Nýjar fyrirsagnir í dag sem gætu boðað straumhvörf

Í gær hægði verulega á umferð og ferðalög á milli svæða ekki talin æskileg. Eru tálvonir að bresta þegar menn sjá að strangar lokunaraðgerðir eru að misheppnast aftur og aftur?

Í ágætri grein stjórnsýslufræðings Hauks Arnþórssonar í sama blaði er sýnt fram á að það eru til aðrar leiðir til að draga úr áhrifum veirunnar. Hann dregur fram góða punkta og rök fyrir því að taka upp aðra stefnu en Þríeykið sem fer eftir ströngustu reglum smitfræða. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé verið  að brjóta á mannréttindum og stjórnvöld stefni í Norður-Kóreskar leiðir til að fela vanmáttinn. Því má ekki gleyma að við búum við ágætis heilbrigðiskerfi sem getur að sjálfsögðu ekki fundið upp hjólið. Sérfræðingar geta eins og aðrir hrakist af leið og þurfa þá að viðurkenna það og breyta um stefnu. 

Þá er athyglisvert að lesa að skoðun Hauks á rakningarappi og mikilli sýnatöku lífsýna af óskyldum aðilum. Veltir hann einnig fyrir sér hvort heiðarlegt sé að nota símann á þann máta að komast megi að persónuupplýsingum.

Framundan er loforðaþing og sýndarmennska sem fylgir Alþingiskosningum. Lífsbarátta margra sem er lögð undir og ekki fyrir alla að halda sjó næstu árin.


mbl.is Þrír ráðherrar í hópi efasemdamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Grein Hauks er frábær. Því fleiri sem stíga fram og tjá sig um þessi mál af viti, því betra.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.10.2020 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir fína færslu - en hvar kemst ég í grein Hauks?

Guðjón E. Hreinberg, 8.10.2020 kl. 17:10

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Takk fyrir innlitin.

Guðjón, greinin hans Hauks er á blaðsíðu 44 í Mogganum. Ég fer að hallast að því að menn með heimspekilega sýn sjái betur hvert bælingastefnan er að leiða þjóðfélögin. Stjórnsýslufræðingar og eðlisfræðingar búa einnig að góðum grunni svo og ýmsir stjórnmálaskýrendur sem við þekkjum. Þá er almenn skynsemi sem mestu máli skiptir. Stjórnmálamenn eru tvístígandi alveg þangað til þeir eru komnir fram að bjargbrúninni.

Ekki skilja allir ef tala undir rós en sem þó er nauðsyn til að vekja áhuga með annarri túlkun og aðkomu að efni. Margir hreinlega þola ekki meira á viðkvæmum tímum þegar ofsahræðsla slær um sig og vilja heyra sögu. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að setja einhver takmörk á aðgerðir tríósins eða sóttvarnarlækni.

Lögin þyrftu að miða aðgerðir eins og lokun landsins sé aðeins leyfileg með hindrunum við ákveðin fjölda smittilfella á ákveðnu tímabil. Nú eru um 0.4& ferðamanna sem reynast smitaðir eins og Þorsteinn upplýsir á öðrum stað á blogginu. Hjarðónæmi er talið æskilegt til að dragi úr veirusmitun. Í Svíþjóð 16% og New Yorkríki 33%.

Sérfræðingar í tölfræði og líkindareikningi gætu framkvæmt tölulegu hliðina, en hér eru smitónæmi talið vera um 1% hjá íbúum. Það sjá allir að hér er himinn og haf á milli. Skýrir að hluta hve mörg smit greinast aftur og aftur. Úr því dregur vart á meðan veiran finnur "fórnarlömb".

Athyglisvert er smitunin sem forsetinn fyrir Westan fékk. Hann sýndi í beinni útsendingu sín viðbrögð og er væntanlega ónæmur nú, betri til að fást við stjórnmál en fyrr. Það að enginn læknir gefi út yfirlýsingu um heilsu forsetans segir kannski meir um veiruna en lækna.

Sigurður Antonsson, 8.10.2020 kl. 20:59

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þennan síðasta punkt Sigurður, já, ég er sammála þessu.

Guðjón E. Hreinberg, 10.10.2020 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband