Miðstýring? Hægfara framsóknarráðherrar

Ráðherrann vill augljóslega ekki minnka áhrif RÚV. Stefna RÚV hefur verið að ná til sín sem mest af auglýsingatekjum. Markvist hefur verið unnið í vinsældakeppni og í skoðanamyndandi könnunum. Yfirburðir á markaði hefur gert þeim auðvelta að ná í íþróttaviðburði og barnaefni sem þeir varpa út á besta útsendingartímanum.

Stórt er BBC og fyrirferðamikið á áhorfendamarkaði, en RÚV fær tiltölulega meira fé skattborgara til afnota undir pólitískri yfirstjórn. Hið breska fjölmiðlaveldi kemur ekki að auglýsingamarkaði en dreifir efni út um allan heim. Bresku blöðin fá veglegan sess í kvöldspjalli. Hér er RÚV skoðanamyndandi í fréttum og tengdu efni. Jafnaðarmanna varp þótt margt sé vel gert eins og alltaf.

Ef Facebook og Google hafa forréttindi á auglýsingamarkaði er ráðherrans að gæta að jafnræði sér þar á milli. Stórfyrirtækin virðast ekki greiða virðisauka eða skatta af innlendum sölutekjum. Lilja Dögg hefur verið gerð afturreka með frumvörp og ekki sést fyrir endann á þessari göngu ráðherrans.

Samráðherra hennar er einnig seinfær, ræður illa för í samgöngubótum. Framkvæmdir víða um land sem áttu að fara í gang fyrir misserum láta bíða á sér. Fimm ára áætlun hjálpar ekki þegar of lítið fé fer í arðbærustu framkvæmdir, t.d. á stofnvegi.


mbl.is Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband