Færsluflokkur: Bloggar
13.1.2019 | 07:48
Tímamótagrein um fíknivanda og geðrof? Fjarvera og fordæmi foreldra.
Allt sem segja þarf eru meiri samskipti foreldra og barna, unglinga? Það hljómar vel: vinnið minna og deilið með okkur samverustundum. Alls konar fíknir eða vanabindandi hegðun skýtur sér niður þar sem er tómarúm. Sama hvort það er efnið alkahól, sykur, matarfíkn, tölvuleikjafíkn, spilafíkn og skjáfíkn. Þær finna sér farveg eins og vatnið þar sem fyrirstaðan er minnst. Flæða um yfirborð og leita dýpra.
Ef fyrirmyndin er fyrir hendi og í henni finnst eitthvað spennandi leitar hugur barnsins og unglingana þangað. Ef það er samskiptavandi virkar bjór eða vín eins og olía, "smyr vélina" þangað til áhrifin verða lamandi. Nefnt geðröskun og geðrof í nútímanum. Síðustu setningarnar í greininni er athyglisverðar. Umhugsunarvert er fordæmið?
Táknrænt er að þegar læknavísindin eða nútímamaðurinn vinnur á vanda, sjúkdómum eða ofnotkun birtast aðrar hættur. Þróun eða verkefni sem ekki verður umflúin.
![]() |
Foreldrar senda röng skilaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2019 | 11:53
Langur kveikur hjá RÚV. Ríkisútvarp út fyrir endimörk?
Eins og oft áður eru fréttamenn RÚV að fiska í grugguðu vatni. Skemmst er að minnast aðför fréttastofu að veitingastofu á Akureyri. Engar afsakanir eru til í orðabók RÚV og bætur duga ekki til að bæta róg. Þegar í ofanálagt er einn aðili sem rannsakar og dæmir eru öll sanngirni fyrir bí.
Enginn mælir brottkasti bót. Að sýna enn og aftur gamlar myndir sem gögn er fyrir neðan allar hellur. Sama og þegar vikist er að minningu látinna einstaklinga með ásökunum. Ríkið er með margar eftirlitsstofnanir á sínum vegum. Að ætla einokunarútvarpi að stunda rannsóknir á fyrirtækjum og borgurum er út úr kú. Hvernig er hægt að ætlaðast til að 10 ára gamlar myndir af sjó eða úr hænsnabúi séu notaðar til að koma sök á skipstjóra.
![]() |
Svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2019 | 10:46
Óöryggi Trumps með fulltrúadeild Bandaríkjaþings og flugmúrinn?
Konunnar hundrað sem sitja í fulltrúadeildinni og meirihluti demókrata er að valda áhyggjum hjá Trump. Aðeins 13 þingkonur eru repúblikanar, tvær af indíánaættum og nokkrar íslamstrúar. Flestir ólöglegra innflytjenda koma með flugi til Bandaríkjanna. Hvernig verður himinhár steinsteypumúr? Eitthvað vantar í aðgerðaáætlanir Trumps.
Þegar heimsverslunin minnkar með höftum eru menn að fara inn í eigin svarthol. Geimfarinn veit varla hvað verður næst, þyngdarsviðið breytist ört. Eins og Stephen Hawking sagði: Togið í fætur geimfarans verður sterkara en togið í höfuð hans. ... slítur hann að lokum í sundur." Hjá Trump snýst allt um að ná næstu kosningum, ná hylli kjósenda sem eru með skammtíma markmið og minni. Forysturíkið í Ameríku mun þá dragast inn í skel sína. Fiska aðeins á heimamiðum?
![]() |
Kann að lýsa yfir neyðarástandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2018 | 22:22
Fjármálakapall framtíðar. Óútfylltur víxill
Ný skuldasöfnun landsmanna? Sanna að of bratt hefur verið farið í að greiða niður erlendar skuldir. Bjarni Benediktsson hefur fengið flest prikin fyrir að greiða niður erlendar skuldir. Fyrir að afnema tolla og gjöld en fær bágt fyrir að auka ríkisútgjöld eins og skoðanakannanir sýna.
Nú ætlar ráðherra Framsóknar að leiða samtalið um ný vegagjöld. Láta útlendingana borga, eins og það hafi ekki verið gert með bifreiða og bensíngjöldum. Það afsakar ekki að fresta vegabótum við Hafnarfjörð og Hveragerði um 2-4 ár, þar sem slysahættan er mest. Óafsakanlegt er að ekki hefur verið gerður tvíbreiður vegur ofan við Hafnarfjörð. Í nokkur ár hefur aðeins vantað áherslumuninn, malbika á því næst tilbúnum vegstæði til Straumsvíkur. Kostnaður sem er lítill hluti af ágóða ríkisbankanna, gæti numið fimm miljörðum.
Vegagjöld kunna að verða nauðsynleg til að leysa vanda sem fyrri tíða stjórnmálamenn gátu fjármagnað úr ríkissjóði. Innheimtan verður færð yfir á þá sem nota vegina og þar verður til mikill millifærsluvinna sem leggst á bifreiðaeigendur sem verða gerðir ábyrgir. Aukinn kostnaður á atvinnurekstur og þá sem búa út á landi. Embættiselítan verður stikkfrí eins og áður og stjórnmálamenn munu reyna að hafa marga enda ónýta ef að líkum lætur. Vegamálaráðherra hefur gefið í skin að með vegagjöldum verði auðveldara að mæta breytingum sem fylgir aukningu rafbíla og með minni eldneytisgjöldum.
![]() |
Lán Vegagerðarinnar greidd með vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2018 | 23:48
Brýnin Theresa May og Merkel ráða enn för.
Pattstaðan sem Brexit er komið í lýsir Bretlandi betur en flest annað. Stjórnmál í Bretlandi munu áfram markast af sjálfstæði eybúans. Endurteknum uppákomum í stjórnmálum. Bretar vilja njóta bestu kjara hjá EBS en ekki frjálsa för vinnuafls.
Theresa May er táknmynd þrautseigju, þeirra sem gefast ekki upp. Í hennar stjórnartíð gengur efnahagurinn býsna vel og kjósendur almennt ánægðir. Vill öllum vel en fær ekki ráðið við minnihlutann í eigin flokki. Með áfram litlum meirihluta fyrir Brexit er ólíklegt að af samningum verði. Nýjar kosningar um útgönguna eru óumflýjanlegar eða breytt aðild að ESB.
Hægri armur íhaldsflokksins verður ef til vill að sætta sig við að verkamannaflokkurinn nái völdum? May hefur ítrekað bent á það. Minnihluti íhaldsflokksins er andlitslaus, virðist treysta á að forsætisráðherrann hafi úthald og ráð? Þróunin í Bretlandi er spennandi, en ekki er víst að hún verði afgerandi fyrir Evrópu.
![]() |
Ég hef hlustað á það sem þau sögðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2018 | 21:39
Konurnar leiða umræðuna þegar friðurinn er úti. Íslensk leikgátt
Hvort sem er á heimili eða í samfélagi þá eru konur fyrstar til setja takmörk. Karlar yfirgefnir eða úthýst, allt gert til að fá fram yfirbót og breytingar til að bjarga hlutum fyrir horn.
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra er ákveðin í að fá fram betri vinnufrið til góðra málefnavinnu, eins og hún orðar það. Tekur af skarið og sýnir forystuhæfileika. Hún virðist ætla að fylla tómarúmið í miðflokkapólitíkinni sem komið er upp.
Brestirnir í Framsóknarflokknum við klofninginn hafa verið að koma fram á nokkrum misserum. Lilja hefur ekki viljað yfirgefa kjarnafólkið og fara yfir til Miðflokksins í staupapólitík? Barrausið eða vímugráturinn endurspeglar vonbrigðin og einangrunina.
Lilja hrósar þeim Sigmundi fyrir málefnalegan árangur í fyrri ríkisstjórn, en sér að nú er nóg komið af rugli. Merkilegt er hvernig fréttamönnum RÚV endist "klausturveislan". Tækla hvern einstakan bargrát og ná athyglinni dögum saman. Leiða umræðuna í stíl við leikþætti Rómverja?
![]() |
Þeir eru ofbeldismenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2018 | 20:52
Frá Austurvelli á Klausturvöll. Enn ein sviðsgátt fréttamanna.
Aðeins Stormsker myndi getað tæklað atburðarásina viku eftir ferð í Klausturbarinn, án þess að móðga neinn. Fyrrverandi utanríkisráðherra játar á sig allt í hljóðupptöku, enda muni hann ekki neitt. Fréttastofa RÚV verður eins og áður erfið Miðflokknum. Hún er eins og skriðjökull þegar hún fer af stað.
Hvað voru þingmenn Flokks fólksins að gera með Miðflokksþingmönnum á bar í Klaustri? Var verið að gylla eða þreifa eitthvað um sameiningu flokkana, eitthvað sem kallar á brottrekstur? Þegar engin heyrir greinilega fyrir barskvaldri hvað fer fram á snældu?
Ekki vantar heitin og stóru orðin nú sem fyrr. Allir eiga rétt á að bera fram afsökun, en ólyndis fíknin heldur áfram að kvelja sína. Ekki er lengur hægt að kenna brennivíninu um eftir að hjálparsamtök komu upp afeitrunarstöðum. Sérhver einstaklingur ræður eigin för. Klausturnafnið er eitt og sér réttnefni fari menn í endurhæfingu- og bót.
![]() |
Líklega á mörkum brota á siðareglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2018 | 14:30
Íbúðakaup í verðbólgu?
Flestir sjá að íbúðarkaup geta verið varasöm í verðbólgu. Stjórnvöld eða löggjafinn ættu að sjá um að bönkum verði gert kleift að veita viðráðanleg lán og létta af bönkum sköttum og álögum.
Unga fólkið sem er að kaupa sína fyrstu íbúð greiðir há gjöld af kaupsamningi í banka. Fimm prósent vexti og verðtryggingu. Getur farið fljótt í 10% með verðtryggingu, þegar á Norðurlöndum eru greiddir um 2-3% vextir. Sumir eiga fyrir 1/4 til útborgunar en alls er óvíst að það dugi lengi, þegar meir en helmingur launa fer í húsnæðið.
Hvers vegna eru við eftirbátar Færeyinga í efnahagsstjórnun? Held að flestir viti svörin. Menn láta í ljós álit sitt í leynilegum könnunum og kosningum. Besta kjarabótin fyrir unga fólkið væri að lækka vexti af fyrstu íbúðarkaupum eins og gert er á hinum Norðurlöndunum. Greiða húsaleigubætur til þeirra lægst launuðu. Tengja krónuna við sterka mynt og fara að stjórna af sameiginlegri ábyrgð.
![]() |
Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2018 | 11:35
Enn ein athyglisverð frétt um stjórnsýslu
Í átta ár voru mál að þrælast í stjórnsýslunni. Nýr dómstóll og barátta Jóns Ásgeirs er að að skila sér í betri stjórnsýslu? Í takt við þróun laga og réttar í Evrópu.
Úrskurður Landsréttar birtist í sömu vikunni og hlutauppgjör fór fram í Hæstarétti á málum sem upphófust í mesta svartnætti réttarfarsögu Íslands. Efnahagshrunið 2008 var mikið áfall og margir hafa fengið þunga dóma. Hlutfallslega þyngri og fleiri dómar en í öðrum vestrænum ríkjum.
Spurningin er hvort embættismenn hér séu leiðitamari stjórnsýslunni en í öðrum löndum. Þvæli mál fram og aftur í mörg ár án þess að bera ábyrgð eða gæta hófs? Lagasetning og réttarfarsbætur eiga að vera þær sömu og í Evrópu, enda höfum við skuldbundið landið til að hlýða dómsúrskurðum frá Evrópu.
Einkaframtakið og frjáls félög eru undir stöðugri gagnrýni og gæslu borgarana eins og önnur þjónusta og viðskipti. Óvægin gagnrýni er alls ataðar en rökvísi eða réttmæti ekki alltaf til staðar.
Í vikunni birtist einnig skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um bankahrunið. Hann er gagnrýnin á þátt enskra stjórnvalda, einkum skosks ráðherra og lokun banka í eigu Íslendinga. Þá verður það að skoðast að á þeim dögum voru teknar margar afdrifaríkar ákvarðanir í neyðarútkalli.
Hannes Hólmsteinn hefur aldrei brugðist frjálsu atvinnulífi og markaði. Hann hefur sýnt í fræðibókum hvernig skattalöggjöf í Evrópu hefur þróast. Hann á þakkir skilið að hafa varið sínum tíma í að upphefja frjálst framtak, sem dregur atvinnulífið áfram.
![]() |
Enn einu skattabrotinu vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2018 | 14:42
Loksins styttir upp eftir 44 ár
Hvergi minnst á Sakadóm sem stýrði rannsókninni og kvað upp dóma í eigin málum. Erla Bolladóttir skilin eftir eins og hún hafi ekki verið þvinguð til að játa. Ótrúlega sterk kona sem enn verður að líða fyrir óskilvirkt dómskerfi. "Svartnættið" sem ríkti yfir þjóðfélaginu 1974 er óútskýrt.
Ef blöð eru skoðuð má sjá að embættismenn trúðu að mikið magn spíra kæmi á land á Suðurnesjum. Fleira hefur þurft til að koma atburðarásinni af stað?
![]() |
Allir sýknaðir í Geirfinnsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson