Kratar ráða för í Seðlabanka. Dæmigerð aðför að frjálsu framtaki

Vinstrimenn segja sér til afsökunar að Hrunið hafi valdið auknu eftirlitshörku. Í kastljósi Kveiks í kvöld taldi vinstri sinnaður stjórnandi að allur kvótavandi myndi leysast við fjölgun eftirlitsmanna um borð í hundruðum skipa. Reynt var fá talsmann útgerða til að viðurkenna að það þyrfti aukið eftirlit og myndavélar. Þá upplýstist að brottkast á þorski væri um 1% og hvergi lægra. Stjórnandinn taldi að Fiskistofa ætti að beina kröftum sínum að stóru útgerðafyrirtækjum en ekki grásleppukörlum.

Ríkistarfsmenn þreytast aldrei á að sannfæra almenning um ágæti eftirlits. Um miðjan dag var þáttur um íslensku lopapeysuna í útvarpinu. Þar var boðað að eftirlitslögregla myndi brátt ganga niður Laugaveginn og heimsækja túristabúðir þar sem sölumenn yrðu að sanna uppruna ullar í lopapeysum. Þáttastjórnandi fór mikinn en hvergi var greint frá því hvað allt umstangið kostaði eða hver tilgangurinn væri annað en að auka veldi stóra bróður.

Kastljósmenn fengu á sínum tíma boð um fyrirhugaða tilhæfulausa rannsókn á skrifstofum Samherja, enda þótt yfirmenn í Seðlabanka sjái engin skjöl þar um.  Yfirmaður Gjaldeyrismála í bankanum var þekktur vinstrimaður og stjórnaði aðförinni. Hann hefur nú verið verðlaunaður með stöðu hjá alþjóðakrata bankanum. Vinstrimenn í Austur-Evrópu byggðu upp Stasi stofnanir á yfirráðasvæðum sínum eftir stríð og þar nam Seðlabankastjórinn fræðin.

Í dag reyna Austur-Evrópuþjóðir að vara ungu kynslóðina við aðferðafræði Stasi. Hér eru alltof fáir sem hafa þrek til að berjast á móti alræði eftirlitsmanna ríkisins. Mál er komið til að einhverjir segi stopp og ekki lengra.  

BBC fór með rangar ásakanir á hendur Cliff Richard söngvara í upptöku af lögreglurannsókn. Stofnunin þurfti að greiða tugi milljóna í skaðabætur og lögreglan helmingi hærri. Hér reyna ríkisstarfsmenn að tefja bætur eða þær eru dæmdar það smáar að ekki næst upp í málskostnað sannist að stofnunin hafi farið offari.

 

 

 

 


mbl.is Kæra stjórnendur Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Við skulum hafa hlutina í réttu samhengi. MAST eða Matvælastofnun fer með eftirlit með matvælum og búfé hér á landi. MATÍS eða Matvælarannsóknir Íslands, hefur allt annað hlutverk. Get með engu móti skilið hvaða samsvörun við Seðlabankamálið og Samherja þú getur fundið með þessum stofnunum en það er víst allt hægt ef vilji er fyrir hendi.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2019 kl. 00:37

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Sindri

Rétt hjá þér Sindri, það er óþarfi að blanda þessu saman. Ekki er auðvelt að greina alltaf hvað er hvað. Mast kærði t.d. sölu lambakjöts á markaði Matís til lögreflu í haust samk. frétt RÚV 19.11.2018 SV. Hver kærir hvern er ekki alltaf vitað. Eftirlitsstofnanir eru svo margar. Þeir sem hlusta á RÚV verða líklega að greina þar á milli.

Sigurður Antonsson, 1.5.2019 kl. 11:10

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sindri, Seðlabankamálið er afleiðing af ofvöxnu opinberu eftirlitskerfi. Kerfi sem látið er þenjast út án þess að nokkur fái við ráðið. Margir Alþingismenn eru kosnir til að andhæfa að minnsta kosti en mega sín lítils gagnvart RÚV og fjölmiðlum sem telja að það sé til vinsælda að auka opinber störf. Milljarða kostnaður Seðlabanka vegna gjaldeyriseftirlits er ein afleiðingin þess að notast við krónu í stað dollara eða evru. RÚV, fréttastofa kom ríkisstjórn lýðveldisins frá með því að ýja að aflandssvikum. Uppblásin mál í mörg misseri sem rannsökuð voru í þaula til að koma höggi á þá sem eru í viðskiptum.  

Sigurður Antonsson, 1.5.2019 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband