Færsluflokkur: Bloggar
2.6.2019 | 21:56
Meiri samdráttur en Seðlabanki gerir ráð fyrir
Mikið vantaði upp á að rekstur WOW bæri sig. Miklar kostnaðarhækkanir, há laun, háir vextir og sterk króna á eftir að segja til sín á næsta ári. Miklar kröfur um minni útblástur á eftir að stuðla að minnkun flugferða á lengri leiðum.
Íslendingar eru hrifnir af glansfyrirtækjum og stjórnmálamenn hafa aukið spennu á atvinnumarkaði með því að bjóða skattaívilnanir til erlenda fyrirtækja sem bera enga skatta. Lítill virðing er borin fyrir innlendum fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í gegnum áratugi. Tiltölulega fá lifa af fyrstu fimmtán árin.
Í ábendingum Túrista er ekkert minnst á ungverska WiZZ flugfélagið sem lifir góðu lífi og flytur marga farþega til landsins. Félagið er með geysistórt net flugferða og opnar gáttir til Austur-Evrópu. Kínverjar gætu verið framtíma markhópur en þeir mæta ekki nægilegum skilningi og þjónustu. Til að standa undir myndarlegu átaki þarf enn fleiri gesti.
![]() |
Blikur á lofti í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2019 | 23:15
Íhaldsmenn tapa á óeiningu. Harðlínumenn í framboði.
Innanflokksátök, klökkur forsætisráðherra og árangurlausar tilraunir til að fá mjúka lendingu draga úr líkum á samningslausnum. Skotland og Írland verður að sætta sig við málalok harðlínumanna? Næstu kosningar munu þá skera út um vilja almennings, ef að líkum lætur.
Í annan stað má sjá Boris Johnson á hraðferð, hlaupum eða fara á undan fréttamönnum á hjóli. Nútíma Sheakspeare stíll? Menntaður í Brussel, en er hann nógu forsjáll og þolinmóður til að kljást við hinar stóru pólitísku ákvarðanir.
![]() |
Svona er að upplifa tortímingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2019 | 21:54
Miðstýring? Hægfara framsóknarráðherrar
Ráðherrann vill augljóslega ekki minnka áhrif RÚV. Stefna RÚV hefur verið að ná til sín sem mest af auglýsingatekjum. Markvist hefur verið unnið í vinsældakeppni og í skoðanamyndandi könnunum. Yfirburðir á markaði hefur gert þeim auðvelta að ná í íþróttaviðburði og barnaefni sem þeir varpa út á besta útsendingartímanum.
Stórt er BBC og fyrirferðamikið á áhorfendamarkaði, en RÚV fær tiltölulega meira fé skattborgara til afnota undir pólitískri yfirstjórn. Hið breska fjölmiðlaveldi kemur ekki að auglýsingamarkaði en dreifir efni út um allan heim. Bresku blöðin fá veglegan sess í kvöldspjalli. Hér er RÚV skoðanamyndandi í fréttum og tengdu efni. Jafnaðarmanna varp þótt margt sé vel gert eins og alltaf.
Ef Facebook og Google hafa forréttindi á auglýsingamarkaði er ráðherrans að gæta að jafnræði sér þar á milli. Stórfyrirtækin virðast ekki greiða virðisauka eða skatta af innlendum sölutekjum. Lilja Dögg hefur verið gerð afturreka með frumvörp og ekki sést fyrir endann á þessari göngu ráðherrans.
Samráðherra hennar er einnig seinfær, ræður illa för í samgöngubótum. Framkvæmdir víða um land sem áttu að fara í gang fyrir misserum láta bíða á sér. Fimm ára áætlun hjálpar ekki þegar of lítið fé fer í arðbærustu framkvæmdir, t.d. á stofnvegi.
![]() |
Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2019 | 23:09
Áframhaldandi niðurlæging og nú með aðkomu ríkisstjórnar.
Stærsti ávinningurinn af veglegum bótum væri sá er felst í skilaboðum til þeirra sem kunna að misnota opinbert stjórnvald. Tjón og þjáningar hinna sakfelldu verður seint bætt. Milljónabætur til þeirra og barna undirstrika að í upphafi voru verklagsreglur þverbrotnar. Löglærðir menn innan lögreglu og dómstóla sem stjórnuðu rannsókninni fóru sínar eigin leiðir. Uppdiktuðu sakarefni og juku þjáningar ungra sakborninga.
Dapurlegt er að sjá hvernig Erlu Bolladóttur er haldið utangarðs við hugsanlegar skaðbætur. Enn er verið að auka þjáningar hennar og nú í boði ríkisstjórnar. Ráðandi stjórnmálamanna sem halda að þeirra sé að ákveða bætur þegar stjórnvald brýtur af sér. Afbrotafræðingar og almenningur vita að um 10% rangra dóma eru fengnir með röngum sakagiftum eða vegna þvingaðra játninga. Til að lækka það hlutfall er von um að í stærsta sakamáli Íslandssögunar verði viðurkennt að réttarfarsleg mistök voru gerð.
Hús íslenskra tungu er ágætt þar sem það er statt, þangað til traustari grunnur er fenginn og peningar til í ríkissjóði. Á meðan ólokið er bótagreiðslum í íslenskum réttarfarsmálum sem stofnað var til fyrir nær hálfri öld verður lítill sátt.
![]() |
Íhugar dómstólaleiðina vegna bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2019 | 21:03
Kratar ráða för í Seðlabanka. Dæmigerð aðför að frjálsu framtaki
Vinstrimenn segja sér til afsökunar að Hrunið hafi valdið auknu eftirlitshörku. Í kastljósi Kveiks í kvöld taldi vinstri sinnaður stjórnandi að allur kvótavandi myndi leysast við fjölgun eftirlitsmanna um borð í hundruðum skipa. Reynt var fá talsmann útgerða til að viðurkenna að það þyrfti aukið eftirlit og myndavélar. Þá upplýstist að brottkast á þorski væri um 1% og hvergi lægra. Stjórnandinn taldi að Fiskistofa ætti að beina kröftum sínum að stóru útgerðafyrirtækjum en ekki grásleppukörlum.
Ríkistarfsmenn þreytast aldrei á að sannfæra almenning um ágæti eftirlits. Um miðjan dag var þáttur um íslensku lopapeysuna í útvarpinu. Þar var boðað að eftirlitslögregla myndi brátt ganga niður Laugaveginn og heimsækja túristabúðir þar sem sölumenn yrðu að sanna uppruna ullar í lopapeysum. Þáttastjórnandi fór mikinn en hvergi var greint frá því hvað allt umstangið kostaði eða hver tilgangurinn væri annað en að auka veldi stóra bróður.
Kastljósmenn fengu á sínum tíma boð um fyrirhugaða tilhæfulausa rannsókn á skrifstofum Samherja, enda þótt yfirmenn í Seðlabanka sjái engin skjöl þar um. Yfirmaður Gjaldeyrismála í bankanum var þekktur vinstrimaður og stjórnaði aðförinni. Hann hefur nú verið verðlaunaður með stöðu hjá alþjóðakrata bankanum. Vinstrimenn í Austur-Evrópu byggðu upp Stasi stofnanir á yfirráðasvæðum sínum eftir stríð og þar nam Seðlabankastjórinn fræðin.
Í dag reyna Austur-Evrópuþjóðir að vara ungu kynslóðina við aðferðafræði Stasi. Hér eru alltof fáir sem hafa þrek til að berjast á móti alræði eftirlitsmanna ríkisins. Mál er komið til að einhverjir segi stopp og ekki lengra.
BBC fór með rangar ásakanir á hendur Cliff Richard söngvara í upptöku af lögreglurannsókn. Stofnunin þurfti að greiða tugi milljóna í skaðabætur og lögreglan helmingi hærri. Hér reyna ríkisstarfsmenn að tefja bætur eða þær eru dæmdar það smáar að ekki næst upp í málskostnað sannist að stofnunin hafi farið offari.
![]() |
Kæra stjórnendur Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.5.2019 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2019 | 10:06
Prófsteinn á nýjan vegamálastjóra og ráðherra?
Breikkun Reykjanesbrautar á ekki að vera stórmál og frestast aftur og aftur. Ný stjórnarráðsbygging virðist hafa forgang og á að vera tilbúin á tveimur árum, en vegamálaráðherra virðist vera hafður í úthúsunum.
Fáir mikilvægir vegakaflar með þunga umferð hafa verið eins lengi í salti og kaflinn ofan við Hafnarfjörð. Allan myndarskap vantar við tvöföldun brautarinnar sé tekið tillit til umferðaþunga. Verið er að hlaða hljóðvarnir og tyrfa aftur og aftur á sama kafla.
Verktarnir eru hvorki sterkari en veikasti hlekkurinn, fjármála- og stjórnvaldið. Morgunblaðið og íbúar í nánd hafa vakið hvað eftir annað athygli á þessu en að því virðist með litlum árangri. Samgöngumálaráðherra sagði eitt sinn að allir væru með kröfur um tvöföldun. Það er líka búið að forgangsraða en framkvæmdum er frestað?
![]() |
Breikkun bíður enn um sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2019 | 18:43
Vísindi eða getgátur? Nagladekkin góðærisbóla
Margar kenningar í gangi um svifryk og um fok af landi. Á stundum er það mengað loft frá Bretlandseyjum. Ólíklegasta kenningin er svifryk frá bílaumferð eða nagladekkjum. Engin mælir nagladekkjunum bót á fjórhjóladrifnum bílum í borgarumferð.
Þeir eru margir sem aldrei setja undir bíla sína nagladekk og komast nánast flesta fjallvegi. Flestir tvítugir kannast við mold og sandrok ofan af hálendi og af söndum. Uppgræðsla hefur að sönnu miklu breytt.
Svifryk í logni er viðbót við misvísandi kenningar um hækkun sjávaryfirborðs og hnattlæga hlýnun. Skólakrökkum blöskrar kæruleysi foreldra í meðferð eldsneytis og vita að stefnir í vá. Gott að taka undir með Einari Sveinbjörnssyni og líta á raunverulegar ástæður mengunar.
![]() |
Kemur svifrykið af Landeyjasandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2019 | 11:45
Móðurhlutverkinu lokið. Kjósa að nýju?
Bretar hafa vanist að leita undir pilsfald mömmu. Elísabet drottning hefur staðið sig fráærlega vel í nær 70 ár og haldið Bretaveld saman. Margrét Thatcher hreinsaði til svo um munaði þegar allt var komið í ógöngur.
Þegar Theresa May er á lokametrunum segjast pilsfaldadrengirnir geta tekið við. "Nú er okkar tími kominn." Lýðræðið í Bretlandi á sín takmörk. Fyrr eða síðar verður að láta almenning kjósa að nýju því mjótt var á mununum.
Íhaldsflokkurinn tapar mest á glundroðanum þegar Theresa hefur þjónað duttlungum þeirra og fer frá.
![]() |
Telja Theresu May vera vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2019 | 20:23
Langur aðdragandi og mikill eftirmál?
Nú er ekki skortur á eftirárskýringum á falli WOW. Á meðan hreyflarnir snérust og menn komust fyrir 230 dollara yfir Atlandshafið og til Kanaríeyja biðu flestir spenntir og fámálir eftir endalokunum. Bestu skýringarnar komu frá viðskiptabanka WOW og skal engan undra, en hversvegna nú en ekki fyrr? Hvað um 10% vexti af skuldabréfunum í útboði?
Helstu ástæður gjaldþrotsins: Há laun, háir vextir, lítið aðhald og ekki lagt í varasjóð þegar best gekk, hækkun eldsneytisverðs meðan eldri flugfélög höfðu keypt tryggingu fyrir sveiflum á olíuverði. Leigan á A330 breiðþotum jók enn á tapið. Fáir nefna háa leigu á flugvélunum sem er líklega einn megin áhrifavaldurinn.
Athyglisvert að flug var snemma lagt niður til Ísraels, en þar fannst mönnum fátt spennandi við flug félagsins. Í þess stað var horft til Indlands. Áður hafa mörg íslensk flugfélög lagt upp laupana en þá hefur verið minna um skýringar. Kannski er það vottur um meiri fjármálaþroska að nú er leitað eftir dýpri skilgreiningu.
![]() |
Tónninn er eðlilega þungur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2019 | 07:57
Börnin læra ensku frá 2 ára aldri með netleikfanginu?
Verða tvítyngd, altalandi á nettungumálið og íslenskan gefur eftir. Þarf þó ekki að hverfa. Því fylgja ýmsir vaxtaverkir. Sama er með nethönnuði, forritara, þeir fara inn í ókannaða heima og ná að leiða notendur nets og síma enn lengra inn í huliðsheima. Engin furða að margir ungir námsmenn velji að læra á tölvuheima.
Þessi frétt er með þeim athyglisverðari. Segir frá forritun sem hefur tekið völdin án þess að við yrðum þess mikið vör. Tíminn hleypur frá okkur og við stöndum uppi með óværu eða við erum leidd í bandi eins og hver annar hvolpur.
Vefkökur eru nýyrði "til að tryggja bestu upplifun" á notkun vefsins segir við aðgang að einu "frí" netblaðinu. Þú verður að samþykkja skilmálana, haldir þú áfram. Þegar skilmálarnir eru kannaðir, hverfa þeir jafnóðum. Börn hafa ekki vit á að hafna, en fullornir setja upp spurningamerki. Hvert við erum að fara er ekki alveg ljóst. "Hönnuðir og forritarar ráða?" Google hefur fengið á sig breytta ímynd. Notendur eru ekki leikföng?
![]() |
Hönnuð til að tæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson