrir gagnrýni á aðgerðir ráðherra.
Hannes H. Gissurarson, sá sem ötulastur fræðimanna í gegnum langa starfstíð sína hefur alltaf stutt við bakið á sjálfstætt starfandi kapítalistum. Hann skýrir á sannfærandi hátt i föstudagsgrein í Morgunblaðinu að skáldið hafi verið tvískattaður, ólíkt forréttindafélaginu SÍS sem starfaði í Ameríku. Sjálfstæðismenn hafi hvergi reynt að tefja útkomu bóka Laxness í Ameríku eða að seinka sölu á raunasögu Laxness um Bjart í Sumarhúsum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2020 | 15:28
Röskur ráðherra Lilja en árangur vantar
Brottfall nemenda úr námi var mikið fyrir daga Lilju. Virðist sem eitthvað meiriháttar sé að í umhverfi skóla þegar brottfall er orðið helmingi meira en hjá nágrönum. Smitvarnir sem loka íþróttahúsum þar sem margar leiðir eru til koma í veg fyrir snertismit eru óásættanlegar. Því ekki að treysta nemendum?
Tugi skólahúsa standa auð. Hreyfing og líkamsrækt er lykillatriði fyrir ungt fólk sem aðra og hefur verið allt frá því íþróttaskólar byrjuðu starfsemi.
Tímabært að röskur ráðherra taki af skarið og kryfji kerfið eða dragi upp fyrri rannsóknir. Ríkisrekið skólakerfi er staðnað. Virðist sem kennarar og nemendur séu alltaf ósáttir þrátt fyrir styttingu skólatíma. Getur það verið að fjölmiðlar eigi þátt í þessari óánægju. Ríkisútvarpið er t.d. iðið við að ala á stéttarbaráttu og stilla skólum og nemendum upp eins og andstæðingum.
Vill að ráðherra hugsi út fyrir boxið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2020 | 01:06
Ekkert er án tilgangs og nógu ómerkilegt að það megi ekki ræða
Þakkarvert er að við höfum þingmenn sem ekki vafra um án þess að spyrja fyrst spurninga. Það eru ekki margir sem hafa getu eða kjark til að fara mót straumi þegar flóðið er á fullri ferð. Kínverjar sem vanir eru smitsóttum og leiddir áfram af fámennisstjórn mörkuðu smitvarnir og aðgerðir á Vesturlöndum í upphafi kórónufaraldursins.
Sigríður Andersen fetar í fótspor föður síns sem lengi var ritstjórnarfulltrúi DV á tímum Jónasar Kristjánssonar. Geir Andersen vann lengi að flugmálum. Það kemur því ekki á óvart að Sigríður velti upp spurningum þegar landamærum er skyndilega lokað. Lengi hélt hún uppi rökræðum á netsíðum Andríkis, sem var lofsvert framtak á sínum tíma.
Fyrir flugrekstrarþjóð í miðju Norður-Atlantshafi, þar sem tiltölulega margir hafa atvinnu af flugsamgöngum hlýtur að vera brýnt að halda upp umræðu um hvernig megi draga úr neikvæðum aðgerðum. Easy Jet flýgur til fleiri staða en önnur flugfélög? Flug til Manchester og Kanaríeyja halda áfram. Varnir með aðgát í fyrirrúmi sýna að það eru til fleiri leiðir en fortölumenn hafa. Að kalla fram ábyrgð hjá einstaklingum eins og kom fram í viðtali Sigríðar við Andrés Tegnell. Lækni með mikla reynslu frá Afríku í baráttu við smitsjúkdóma.
Það liggur fyrir að þetta er ekki drepsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2020 | 07:37
Veiruglíman, ölvaður kraftur og kastljósið óljósa
Læknar eru í upphafi valdir úr hópi úrvals nemenda, bardagafúsra sem ásett er að gefast ekki upp með læknaheitið á lofti. Yfirmaður smitvarna spítalans er einn af þessum vösku sonum. Skrímslið er þarna hrópar Már, enginn veit tilgang þess eða ætlun, en spyrillinn á erfitt með að skilja að "óargadýrið" er eins og Loch Ness állinn ósýnilegi.
Herra RÚV sjálfur veit að hafið er djúpt og skipar sínum hugdjörfustu að leita. "Þeir fiska sem róa." Engu skiptir þótt senda þurfi menn til Afríku. Þeim ber að fiska þótt árangurinn verði hornsíli, vanskapaður, óreykhæfur fiskur. Dagskipunin er; Látið minkinn ekki sleppa í þetta sinn, engin afsökun dugar þótt árangurinn verði verri en enginn.
Ekkert meðal virkar með fullkomnum árangri. Skotta skal finnast, en engum hefur tekist að greina hana. Einn daginn er veiran loftkennd, hinn daginn berst hún með mönnum og dauðum hlutum. Menn undrast að sýkillinn skuli ekki láta undan 85% vínanda sem venjulega drepur. Engin svör, frekar en fyrri daginn.
Markmið bóluefnisins afmarkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2020 | 12:03
Beint flug frá Kína og áfram
Góðar fréttir að Kínverjar skuli ætla að ferðast fljótlega. Varla getur það verið mikill áhætta að fá Kínverska ferðamenn til landsins þar sem nær enginn Kórónusmit eru í Kína. Í nýrri áætlun ríkistjórnar ætti að koma fram eitthvað jákvætt sem gæti stuðlað að ferðalögum. Opna fyrir þjóðir sem geta sýnt fram á vera með lágmark smita eins og Danmörk, Finnland, Noreg og Kína.
Jóhannes Skúlason ferðafulltrúi er með tillögur um fækkun skima og margt annað ætti að vera hægt að gera til að auka bjartsýni. Ísland er eitt af fáum löndum með lágmarksmit og ein ströngustu lokunarákvæði sem um getur með miklum samdrætti. Ef ein gátt er opnuð leiðir það oft til að aðrir möguleikar sjáist. Hvað með flug Kínverja til Afríku / Kanaríeyja þar sem smit eru einnig í lámarki og miklar smitvarnir án skimunnar.
Dapurlegt að heyra að öll flug ferðaskrifstofa til Kanaríeyja hefur þurft að leggja niður vegna þess að búið er að mynda hræsluteymi við ferðalög. Sama á við um íþróttasali og heilsuræktastöðvar, það geta ekki allir stundað íþróttir utandyra í frosti og snjókomu eins og smitvarnateymi lýsa yfir.
Hyggjast hefja flug frá Kína til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2020 | 23:59
Er Mette Fridriksen að fara á taugum. Loka á Norður-Jótlandi
Danmörk er með álíka mörg dauðsföll eldri borgara kennd við veiru og á eyríkinu Íslandi. Um 4 síðastliðinn sólarhring. Dagskipunin var að aflífa skyldi alla minka. Rannsóknarstofa ríkisins sagðist hafa fundið út að Kórónuveiran stökkbreyttist á minkabúum? Ein útgáfan af ofstæki jafnaðarmanna þegar þeir eru við stjórn. Íslenskir apakettir fylgja fast á eftir og boða að skattgreiðendur skulu taka á sig lokun íslenskra minkabúa.
Tilskipanir eru ær og kýr þeirra stjórnmálamanna sem hafa nær ekkert annað á stefnuskránni en að skattgreiðendur beri uppi dellur þeirra, hversu óraunhæfar sem þær eru. Hvort sem það eru ríkisforsjármenn í Sjálfstæðisflokki, Samfylkingunum tveimur eða Vinstri Grænum má sjá ummerki þeirra víða um land. Lokun verksmiðja við Húsavík og á Suðurnesjum, lokun gatna í Reykjavík. Þegar spurðir hvað til ráða til að auka atvinnu fást fá svör.
Merki Jóhönnustjórnarinnar sjást víða um land. Hætta er á að næsta stjórn verði talsvert öfgafull ef framvindur sem horfir, alveg eins og í Danmörku. Hvenær verða alifugla og svínabúa setur í hættu á verða aflögð vegna þrengsla dýra. Á Jótlandi er ofsetin jörð og Danir ekki öfundsverðir af lyktinni sem kemur frá aðþrengdum búum. Mörgum Dönum blöskrar nú, en lengi má ofgera?
Nýtt bóluefni lofar afar góðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2020 | 22:32
"Loka fólk inni gengur ekki upp til lengri tíma" Andres Tegnell
Alþingi endurspeglar þjóðarsálina, meðalljónið. Þeir sem vilja aðrar lausnir eru oft settir utangarðs af því að skoðun þeirra fellur ekki í kramið, gengur á "stöðugleikann" eða dregur úr möguleikum flokksins við fyrstu sýn. Flokksforinginn fyrrverandi Corbyn var rekinn í hreinsunum, ekki vegna gyðinghaturs sem er algengt meðal jafnaðarmanna og kristinna hópa. Heldur vegna þess að slök forysta hans og tvíræðni varð til að stefna Boris í Evrópumálum varð ofan á og íhaldsflokkurinn fékk meirihluta. Boris hirðir ekki um að reyna að ná samkomulagi um fiskiveiðilögsögu eða um önnur ágreiningsmál. EBS skal vera áfram sem ógnandi tröll. Hræðsla við að finna nýjar lausnir gæti sýnt fram á veikleika.
Hæfileikinn til að gera betur er nauðsynlegur til að farsæl framþróun verði í stjórnmálum, fyrirtækjarekstri eða einkamálum. Þekking er gagnslaus ef hún er ekki sundurgreind og fundnar nýjar lausnir. Af hverju skyldu Evrópusjóðir vera að styrkja svefnrannsóknir á Íslandi um milljarða nema af því að vísindamenn geta sýnt fram á að vinna þeirra skiptir sköpun? Íslensk erfðagreining getur í áratugi sótt í sjóði sem hafa orðið til hjá framsæknum fyrirtækjum.
Ameríski hlutabréfa markaðurinn margfaldar verðmætir fyrirtækja sem beita þekkingu sinni til að þróa eitthvað nýtt. Fyrirtæki Vestan hafs búa einnig við lægstu vexti sem um getur í ára raðir. Skattmann Ameríku fær ekki sinn hlut fyrr en skapaður er arður eða hann seldur. Hér eru nýsköpunarfyrirtæki skattlögð strax í byrjun, ríkisbankar og lífeyrissjóðir ásamt óraunhæfum kauphækkunum sjá svo um að vextir eru hafðir háir.
Skapandi kraftur og uppbygging hefur verið að mynda vöxt og auð hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Stefna Flokksins að skattleggja auðlindina þegar vel gengur á ekki upp á pallborðið. Jafnaðarmenn sem minnst eru þekkir fyrir að skapa verðmæti vilja skatta strax af afla upp úr sjó, skattur af árlegri arðsemi dugar þeim ekki.
Lausnir stjórnmálamanna í veiruvörnum eða öru beinast að því að endurtaka lausnir jafnaðarmennskunnar, meðalmannsins, hvort sem þær eru ættaðar frá WHO eða löndum sem ítrekað hefur mistekist að hefta veiruna. Tabú er að minnast á aðferðir sóttvarnarlæknis Svía Anders Tegnell: Locking people up at home wont work in the longer term." Athyglisvert var að heyra í Trump þegar hann var laus úr einangrun vegna kórónuveirunnar, þá hældi hann Svíum fyrir aðferðafræði þeirra við að hefta framgang veirunnar. Áður hafði skammað þá fyrir að ná ekki tökum á götubardögum innflytjenda. Nú verður hann enn að sanna sig þegar mótframbjóðandi hans kemur upp úr kjallaranum, þrátt fyrir að hafa verið farsæll skapandi leiðtogi.
Útgöngubann tekur gildi á fimmtudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2020 | 01:35
Baráttuhugur þegar aðrir lyppast niður undan neikvæðri umræðu
Ótrúlegur kraftur hjá Birni Leifssyni, World Class líkamsræktarstöð, þegar aðrir gefast upp og draga sig í hlé. Hann tók það sérstaklega fram í ítarlegu viðtali á Útvarpi Sögu að veirusmit sem mætti rekja til hans líkamsræktarstöðva munu hafa verið 3 - 4 smit á 3 milljón komugesti. Daginn eftir birtust sérlega rætnar athugasemdir um stöð hans í Fréttablaðinu frá lesendum.
Björn taldi að opinberir lokunarmenn hefðu dregið alla í sömu dilka, þá sem gættu fyllstu varkárni og hinna sem sýndu minni aðgæslu eða fylgdu ekki eftir reglum. Enn er sóttvarnarlæknir að biðja um auknar lokunarheimildir hjá ráðherra án þess að nægilegar röksemdir fylgi. Atvinnurógur myndi margur segja.
Alvarlegustu mistökin eru að eiga sér stað hjá ríkisreknum öldrunarspítölum og hælum. Sömu glappaskot og urðu hjá Svíum fyrir mörgum mánuðum þegar hinir elstu og veikust dóu. Þar hefur verið tekin upp önnur stefna í baráttunni við veiruna sem vekur athygli víða um lönd.
Líkamsrækt er einkum mikilvæg fyrir nemendur, innisetumenn og skrifstofumenn. Það er því þverstæða í aðgerðum heilbrigðisyfirvalda að loka íþróttahúsum þar sem engin snertihætta er við aðra gesti. Ef tæki notuð öll tæki sprautuð bak og fyrir með veirudrepandi efnum.
Þeir sem vinna að útiveru og fjöldaíþróttum styðja við heilbrigðiskerfið, með meiri líkamlegri þjálfun fækkar læknisheimsóknum og spítalavist. Við starfsemi þeirra eiga opinberyfirvöld að styðja. Varla getur það verið farsæl stefna að draga enn fleiri á bætur og til atvinnumissi ef ekki er brýn þörf á.
Segir engin ummerki um misbrest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson