"Loka fólk inni gengur ekki upp til lengri tíma" Andres Tegnell

Hæfileikinn til að gera betur er nauðsynlegur til að farsæl framþróun verði í stjórnmálum, fyrirtækjarekstri eða einkamálum. Þekking er gagnslaus ef hún er ekki sundurgreind og fundnar nýjar lausnir. Af hverju skyldu Evrópusjóðir vera að styrkja svefnrannsóknir á Íslandi um milljarða nema af því að vísindamenn geta sýnt fram á að vinna þeirra skiptir sköpun? Íslensk erfðagreining getur í áratugi sótt í sjóði sem hafa orðið til hjá framsæknum fyrirtækjum.

Ameríski hlutabréfa markaðurinn margfaldar verðmætir fyrirtækja sem beita þekkingu sinni til að þróa eitthvað nýtt. Fyrirtæki Vestan hafs búa einnig við lægstu vexti sem um getur í ára raðir. Skattmann Ameríku fær ekki sinn hlut fyrr en skapaður er arður eða hann seldur. Hér eru nýsköpunarfyrirtæki skattlögð strax í byrjun, ríkisbankar og lífeyrissjóðir ásamt óraunhæfum kauphækkunum sjá svo um að vextir eru hafðir háir.

Skapandi kraftur og uppbygging hefur verið að mynda vöxt og auð hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Stefna Flokksins að skattleggja auðlindina þegar vel gengur á ekki upp á pallborðið. Jafnaðarmenn sem minnst eru þekkir fyrir að skapa verðmæti vilja skatta strax af afla upp úr sjó, skattur af árlegri arðsemi dugar þeim ekki. 

Lausnir stjórnmálamanna í veiruvörnum eða öru beinast að því að endurtaka lausnir jafnaðarmennskunnar, meðalmannsins, hvort sem þær eru ættaðar frá WHO eða löndum sem ítrekað hefur mistekist að hefta veiruna. Tabú er að minnast á aðferðir sóttvarnarlæknis Svía Anders Tegnell: “Locking people up at home won’t work in the longer term." Athyglisvert var að heyra í Trump þegar hann var laus úr einangrun vegna kórónuveirunnar, þá hældi hann Svíum fyrir aðferðafræði þeirra við að hefta framgang veirunnar. Áður hafði skammað þá fyrir að ná ekki tökum á götubardögum innflytjenda. Nú verður hann enn að sanna sig þegar mótframbjóðandi hans kemur upp úr kjallaranum, þrátt fyrir að hafa verið farsæll skapandi leiðtogi. 


mbl.is Útgöngubann tekur gildi á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband