Færsluflokkur: Bloggar

Ný andlit. Ný stefna og meira sjálfstæði bankans?

Flestir muna hvernig bankamenn voru rannsakaðir, haldið í einangrun og yfirheyrslum svo dögum skipti í uppgjöri við Hrunið. Talir sökudólgar bankahrunsins og dæmdir í marga ára fangelsi. Klént uppgjör það, en hefur sjálfsagt friðað marga.

Lög um bankasýslu, sparisjóði og banka var minna skoðuð. Smáríki út í Norður-Atlandshafi á enn um stund að hafa sinn eigin gjaldmiðill og peningamálastefnu. Ekki má sækja stuðning til vina okkar Dana eða fá áskrift að peningastefnu sem unnin er í ESB. Tengingu við dollara eða evru hefur varla mátt ræða, enda þótt nærri hundrað lönd noti þessa gjaldmiðla.

Ríkið hefur lengst af verið að stjórna peningastefnu með misvísun, halda uppi hárri skattlagningu og vaxtastefnu með ríkisbönkum. Þar hefur ekki mikið breyst í áratugi. Þangað fara menn oft sem vantar verkefni eða eru einnig á launum við háskóla. Þessir menn eru sauðtryggir ríkisstofnunum og stjórnsýslu.

Eina undantekningin í marga áratugi var þegar nýr varaseðlabankastjóri peningastefnu var ráðinn fyrir nokkrum dögum. Hann mun koma frá fjármálaborginni New York þar sem Hrunið byrjaði. Væntanlega verður hann boðberi nýrra tíma með nýjum framsýnum seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Hér er fjármálráðherra að marka sjálfstæða fjármálastefnu, en mun hún duga til framtíðar í ólgusjó norðurhafsins?  

 

 


mbl.is Full áhrif af vaxtalækkunum ekki enn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Jazeera hófsamara en RÚV í samsærisspuna

Til að kanna trúverðugleika frétta er oft ráðlagt að skoða  eignarhald fjölmiðla og ferill spunameistara, átta sig á sannleiksgildi frásagna. Al Jazeera hefur verið ásökuð um að vera málpípa ríkistjórnar Katar. Stöðin hefur verið styrkt af stjórn Katar. Stöðin sækist eftir að ná áhorfi í Afríku og víða um heim, útbreiða arabísk viðhorf og menningu.

Á Íslandi taka margir AL Jazeera umfjöllun sem heilagan sannleika ofan á æsifréttastíll ljósamanna. Það sem veikir eru áður birtar tilbúnar fréttir um rannsókn Seðlabanka á Samherja og fleiri tilbúnar t.d. meint mansal Kínversk ættaðra á Akureyri. Þá voru fréttirnar unnar í samvinnu við verklýðsfélag. Athugavert er að vanir blaðamenn taka með varfærni fréttir frá Namibíu um málið. Ekki verður annað séð á myndbandi Al Jazeera úr fiskvinnslu, en að því svipar til myndtöku í frystihúsum út á landi. Allir á fullri ferð að vinna fisk í hátækni verksmiðjum og leita markaða. Þjóðartekjur á mann í Namibíu eru svipaðar og margra Afríkuríkja við Miðjarðarhafið. Hafa þrefaldast á þremur áratugum og eru með þeim hærri í Afríku. Hafa hækkað í sama hlutfalli og þjóðartekjur á Íslandi.

Umfjöllun annarra minni fjölmiðla um Namibíumálið er einnig furðuleg, oft notast við þekkta samsæriskenningasmiði sem hafa farið kollsteypur í eigin rekstri. Látið skjólstæðinga sína og ríkið standa uppi með tap sem þeir ollu. Hætt er við að neikvæð umfjöllun með öðrum ríkisreknum stöðvum getur skaðað samkeppnishæfni og minnkað þjóðartekjur Íslendinga af fiskvinnslu.

  


mbl.is Al Jazeera birtir umfjöllun sína um Namibíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítþvottur, bylgja af ásökunum gengur yfir heimsbyggðina.

Almenningur á Íslandi fer ekki varhluta af hreinleikatalinu. Embættis og stjórnmálamenn hlaupa til af hræsni og krefjast rannsóknar á flest öllu sem getur orðið andstæðingum að falli.

Fyrirtæki og stjórnendur eru sérstaklega í skotlínunni og flest notað í pólitískum tilgangi. Gamalreyndir Kastljósmenn eru engir hvítvoðungar. Þeir vilja meiri ríkisafskipti og aukin framlög. Hver vill ekki sínum vinnustað vel, veg sem mestan?

Athyglisvert að tveir reyndir, vinsælir blaðamenn og rithöfundar á Morgunblaðsblogginu voru varkárari en aðrir í ummælum sínum um síðustu sviðssetningu RÚV. Björn Bjarnason og Páll Vilhjálmsson.

Boris Johnsson hefur sýnt að hann tekur vafasöm ummæli í stjórnmálum með ótrúlegu jafnvægi. „Það eru eng­ar sann­an­ir...." og eins gott að bera út engan róg. BBC, þótt ríkisstofnun er oft með gagnrýna hugsun. Hefur lært af stórum sektargreiðslum og aðhaldi dómstóla að ekki er allt gull sem glóir.

 


mbl.is Boris segir engar sannanir fyrir afskiptum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórir ríkisbankar og óhaghvæmir. Launafólk borgar brúsann í háum vöxtum

Ríkisstofnanir eru venjulega seinar að bregðast við. Mikið af reglugerðum og boðum frá Seðlabanka og ríkisvaldinu eru þau rök sem bankar segja að valdi. Fyrir mörgum árum var bent á að háir skattar á ríkisbanka bitnaði á launafólki og fyrirtækjum. Nú er markmiðið að lækka þá á næstu árum. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir helstu fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar halda að sér höndum. 

Ríkisbankarnir eru yfirmannaðir og mest í kreditkortaþjónustu. Arionbanki sagði upp nær hundrað manns, en ríkisbankarnir eru að fjárfesta í stóru mannfreku húsnæði, þegar lán færast yfir í skuldabréf og aðrar fjármögnunarleiðir á marga þjónustuaðila.

Í viðskiptablöðum og á viðskiptaþingi í vikunni kom greinilega fram að ný viðhorf blasa við í fjárfestingum í "dýrasta landi heims." Seðlabankinn er að koma úr álögum og frá göldróttum tilskipunum, en eitt það fyrsta sem heyrist frá nýrri bankastjórn er að stækka eigin húsnæði.

Þegar ég spurði seðlabankastjóra minn af hverju þeir keyptu ekki áskrift af greiningum hjá Seðlabanka í Danmörk eða Evrópulandi var svarið: "Þeir vilja ekki sjá okkur." Ef hér væri króna tengd evru eins og hjá Færeyingum væri málið leyst að mestu með innlendum aga í fjármálum. Vextir myndu lækka snarlega og börn okkar síður setjast að erlendis til langframa.

Í eina tíð hefði það þótt frétt að Færeyingar færu fram úr okkur í landsframleiðslu og lánshæfismati. Smáríki geta staðið sig ef látið er af stórveldisdraumum í fjármálum.

 

 


mbl.is Reiknar með vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarpsstjóri Útvarps Sögu í biðstöðu.

Nú þegar hámenntaðar konur hafa tekið völdin við stjórn ríkisfyrirtækja er ekki úr vegi að líta til hæfileika mikils útvarpsstjóra Söguútvarpsins við næstu ráðningu. Hún gæti án vafa rekið Ríkisútvarpið sómasamlega fyrir brot af því fjármagni sem stofnunin notar í dag.

Núverandi menntamálaráðherra vill veg Ríkisútvarpsins sem mestan, en hefur ekki tekist að ná samkomulagi um hvernig á að gæta þess að RÚV ógni ekki frjálsum fjölmiðlum. Stærð stofnunninnar og umfang er talsvert meira en á Norðurlöndum miðað við fjölda íbúa.

Innan RÚV hefur ekki farið hátt um starfsemi Útvarp Sögu. Litlu skiptir þótt þessi einyrkjastöð verði áfram á sínum stað, hún þarf ekki að raska ró risans.

Breytinga er þörf á starfsemi RÚV fyrir næstu kosningar, takmarka starfsemina við menntunar og menningarmál. Veðurfréttir ættu t.d. að vera meira áberandi í sjónvarpi. Oft á dag til að tryggja öryggi og framleiðni. Veðurstofan ætti að getað birt App veðurspár fyrir Norður-Atlandshafið, en það er engin samkeppni milli ríkisfyrirtækja eða örvun til staðar eins og á frjálsum markaði.  

 

 

 

 


mbl.is Margrét tekur við af Magnúsi Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt ágætt hjá Gretu þegar uppbókað er á plánetu jörð

Gréta er samkvæm sjálfri sér og málefnaleg þegar hún segir að við verðum að breyta um lífstíl. Nærtækast er að horfa til Bandaríkjanna og Kína sem eru aðsópsmest í nýtingu auðlinda. Ásamt Íslandi ef miðað er við hvern íbúa. 

Kínverjar eru stórtækastir í að breyta landi og ganga á auðlindir. Skógur er ruddur þegar aðrir auka skóglendi. Aukin stálframleiðsla í Kína er einn orsakavaldurinn og veldur mikilli mengun. Hér sjáum við hvernig Hvalfjarða stálverksmiðjan tekur við öllu þuru timbri.

Náttúrulegar sveiflur á hitastigi eru taldar orsakast af breytilegum möndulhalla og síbreytilegri fjarlægð jarðar frá sólu. Jöklar stækka eða minnka og sjávarhæð er breytileg á hverju ára þúsundi. Þar get ég ekki fylgt Grétu eftir, skil ekki af hverju að blanda saman ofnotkun og loftslagsmálum. Árleg orkunotkun allra jarðarbúa er álíka og orkan sem sólin sendir til jarðar á fáum mínútum.

Vesturlandabúum og öðrum tækniþjóðum fækkar af eigin hvötum og hættir að berjast í styrjöldum. Ef ekki væru þjóðflutningar myndi íbúum fækka og landsframleiðsla minnka. Svipað og í Japan. 


mbl.is „Thunberg orðin leiðtogi okkar tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kyrrsetningarkostnaður Icelandair vegna Max þotnanna of lágur?

Með ólíkindum er hve Icelandair hefur víða náð að tengja flugnet sitt. Það hlýtur að vera mikill fórnarkostnaður að hætta flugferðum til tveggja fjölmennra fylkja í USA. Trúlega er tjónið sem orðið hefur vegna kyrrsetninga þriggja 737 Boeing flugvélanna að segja til sín.

Áætlað tjón Icelandair vegna upplagningar flugvélanna er metinn á um 140 milljónir dala. Jafnvel þótt vélarnar nái að komast í loftið í byrjun næsta árs á kyrrsetningin eftir að hafa víðtæk áhrif á næstu árum. Þar á ofan ríkir óvissa um hvar félagið ætlar að endurnýja flugflota sinn.

Kostnaður Icelandair vegna mannahalds er talsvert hærri en hjá flugfélögum sem þeir keppa við. Hvernig getur það gengið til lengdar í harðnandi samkeppni? Fyrir þá sem hafa trú á rekstri og velgengni Icelandair er alltaf sárt að sjá að félagið í erfileikum með að fóta sig. 

Hin góði andi Lofleiðamanna sem byggðu Loftleiðahótelið svífur ekki lengur yfir vötnunum. Flugleiðahótelin seld erlendum aðila. Samkeppnin á eftir að aukast í flug og ferðaþjónustu. Starfsmenn þurfa aðlaga sig nýjum aðstæðum, sýna baráttuanda og sveigjanleika til að félagið nái aftur fyrri styrkleika.

 


mbl.is Kansasbúar harma brotthvarf Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsmenn í skammgóðum vermi. Boris kampakátur

Boris Johnson foringi íhaldsmanna brást ekki á gleðisamkommu flokksins sem haldin var í Manchester. Mikið klappað og brosað þegar Boris reitti af sér brandaranna. Loforð um stóraukin ríkisútgjöld voru mörg um leið og hann benti á ofaukin framlög til bandalagsins. Ekki minnst á að skattgreiðendur gætu þurft að greiða í samdrætti. 

Fundinum var varla lokið þegar Trump sagðist ætla að leggja 25% toll á skoskt viskí, á útflutning sem nálgast 200 milljarða. Hvers vegna skoska viskíið var fyrir valinu er án skýringar, nema forsetinn vilji minna á að Skotar voru fjölmennustu stuðningsmenn að áframhaldandi aðild. Íhaldsmenn höfðu gert sér hugmyndir um að stórauka útflutnings til Bandaríkjanna í kjölfar útgöngu Brexit manna.

Loforðalisti Boris er orðin skrautlegur, en með miklu handarsveiflum og skemmtilegum bröndurum mælist jákvætt fylgi. Trump heldur einnig enn í fylgið, en blikur eru á lofti. Heimsviðskipti dragast saman og samdráttur og verðlækkanir í augsýn. Allstaðar blikka ljós sem eiga eftir að segja til sín.  Málarinn Banksy getur verið ánægður með verðið á apamynd sinni sem sýnir að fjárfestar leita skjóls.


mbl.is Simpansaþing Banksy selt á 1,5 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárabót en ófullnægjandi bætur. Mál Erlu heldur áfram.

Tekið var fram við dreifingu frumvarpsins að einungis ætti að greiða þeim bætur er hlutu sýknun. Erla Bolladóttir er látin sitja á hakanum. Dómsmál sem lúta að kröfum hennar eiga eftir að kosta ríkissjóð og almenning stórar upphæðir á næstu árum.

Sé tekið mið af þeim upphæðum sem forsætisráðuneytið ætlar að eyða í nýbyggingar og fjölgun starfsmanna á næstu árum er einn milljarður ekki stór upphæð. Forsætisráðherra sker þó á hnút og sýnir meir dug og framsýni en forverar hans í þessu stærsta sakamáli Íslandsögunnar.

Einn afkomenda dómsþolenda hefur bent á að löggjafinn ætti að tryggja bótarétt ríkisins í málum þar sem ríkisvaldið fer offari. Lagði til að 27. september væri gerður að minningardegi þeirra Hreggviðsona sem hafa þurft að líða fyrir óbilgirni starfsmanna ríkisins. Þá er mál að athuga hvort viðkomandi ríkisstarfsmenn eigi ekki að bera ábyrgð á upplognum ásökunum og pyntingum. 


mbl.is „Gjörbreytir stöðu hinna sýknuðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Síðust forvöð að taka flugið til Íslands"

Andri (Snær) Magnason rithöfundur fór mikinn í 5 mínútna Travel þætti BBC í kvöld. Bjó til fallega sögu um jöklaást ömmu sinnar og endaði viðtalið á steinahrúgu Oks. Á jöklinum sem hefur verið að hverfa síðastliðin 60 ár og er ekki alveg horfinn. Andlátið var fagurlega innsiglað og rammað í áróður vinstri manna sem vilja kolefnisjafna og skattleggja.

Niðurstaða þáttagerðamanns var að nú væru seinustu forvöð að sjá síðustu jökla Evrópu hverfa. Taka næstu flugferð til Íslands. Ekki vantar auglýsingakraftinn í okkar ágætu sviðsmenn. Kannski ekki vanþörf á efir að Eyjafjallajökull "kulnaði." Betra væri að bjóða Grétu Thunberg á víkingaskipi til Íslands, báðar leiðir?

Lína Langsokk var á sínum tíma ágætis barnahrellir og "sænsk freknótt frekja" sem ekki allir foreldrar voru sáttir við. Svíar eru þekktir fyrir að vekja á sér athygli og þarf ekki listamenn til. Oft leiða þeir mann inn í völundarhús, einskonar IKEA ganga, um heima og geima sem ekki var ætlunin að heimsækja.

Greta Thunberg er skemmtin og setur upp viðeigandi svip þegar hún telur sér og sínum málstað ógnað. Blöð og netveitur keppast við að hafa hana í umtali og þaðan koma að sjálfsögðu allskonar sjónarmið. 


mbl.is Segja Gretu Thunberg „truflaðan Messías“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband