Færsluflokkur: Bloggar

Vilji til umbóta en hægt gengur.

Umboðsmaður segir að æðsti handhafi ákæruvalds hafi verið með blikkandi rauð ljós á réttmæti aðgerða Seðlabanka árið 2014. Á mynd Mbl. sem fylgir fréttinni má sjá þingmenn Sjálfstæðis og Miðflokks, en lítið ber á öðrum þingmönnum. Oftast eru það skilvirkustu þingmennirnir sem hér vinna hin mikilvægustu mál. Á annan tug nefndarmanna skeggræða um þessi mikilvægust réttindi borgaranna.

Í öðrum þjóðlöndum væri útvarpað og sjónvarpað beint frá slíkum fundum. Ræður Ríkismiðillinn hér för? Stór hópur manna vill ekki raska ró embættismanna þótt lýðræðið byggist á skilvirkni. Nú eru liðin ár og tíð síðan tveir ríkissaksóknarar létu af störfum vegna aðildar sinnar að upphafsrannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálsins. Gagnrýni á störf þeirra stóð árum saman.

Árið 2016 kom út athyglisverð bók um Gjaldeyriseftireftirlitið, Vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason. Þar eru fleiri mál reifuð og rannsóknarvald Seðlabanka gagnrýnt. Ríkissaksóknari gefur lögmönnum Seðlabanka aðvörun 2014. Sjaldgæft er að embættismenn þurfi að láta af störfum vegna umdeildra starfa sem fara gegn fyrirtækum og borgurunum. Kerfið ver sína?  

 

 


mbl.is Kallar eftir afsögn seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina stjórnarandstaðan. Landsvirkjun í tómarúmi

Sigmundur Davíð með sinn þingflokk heldur uppi gagnrýni á kerfið. Gagnrýnir embættismannastjórnun í stað pólitískra meðvitmundar og umræðu á Alþingi. Kerfisflokkarnir láta embættismennina um stjórnun landsmála segir Sigmundur. Aðeins örfáir þingmenn hafa þekkingu og þor til að andmæla tilskipunar og reglugerðavaldinu sem á upptök sín hjá ríkisstjórninni eða ESB.

Sigmundur er með góða kostnaðarmeðvitund og sér oft tækifæri þar sem aðrir blunda í vellystingum. Landsvirkjun er allt í einu orðin uppáhalds fyrirtæki þeirra sem ráða ríkiskassanum. Í stað þess að fjárfesta til framtíðar er Landvirkjunin að treysta á arðsemi af núverandi virkjunum miðað við að orkuverð hækki stöðugt í framtíðinni. Landsvirkjun ætti að vera að auðvelda landsmönnum öryggi í raforkudreifingu, tryggja orku og aðgengi til framtíðar. Hvort samkeppnin og skilvirknin aukist með kaupum á Landsneti er óvíst.

Landsvirkjun var með uppi áform um að setja upp vindmyllugarð við

hálendisbrúnina. Nýta möguleika sem óvíða eru eins miklir vegna lægðagangs sem kemur sunnan úr Atlandshafi. Íslendingar hafa ekki getu eða burði eins og Norðmenn til að kaupa hágæða álver í Straumsvík. Forðast alla áhættu og setja allskonar skilmála.

Sigmundur bendir á að að lífeyrissjóðirnir eru í sama farinu og Landsvirkjun. Treysta á að þeir fái áfram háa vexti hjá ríki í stað þess að taka þátt í framtíðaratvinnurekstri. Stóriðjan væri tilvalið tækifæri þar sem aðrir hafa ekki burði. Fjármálakerfið er enn á brauðfótum og ekki bólar á lækkun vaxta og verðbólgu.

 

 


mbl.is Sama upplifun og í Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völt og veik stjórnsýsla afrakstur Alþingis

Vinstri stjórn Jóhönnu lagði á yfir 100 skatta og setti mörg lög sem ekki stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Skattalögregluvald hvort sem það er hjá Seðlabanka eða í höndum óábyrgs skattarannsóknaryfirvalda var hert og aukið. Embættismönnum var svo ætlað að fylgja eftir hertum lögunum sem reynist nánast óframkvæmanlegt nema með skerðingu á réttindum borgara.

Alið var á hatri í garð sjálfstæðs atvinnureksturs sem nú er að koma skýrar í ljós í verkfallsátökum. Tugir skattrannsóknarmanna hafa verið á fullu í nær áratug til að koma sökinni á þá sem taka þátt í atvinnulífinu og bankasýslu. Fjármálaráðherra hefur aukið á fé til rannsókna en afraksturinn er lítill og ekki í samræmi við tilkostnað. Yfir hundrað málum hefur verið vísað frá af æðra dómsvaldi. 

Afurðin er afkvæmi Alþingismanna sem vita takmarkað um hvað á að hafa forgang og hvað er ekki hlutverk löggjafans í lýðræðisríki. Alþingismanna sem ekki hafa verið í nánu sambandi við það sem er að gerast í löggjöf á meginlandinu. Nú er að sjá hvaða flokkar munu rétta af skútuna í þessum efnum, afnema óþarfa lagabálka og bæta borgararéttindi. Aðhald kann að vanta frá kjósendum, en ekki er að sjá að mikið gerist á næstunni.


mbl.is Afskipti Seðlabankans „óforsvaranleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikaleg ummæli. Bera vott um fordóma og ábyrgðarleysi

Ríkisfjölmiðill með þannig viðhorf er ekki trúverðugur. Hroki í garð menningu Asíubúa. "Éta matarafgang" Ef ríkið brýtur á hlut einstaklinga verður niðurstaðan oft sú að lögmenn þess draga mál á langinn og valda þolendum miklum kostnaði og tjóni. Dómstólar eru oft meðvirkir í þessum leik

Á sama tíma og Shjanghæ málið var í algleymingi var fréttastofan með sérstakan Mansalssíma. Beintengdan við yfirmann fréttastofu RÚV. Sýnir best rangheima sem starfsmenn frétta voru flækir í.

Englendingar hafa tekið þá stefnu að greiða þolendum réttarfarsofsókna ríflegar bætur. Þannig fékk bítillinn Sir Richard hundruð miljóna frá BBC vegna ólögmætra ummæla. Enn í dag hafa fórnarlömb Sakadóms Reykjavíkur í Guðmundar og Geirfinnsmáli, nærri hálfri öld eftir aðfarirnar ekki fengið neinar bætur. Lágar bætur til fórnarlamba eiga þátt í að ekki er tekið á málum. Sérstaklega áberandi hjá ríkisstofnunum með lítið innra eftirlit. Hvorki yfirmenn eða almennir starfsmenn eru látnir bera ábyrgð skaði þeir þá sem verða fyrir tjóni og miska vegna óréttmæddra ásakanna. Innbyggt í rekstarumgerðina?

 

 

 

 


mbl.is Vilja sex milljónir í bætur frá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blind akstur. Eru bílstjórar jafn ábyrgir og skipstjórar?

Lítið öryggi þegar allt að tíu stórir bílar fara út af í blindhríð? Fyrir utan tjónið á bílunum vel sloppið. Lögreglan segir að bílstjórar séu eins og skipstjórar, ráði ferð. Mikið til í því. Ekki eru allir ökumenn vanir íslensku vetraveðri. Snöggri ísingu og óvæntum vindsviptingum við há fjöll.

Vanir skipstjórar stefna áhöfn og skipi ekki í hættu að óþörfu. Bíða ef þörf krefur eftir að veður lægi. Man eftir sem ungur maður á skipi suður af Íslandi að skipið var látið reka í sólarhringa, þegar öldurnar fóru yfir 7 - 8 metra. Systurskip höfðu brotnað í tvo hluta. Í önnur skipti var farið með útjaðri lægðar. Skipstjórnarmenn fengu líka óblanda virðingu áhafnar fyrir aðgæslu.

Nú eru veðurspár góðar en framundan eru stærstu lægðir ársins. 

 

 


mbl.is Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstandendur og skólar oft ráðþrota. Skjáfíkn óplægt land?

Upplýsingar Þorsteins um skjá og tölvufíkn eru ómetanlegar öllum þeim sem vilja kynna sér þessa dulheima. Leikjafíkn er afleiðing af háþróaðri tækni, vísindamanna og sálfræðinga. Sölumennsku sem tekur lítið tillit til hve margir einstaklingar ánetjast. Lifa oft í allt öðrum heimi.

Taka ekki út samskiptaþroska við dagleg mannleg samskipti, en eru oft vel upplýstir um það sem er að gerast í tækni og þjóðmálum. Oft greindir einstaklingar með mikla hæfileika sem týna þroskaárunum með óhóflegri skjánotkun. Tölvu og skjáfíknin er nær óplægt land þegar þarf að setja takmörk. Þorsteinn nefnir margar aðra fíknir sem öllum er það sameiginlegt að vera vanabindandi. 


mbl.is Slagsmál í BT opnuðu augun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið í hættu. Hver er staðan hér?

Miðlar eru sólahringinn út að senda út falsfréttir. Hér áður fyrr höfðum við bara RÚV og gagnrýndum oft. Í dag er hver eigandi síma og tölvu að senda út misjöfn skilaboð á stóra netið. Oft lygi og tilbúning sem þjónar misjöfnum tilgangi. Hér eru margir að verjast valdastofnunum ríkisins sem senda út misjafnlega áreiðanlegar staðhæfingar. Margt algjör þvæla til að skapa ógn og styrkja sína stöðu sinna stofnanna innan ríkisins. Það þarf ekki að fara til Rússlands.

Alþjóðlegar stofnanir sem eiga að gæta að rétti borgarana hafa gagnrýnt íslenska ríkið fyrir að reka stofnanir sem enga ábyrgð bera á valdsviði sínu. Samanber Stasi rannsóknir Seðlabanka, Sakadómur Reykjavíkur með Geirfinnsmálið og ótal fleiri stofnanir með mál sem hafa dagað uppi hjá dómsstólum og verið úthýst.

"Falsfréttir óvinir fólksins" segir Trump. Eitt athyglisverðasta í hans baráttu er bardaginn við þá sem segja eitt og gera annað. Valdastofnanir sem útbreiða svarta og hvíta lygi. Sjálfstæða fjölmiðla.

 


mbl.is Trump ánægður og fer mikinn á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar á krossgötum. Þola ekki tilskipanir ESB, Brotlending eftir 50 ár?

Bretar vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Vita það eitt að þeir geta ekki lengur tekið við straumi tilskipanna frá ESB. Bretar eru alltof sjálfstæðir til að þola boð og bönn frá krötum í Mið-Evrópu. Þjóðernisöfgar eiga auðvelt með að vaxa þar sem stöðnun og ráðleysir ríkir. Eins og skiltið sem fylgir fréttinni ber með sér eru ekki allir að skilja útgönguskilmála Theresu.

Tímabil Gulu verstanna er tími umhugsunar áður en allt fer á verri veg. Evrópa er á tímamótum. Hægt hefur á innri fólksfjölgun og efnahagsvöxtur lítill. Menn trúa ekki lengur á veldisvöxtinn. Forsætisráðherra Katrín er engin undantekning.

Plastið og úrgangurinn frá framleiðslunni er farinn að yfirgnæfa efnahagskerfin. Náttúrulegar auðlindir eins og sólar og vindorka eru að taka við af eiturspúandi verksmiðjum. Rafmagn og gufa eru tímabundin forréttindi. Undirliggjandi óvissa í Bretlandi er tímanna tákn.

 


mbl.is Komið að úrslitastundu hjá May?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum Pólverjum samstöðu

Mikill harmleikur hefur átt sér stað í Póllandi. Frjálslyndur borgarstjóri sem hefur sýnt mikið frumkvæði á umbrotatímum. Pólland hefur misst mikinn leiðtoga frelsis hugsjóna. Gdansk var valin ein af athyglisverðustu ferðamannastöðum í Evrópu 2017. Mikill uppbygging hefur átt sér stað eftir að kommúnistar létu af völdum. Í Gdynja, Sopot og Gdansk hófst frelsisbarátta verkamanna sem að lokum náði til allra Austur-Evrópu. 

Eitt af því sem Pólland þarf ekki á að halda eru þjóðernisöfgar  Hópar, fylgjendur fyrrum kommúnista eiga til að birtast þegar minnst varir. Lýðræðið er brothætt og þjáningar sem hafa fylgt eftirstríðsárunum leynast undir yfirborðinu. Í Hansaborginni Gdansk sést að þar hefur verið blómatími viðskipta á fyrri öldum. Einnig fyrir fyrra stríð. 

Íslendingar seldu þangað síld eftir stríð og fengu í staðinn steypustyrktarstál sem Einar í Sindra seldi. Þá voru og fleiri viðskipti gerð og PrinsPólókex varð ómissandi. 

 


mbl.is „Það er mikil sorg í Póllandi í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls staðar lausir endar. Norræna mótelið?

Stjórnvöld og sérstaklega alþingismenn hafa ekki verið á kjaravaktinni. Án heildstæðar löggjafar um markmið og stefnu er vandlifað. Íslenska verðbólguþjóðfélagið er sambland af stjórnleysi og þeirri hugsun að allt bjargist fyrir horn.

Norræna mótelið hefur hvorki geðjast verkalýðsfélögum eða embættismönnum en gengur upp. Launastefna og samningar til 4 ára, sama hjá öllum á vinnumarkaði. Lágir vextir fyrir launafólk í húsnæðiskaupum er í sérlöggjöf á Norðurlöndum. Ef það næst ekki með tveimur ríkisbönkum er eitthvað mikið galið. Samfélagsbanki sem keppir að hagræðingu og lágum vöxtum ætti að vera í pakkanum. Mikil ábyrgð hjá samningamönnum eins viðskiptaráð bendir á.

 

   


mbl.is Dauðafæri fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband