Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2019 | 23:33
"Fatlaða stúlkan" og boðendur hamfara
Trump forseti telur mikilvægara að heimsækja rástefnu um trúfrelsi á sama tíma, ef til vill réttara sagt honum var ekki boðið að vera frummælandi.
Loftslagsvá Macron og allra hinna vitringana sem komu saman í París er ein mesta sjónhverfing síðustu áratuga. Von að New York íbúar vilji teljast ekki minni boðendur. Allt gert til að tengja hnattlægar hitabreytingar aðgerðum auðvalds, breytingar sem hafa orðið á öllum tímaskeiðum tengdar möndulhalla og segulsviði jarðar. Oftúlka í pólitískum tilgangi og forðast réttar staðreyndir sem verður aðeins stærra vandamál þegar frá líður.
Offramleiðsla, ofát og sóun verðmæta er beintengt og talið vandamál af sama toga af váfólkinu. Mengun bíla sem er um 1% af menguninni er sett upp sem hluti af hryllingsmynd.
Forseti Brasilíu er einnig hafður sem andstæðingur "fatlaða fólksins" maðurinn sem brennir skóginn. Aldrei tala hinir sömu váboðendur um að minnka kjötneyslu og borða hnetur, bananna og tómata. Gerast Vegan eða grænmetisætur, hvað þá að planta trjám í sínu heimalandi sem ætti að vera fyrirbyggjandi.
![]() |
Hunsar loftslagsráðstefnuna en mætir í húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2019 | 14:46
Ný landganga, ný hugsun og aðferafræði breytir öllu.
Eins og í lok heimstyrjaldar skiptir mestu máli hverju á að tefla fram. Tilraunir Breta til að tengjast Evrópu hafa flestar runnið í sandinn. Gagnkvæmt tollabandalag getur orðið erfitt, en augljóslega er róinn lífróður til að ná landi. Hvernig tiltekst kann að lengja líf Boris í embætti.
Boris hefur lofað miklum fjármunum til skóla, lögreglu og í ýmsa vinsæla málaflokka. Gamalt útspil Theresu May með skattfé þegar kemur að kosningum. Cameron gagnrýnir Johnson fyrir að hugsa meira um eigin frama í stjórnmálum, en samstöðuna í flokknum. Boris sem hefur tapað öllum sínum atkvæðagreiðslum í þinginu trúir ekki lengur á að hann nái ásættanlegum samningum?
Með því að loka á þingstörf tryggir Boris að kastljós fjölmiðla beinist að kosningabaráttu hans næstu vikurnar. Eins og í gamanmynd er vinsælt að fara í stívél kúabóndans, heimsækja lögreglu eða leikskóla þar sem hann er orðinn aðalnemandi og svarar öllum spurningum. Kapp er lagt á halda Brexit flokknum frá umræðunni, halda andstæðingum fjarri umræðunni sem hann markar. Að lokum snýst umræðan um að halda í viðskipti og atvinnu þegar samdráttur er í hagkerfum heimsins fyrirsjáanlegur.
Netstjórnmál, tíst á Twitter teljast varla alvörustjórnmál, þar eru mest um áminningar, sem eru teknar misjafnlega alvarlega af þeim sem þær beinast að. Síbreytilegur boðskapur Trump beinist að því að auka viðskipti heimafyrir, minna er hugsað um langtíma afleiðingar. Hann á það sammerkt með Boris að þeir eru báðir í stöðugri kosningabaráttu um eigið pólitískt líf. Utanríkismál eru höfð til hlés og þar tapast áfangar vegna þess að allt beinist að eigin búskap. Evrópusambandið getur lengt líf Boris, en á endanum hlýtur að koma að nýjum kosningum um útgönguna eftir upplýsta umræðu.
![]() |
Mögulegur samningur í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2019 | 21:29
Semmtilega óraunsær eða eru fjölmiðlar sem ráða ferð?
Arftaki Theresu May er ákafamaður, greindarlegur, snöggur og vígfimur. Í stað þess að lenda út í skurð kann hann að hjóla á á braut eins og yngri bróðir hans gerði fimlega í dag. Undanfarna vikur hefur brezkt sjónvarp verið eins og hluti úr leikriti höfuðskáldsins. Áhorf mikið og spennandi leikþættir nánast daglega. Ekki er laust við að þingmenn skemmti sér líka, því mikið er um hróp og frammíköll.
Flestir forsætisráðherrar Breta hafa farið frá frekar sneypulega undanfarna áratugi, þrátt fyrir að hafa unnið af heilindum fyrir þing og þjóð. May átti sína góðu kafla og fór frá tárvotum augum. Cameron boðaði til kosninga án þess að kynna útgönguna nægilega vel og fyrir það þarf Boris Johnson að svara. Í raun er það þingflokksins að svara. Hann átti að upplýsa það sem nú liggur fyrir að þjóðartekjur lækka um allt að 10% án samninga. Minnka samskipti þjóðar og verslun.
Fjölmiðlar hafa verið dómharðir sem kemur fram í gífuryrðum og upphrópunum. Hörð samkeppni fjölmiðla og ógrynni netskýringa bjóða upp á mistúlkun. Miða að því að selja og vera í sviðsljósi. Stjórnmál og fréttaskýringar bera þess vitni í Bretlandi og á Ísland.
![]() |
Vildi frekar vera dauður úti í skurði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2019 | 16:38
Verðum að treysta fulltrúalýðræði.
Mikill meirihluti þingmanna hefur samþykkt orkupakkann, miðlar hafi verið með mikið upplýst efni. Varla hefur verið hægt að opna miðla fyrir logandi umræðu og þrýstingi tiltölulegra fárra aðila. Oft aðstandendur sem lifa á urg, forræðishyggju og ótta.
Raforkuframleiðslan hér er aðeins brot af orkunotkun EBS. Þar fyrir utan eru alltaf að koma fram nýir og hagkvæmari orkugjafar. Í Englandi er allt í óvissu og vestanhafs er alið á ótta og ótímabærum "þvingunum" í viðskiptum. Twitter?
Með breyttum miðlum og netinu er auðveldara að hafa áhrif sem kemur fram í skoðanakönnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er heldur ekki nógu jákvæður í ýmsum málum í borgarstjórn.
![]() |
Við ráðum okkar eigin málum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2019 | 16:37
Stórbrotið landslag sem Jónas og Kjarval lofsungu
Grátlegt að bændur sjái ekki um að hætta allri beit á hálendinu. Ef þeir eru að fara á svig við reglugerðir um vottun er málið enn alvarlegra. Bændur hafa haft samúð hjá bæjarbúum vegna samdráttar í neyslu lambakjöts, en hætt er við að þeir glati henni ef fram heldur sem horfir.
Jóhann vinnur lofsvert starf í sjálfboðavinnu. Öll öræfi við Þóris- og Langjökull eru áhugaverð útivistarfólki. Skjaldbreið leynir á sér með mosavöxnum gróðri og stórum hraunhellum langleiðina upp að gíg. Útsýni af toppnum er stórkostlegt, fjallganga í nágreni Þingvalla sem alltof fáir stunda.
Landslagið norðan vegar hefur verið eins og grásvartur sandur og eyðilegt. Menn voru hættir að trúa því að þarna gætu átt sér stað breytingar. Gróðursæll girtur reitur við Bláfell sem liggur mun hærra afsannar þessar ranghugmyndir. Þjóðarskáldið Jónas og málarinn Kjarval eiga heiðurinn af því að hafa vakið heilar kynslóðir til vitundar um töfra hálendisins.
![]() |
Grátlegar skemmdir á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2019 | 21:23
Engin lognmolla í stjórnmálum á meginlandinu
Kjörnir fulltrúar í ESB vilja velja leiðtoga sína sjálfir. Hafna leiðtogaveldi þar sem forystumenn velja eftirmenn sína. Gaman verður að sjá hvort ESB búi yfir nægilegum þroska til að láta lýðræðiskjörna ráða för. Hér þekkjum við hvernig hæstaréttardómarar eru ráðnir með blöndu af ráðherraveldi og af dómurum.
Skemmtilegt er að fylgjast með hnútukasti í breskum stjórnmálum, þar sem virðulegur sendiherra slær Trump út af laginu. Drottningin eins og áður sómi Bretlands en "lávarðadrengir" berjast eins og í góðu ensku leikriti. Beint lýðræðið er ekki að endurspeglast þar heldur. Jeremy Corbyn sem ætti að vinna á í núverandi öngþveiti tvístígandi og heldur leiðum opnum. Ekkert afgerandi og kjósendur ráðviltir?
Atkvæðagreiðsla um formannskjörið í íhaldsflokknum er blönduð leið, val leiðtoga og flokksmanna. Á meginlandinu hafa menn ekki trú á að Bretland spjari sig út í hinum stóra heimi eða yfirgefi stærsta viðskiptabandalagið í keyrslu fjarlæð. Brexit með betri samningum er ekki í boði og er þá nýr forsætisráðherra líklegur til að gera betur en samningakonan Theresa May?
![]() |
Vill nýtt þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2019 | 16:44
Engin smá sveifla á Stefáni. UMFÍ heldur uppi merki íþrótta fyrir alla.
Stefán hefur kennt leikfimi og hreyfingu. Hannes leikfimikennari minn í Melaskóla náði háum aldri eins og fleiri slíkir. Staðfestir að hæfileg hreyfing stuðlar að langlífi. Mörg íþróttafélögin keppa mest að því að búa til stjörnur en ekki að að því að fá sem flesta til að stunda almenningsíþróttir.
Flest eru íþróttafélögin studd af bæjarfélögum og ættu því að hafa í forgangi hreyfingu fyrir unga nemendur. Íþróttahús mörg hver standa auð lungann úr sólarhringnum og þjóna engum.
Hvatningarorð Stefáns ættu að ná til aldraða sem eru líkamlega sterkir þegar þeir hætta að vinna, en missa krafta vegna æfingaleysis. Þá eru aðrir sem hafa stundað erfiðisvinnu oft búnir rúmlega fimmtugir. Þeir þurfa annan stuðning og eiga að fara fyrr á eftirlaun.
![]() |
Leti er það hættulegasta sem til er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.7.2019 kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2019 | 15:07
Lögreglan í ástandsmálum og innbyrðis vandamál?
Í Útvarpinu í dag var þáttur um lögreglukonu sem njósnaði um ungar stúlkur á stríðsárunum. Höfðu þær til saka unnið að eiga stefnumót við hermenn. Landlæknir hafði áhyggjur af þessu hátterni, voru stúlkurnar eftir einangrun og yfirheyrslur sendar í sveit.
Njósnað var um mörg hundruð stúlkur og upplýsingum safnað eins í Rússlandi eftirstríðsáranna hjá KGB. Ekki vantar nú greinar um þörf fyrir stórkostlegt eftirlit með alþjóðaglæpahópum og eiturlyfjum.
Vandséð er að sjá hvað snýr upp eða niður annað en að fíklum fækkar ekki. Glíman við fíkniefni endar seint og illa. Aldrei gert of lítið úr því vandamáli. Margir eiga þakkir lögreglu fyrir að snúa fíklum inn á réttar brautir, en engum gerður greiði með oftúlkun.
Tiltölulega stutt er síðan lögreglan handtók pólska matvörukaupmenn í Kópavogi. Þeir voru ásamt íslenskum manni ákærðir fyrir stórfelld brot, en lítið virðist hafa sannast á þá samkvæmt viðtölum í dagblöðum. Enn ein mistökin, Endurteknar misgjörðir lögreglu rýra álit hennar og draga úr trúverðugleika.
![]() |
Sjö handteknir í aðgerðum lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2019 | 20:16
D dagur og frjáls Evrópa, dagur sem ekki má gleymast
Flestir fjölmiðlar sem eiga land að Ermasundi og Norðursjó notuðu sína fréttatíma til að minnast þeirra sem frelsuðu Evrópu úr klóm Hitlers og herja hans. "Takk" til þeirra sem sem létu lífið er stórt orð þegar minning þeirra er haldin á lofti.
Ameríkanar skilja það og forsetinn heiðrar minningu þeirra 8000 hermanna sem létu lífið í Normandí. Hér hefði verið hægt að minnast á þá mörgu sjómenn sem létu lifið við Ísland eða þeirra sem færðu fórnir við að sigra einræðisöflin. Það gera Bretar þótt þeir hyggi að úrsögn úr bandalaginu.
Nýjar kynslóðir eru uppteknar af auðlegð framtíðar, en huga lítt að því sem hefur fært þeim frelsið. Barist fyrir frjálsri Evrópu. Í sjónvarpinu var aðalfréttin samdrátturinn, kjarabarátta opinbera starfsmanna og sigur jafnaðarmanna í Danmörku.
![]() |
Dagurinn sem réði örlögum Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2019 | 22:12
Meiri samdráttur en Seðlabanki spáir. Flug Max 737 ekki í sjónmáli
Mikið vantaði upp á að rekstur WOW bæri sig. Miklar kostnaðarhækkanir, há laun, háir vextir og sterk króna á eftir að segja til sín á næsta ári. Miklar kröfur um minni útblástur á eftir að stuðla að minnkun flugferða á lengri leiðum.
Íslendingar eru hrifnir af glansfyrirtækjum og stjórnmálamenn hafa aukið spennu á atvinnumarkaði með því að bjóða skattaívilnanir til erlenda fyrirtækja sem bera enga skatta. Lítill virðing er borin fyrir innlendum fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í gegnum áratugi. Tiltölulega fá lifa af fyrstu fimmtán árin.
Í ábendingum Túrista er ekkert minnst á ungverska WiZZ flugfélagið sem lifir góðu lífi og flytur marga farþega til landsins. Félagið er með geysistórt net flugferða og opnar gáttir til Austur-Evrópu. Kínverjar gætu verið framtíma markhópur en þeir mæta ekki nægilegum skilningi og þjónustu. Til að standa undir myndarlegu átaki þarf enn fleiri gesti.
Almennt vantar jákvæðara viðhorf til ferðaþjónustunnar og uppbyggingarinnar sem hefur átt sér stað. Of hraður vöxtur segir nú til sín og hrópað er á aðgerðir. Enn aukið eftirlit og opinber rekstur. Er ekki komið nóg af eftirlitsmönnum?
![]() |
Vonir sem virðast bresta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson