Færsluflokkur: Bloggar

Miklar fórnir færðar í Hamborg en líka á Íslandi

Enginn fer ósnortinn frá minnismerki um fórnarlömb stríðsins í Hamborg. Hvernig gat öll þess hörmung átt sér stað á einum litlum bletti. Ríkisóperan er við sama torgið og minnismerkið. Þar eru reglulega flutt verk er minna óþægileg á stríðið. Unga kynslóðin og nýir höfundar vilja vinna með sársaukanum er stríðið olli. Spyrja spurninga.

Jarmíla ólst upp við sírenuvæl og skelfingu lostin var hún send niður í kjallara. Engin furða þótt henni hafi dreymt um að fara til Íslands eftir að hafa lesið bók Gunnars Gunnarsonar Borgarættin. Ísland var það land sem kom fjárhagslega best út úr stríðinu, en það voru miklar mannfórnir hjá íslenskum sjómönnum. Íslendingar áttu það til að senda fullhlaðin fiskiskip með nýmeti sem vinargjöf til Hamborgar rétt eftir stríð. Reglulegar sölur togara frá Íslandi í Hamborg hjálpuðu einnig uppbyggingunni á Íslandi. Áratugi tók að byggja upp Hamborg.

Það voru miklir hagsmunir að eiga gott samband við Þjóðverja. Margir farmenn fóru á þýsk skip og giftust þýskum konum. Það voru ekki bara þýskar heimasætur sem fóru til Íslands. Íslenskir skipstjórar á stórskipum frá Hamborg sigldu um heimshöfin og bjuggu þar. 

 

 

 


mbl.is Martröð í mörg ár á eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarleg skæðadrífa á Þingvöllum. Opinn fundur friðarþings

Alþingismenn eru mannlegir. Vilja komast út í sumarið og góða loftið. Gera "eitthvað" eftirminnilegt með fyrrverandi sambúðarþjóð. Öllum ljúfum skylduræknum sendimönnum og embættismönnum er boðið á hátíðarfund. Boðið góð veisluföng í borginni að kveldi. Ekkert skal til sparað. Sjáið hvað við höfum afrekað í heila öld?

Á réttu eða röngu augnabliki gerist hið óvænta. Þegar búið var að loka gjánni fyrir almenningi birtist spákona á klettabrúninni með varnaðarorð og hrópar: Hún má ekki sitja við hlið forseta íslenska lýðveldisins. Vei þeim er úthúðar og útilokar misskildu börnin hennar Evu.

Blórabögglar og senuþjófar voru til fyrir tíma Lúthers. Þess sem úthúðaði gyðingum og kaþólskum. Kratar hafa löngum viljað upphefja eigið ágæti með nýjum ásökunum á ýmsa þjóðfélagshópa. Að setja þingforseta vinaríkis á bekk hatursorðræðu er nýlunda. 

Hér er engin húsmóðir að snúa öllu við á heimilinu og gera vorhreingerningu? Ekki þingmaður krata á leið í formannsframboð? Ekki þingmaður á Alþingi sem vill ræða málefni í þágu ungmenna? Í þess stað allt um þann sem "vék aftur til fjallsins einn síns liðs." 

Nýleg orðudrífa forseta í Helsingi vakti athygli á tiltektum embættismanna. Hátíðarfundur Alþingis, án blessunar almennings er önnur misheppnuð samkoma á sögufrægum stað? Jafn kosningaréttur var ekki á dagskrá. Ýmislegt annað mætti til taka. Allir nema einn vildi varðveita einingu friðarins.

Í stað þess að biðja Dani afsökunar á ýmsum ónotum eftir sambandsslitin er sendimanni þeirra úthúðað. Ekkert um verkefni í þágu ungmenna.  Eftir stendur að sumarleg skæðadrífa þingmanns hefur raskað ró þings. 

 

  

"Á dagskrá þingfundarins á Þingvöllum verður eitt mál tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna, og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip. Tillagan verður afgreidd með umræðu og atkvæðagreiðslu."


mbl.is Ekki verið að halda upp á afmæli Piu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls og óháður

Styrmir Gunnarson fyrrverandi ritstjóri er frumlegur og alþýðulegur. Þorir að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Nýlegur Þingvallafundur var prjál og titlatog eins og það greinist hæst. Allir hálf súrir á svip en fullir af skyldurækni. Gaman hefði verið fyrir alþýðu að sjá myndsyrpu frá hátíðarveislunni, eða er henni alveg sama?

Flest allt í kringum fundinn var nútíma álfadans með björgum fram. Í upphafi fundar gengur álfkonan inn í björgin. Búið að banna alla umferð og aðeins djúphugsandi skyldufullar sálir nálægar. 

Ekki laust við að skipuleggjendur hafi haldið það gefa fundinum aukið vægi að kalla til Þjóðþingforseta Dana til að flytja nokkur vel mælt orð. Danir eins og venjulega hinir kurteisustu og vinir örþjóðar. Vinskapur sem má rækja án sendiráða?

Freskur blær yfir skoðunum Styrmis. 

 


mbl.is Vill loka íslenskum sendiráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ægifagur ísjaki á Íslendingaslóðum norðan Upernavik

Á þessum slóðum voru Íslendingar á fjórtándu öld. Skildu eftir sig skilaboð í vörðu, ef einhver myndi reka augun í þau síðar. Inna­ar­suit hljómar ágætlega á ensk-íslensku og er nokkra kílómetra norður af Upernavík. Nafnið Upernavik hljómar eins og það komi úr Norðurlandamáli, norsku eða sænsku? 

Íslendingar og norrænir menn í Grænlandi réru og sigldu undir seglum norður fyrir Disko úr Eystribyggð. Til baka komu þeir með húðir af rostungum. Afurðir úr verstöð sem voru seldar til Bergen og Suðureyja. Þessi veiði- og verslunarsaga er nær óskráð.

Allt bendir til að kaupmennirnir hafi siglt frá Hvarfi til Orkneyja og því hafi ferðir þeirra aldrei komist í sögubækur. Þegar kólnaði á 13. öld hafa síðust norrænu íbúarnir farið með seinustu kaupskipunum til Skotlands og Noregs. Aðrir hafa ílengst norður frá og samlagast Inúítum sem voru norður af Upernavik? 

 

 

 

 

 


mbl.is Ísjakinn færist fjær þorpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbeittur ráðherra J. Hunt og ný ensk aðlögun?

Hvorki rak né gekk hjá Boris Johnson. Hann var jafn vonlaus þegar hann gekk frá borði og þegar hann tók við stýrinu. Theresa May, samningakonan er enn þá skipstjórinn. Hún hefur haldið flokknum í límingum og er líkleg til að gera það áfram.

Lítill meirihluti var fyrir Brexit. Áfram verða málmiðlanir og útgangan verður í skötulíki, ef að líkum lætur. Englendingar munu ekki saka Evrópusambandið um að hafa spillt útgöngunni. Stolt þeirra og hagsmunir verður til þess að þeir finna ensku leiðina.


mbl.is Jeremy Hunt tekur við af Boris Johnson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulin gremja lendir á óskyldum. Hringbraut í líflínu RÚV

Í öllum samfélögum eru menn að reyna að tjá sig friðsamlega. Þeir sem eru í forsvari verða að hafa sérlega sterkan hjúp. Oft verða stjórnmálamenn að taka á sig axarsköft eða misgerðir fyrri stjórnenda og löggjafa. Fangabúðir Obama og Bush?

Allt er rauðglóandi í kringum RÚV og óðum styttist í ólinni hjá litlu sjónvarpsstöðvunum. Knár forstjóri Hringbrautar byrjaði viðtal á Bítinu með því að mæra starfsfólk RÚV. Fyrir frábæran fréttaflutning og menningarstöð. Þegar kom að tuttugu manna auglýsingateymi RÚV sem vinnur með ágóðahlut fór allt í það grábölvaða. Hrægammarnir á RÚV hreinsa upp allt auglýsingafé frá frjálsri samkeppni sem er á borðinu í kringum heimsmeistarakeppnina.

Táknrænt fyrir mikið vald er þegar menn þurfa að bugta sig og beygja áður en þeir lýsa því hvernig er að vera í bóndabeygju. Flestir þora ekki að tjá hug sinn undir nafni af hræðslu við að vera kjöldregnir. Veitingakonan er ein spegilmyndin og sýnir að mikill umbrot eiga sér stað víða. 


mbl.is Myndi vísa henni út á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur fyrir lítið einangrað samfélag

Dómsmorð eru framin þar sem umræða um dómsmál eru ekki nægilega skýr og á háu plani. Í Guðmundar og Geirfinnsmálunum voru dómarar ekki nægilega meðvitaðir um þróun dómsmála erlendis. Töldu sig komast upp með að dæma og rannsaka sömu mál, Sakadómur Reykjavíkur.

Almenningur var einnig illa upplýstur. Lögmenn störfuðu eða menntuðust lítið erlendis. Gengu um í Colombo frökkum og trúðu að þeir væru bæði rannsakendur og dómarar. Margir vissu að lögmaður Baldur bjó ekki yfir meiri innherjaupplýsingum en almennt. Þorðu ekki í smáborgaraþjóðfélaginu og Hruninu að hafa skoðun, enda margir langræknir hér. Jón Oddson lögmaður vissi að Sævar Ciesielski  var ekki sakborningur í mannshvarfi, en fékk takmarkað aðgengi að upplýsingum og hljómgrunn hjá dómsvaldinu. 

Jón Steinar er fyrstur meðal fyrrverandi dómar til að gagnrýna dómstóla og ákæruvaldið. Niðurstaða Héraðsdóms og væntanlega Hæstaréttar síðar er sigur fyrir tjáningarfrelsið. Sýnir að yfirgripsmikill gagnrýni hans er fullkomlega réttmæt. 


mbl.is Jón Steinar sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóttin er ung. Hannes verður áfram í sviðsljósinu eins og fleiri goð.

Nóttin er enn ung hjá íslenska liðinu. Í Stalingrad var vendipunktur síðustu heimstyrjaldar. Þar getur allt gerst í 30 stiga hita, þar sem Nígeríumenn eru vanir hitanum, en Íslendingar ekki.

Maradona veit að ein vítaspyrna gerir ekki útslagið. Hann segir að þjálfarinn fái á baukinn en ekki Messi fari eitthvað úrskeiðis hjá Argentínumönnum. Að berjast við tveggja metra þolmikla risa var ný sviðsmynd. Þjóðverjar hafa löngum horft til Aríana í norðri og dáðst af krafti þeirra og áræði. Ekki furða að á þjóðardegi velti forsætisráðherra Íslands fyrir sér fyrirbærinu. Allt hægt?

Keppnin er ekki aðeins eltingaleikur tuttugu og tveggja manna við knöttinn. Mesta umtalið er um goðin. Hannes eða Messi. Þjóðametnaður, leiksýning um fána og  þjóðsöng. Hinn fullkomni sigur snýst um skilgreiningu á tækni mótspilara. Einingu, áræði liðs og forystu. 

Maradona var jafnan potturinn og pannan í hverjum sigri? Skilgreindi leikina í botn og rak smiðshöggið þegar tækifærin birtust. Argentínumenn kunna og að skapa goðinn og láta þau vinna. Messa er hlíft við gagnrýni, goðin eru stolt Argentínu.  

 


mbl.is Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramb er falli næst. Fjöldi áhorfenda skiptir ekki öllu máli

Oflæti er hættulegast Íslendingum. Myndin sem fylgir einni fréttinni sýnir að brotið er á Messi með handartogum. Fréttamaður segir í einum texta að Birkir sé í varnarbaráttu. Athugasemdir Messi eru réttmætar. Liðið lék varnarleik og kom vel út úr því.

Tek það fram að ég er ekki mikið inn í fótbolta. Var lítillega í KR og síðan í Þrótti þar sem ungir menn voru jafnari. Lítill þjóð má ekki ofmetnast af því einu að standa uppi í hárinu á úrvalsliði. Það eru um 70 ára síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í bresku getraununum. Allar götur síðan hefur það verið draumur fárra að spila í toppliði, komast í fremstu röð. 

Ekki má gleyma að almenningur og bæjarfélög hafa sýnt fótboltanum meiri stuðning en öðrum íþróttum. Byggt íþróttahallir og grasvelli fyrir tiltölulega fáa. Með keppnisíþrótt þar sem reynt er að byggja upp sjálfstraust heillar þjóðar. Argentínumenn eru 130 sinnum fleiri og hafa ýmislegt sameiginlegt með Íslendingum.

Búa á ystu mörkum suðlægðar byggðar. Búa við óútreiknanlega verðbólgu og stjórnarfar sem byggist á tíðum stjórnarskiptum. Kraftmikill þjóð og miklar kjötætur eins og hin norðlæga smáþjóð.

 


mbl.is „Ísland gerði ekki neitt,“ sagði Messi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska í Hóla­valla­kirkju­g­arði? Ný nálgun

Prófessor Sigríður er jákvæð og raunsæ. Krakkar vita meira en margur heldur. Tæknibyltingin í algleymi og framboð á netmiðlum óendanlegt. Að ná hæfni strax í ensku þarf ekki að vera slæmt. Að ná góðum framburði og skilningi í ensku kemur sér vel í háskóla þar sem mörg fög eru kennd á ensku. Betra að styðja og leiðbeina eins og háskólaprófessorinn segir.

VÍ vildi ekki frábæra nemendur með 10 í ensku og með háar einkunnir í stærðfræði hjá þeim sem voru með 7 í íslensku. Ágætur forstöðumaður mannanafnanefndar vill stýra nafnavali og hafa vit fyrir foreldrum. Skírnarnafngiftir eru næst getnaði og fólk vill ekki opinberar nefndir inn á gafl til sín. Sá valmöguleiki er alltaf til staðar að breyta eigin nafni, en ekki nægilega kynntur ungu fólki. Unga fólkið getur náð ágætum árangri í íslensku á seinni skólastigum.  Lestur fornbóka átti sinn blómatíma en gæti allt eins komist í tízku að nýju.

Athyglisverð ráðstefna hjá ungu fólki. 


mbl.is Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband