Stjörnuvertinn í Grímsborgum. Sól skín í heiði

Það er eins og búið sé að draga kjarkinn úr allri sjálfsbjargarviðleitni hjá tugþúsund manna sem hafa dregið vagninn og aflað allt að fjórðung gjaldeyristekna undanfarin ár. Enginn virðist vita hvaða stefna er framundan hjá stjórnvöldum í að auka aðgengi að landinu. Koma í veg fyrir enn dýpri kreppu en þörf er á. 

Gárungarnir tala um óþekkta efnahagsmanninn í hinu opinbera "innanlandshagkerfi." Aðrir eins og G.G.fyrrverandi óperusöngvari og tollvörður með meiru talar um "hinn vanstillta vísindamann í Vatnsmýrinni?" Spyr í fróðlegu viðtali á Útvarpi Sögu enn fleiri spurninga, m.a hver stjórni landinu? Hann virðist vera stórglöggur á hina ýmsa þætti þjóðlífs enda lærður stjórnsýslufræðingur og álitsgjafi til margra ára, menntaður í Þýskalandi.

Flestir eru eflaust í því að reyna að bjarga sér fyrir horn og bregðast við síðasta útspili landsstjórnar. Kann að vera að fátt heyrist af einstökum, en aðrir berja sér á brjóst og fara í nýjar framkvæmdir eins og vertinn í Grímsborgum. Glæsileg mynd af gestgjafanum og hótelstýrunni fylgir fréttinni, en sú var tíðin að menn gengu niðurlútir um Ármúlann. Þrátt fyrir það var ávallt sama gestrisnin viðhöfð á Broadway. Sönnun þess að fyrr eða seinna birti upp og sólin skín í heiði.


mbl.is Fjölgar hótelsvítum í Grímsborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æ hvað maður væri nú til í að búa í Svíþjóð núna. Þar virðast stjórnvöld með fullu viti, sem er erfitt að segja um afganginn af heimsbyggðinni. Faraldurinn genginn yfir samkvæmt honum Birni okkar Zoega og allt farið að ganga eins og áður. En íhaldsstjórnin íslenska gersamlega búin að missa tökin og íhaldsstefnan horfin út í veður og vind fyrir panikkákvörðunum og röklausum ótta við Kára Stefánsson og uppátæki hans. Þetta er farið að minna ískyggilega á galdrafárið á sínum tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 23:29

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kjarnyrtur Þorsteinn. Svíar eru meistarar í að setja saman ólíkar stefnur og efni. Fara sínar eigin leiðir og geta verið stoltir af. Járnbræðsla, pappír og dínamít. Að ógleymdum leikritum og myndum. Ikea hjá okkur og Volvo í Kína. 

Sigurður Antonsson, 7.9.2020 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband