Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er sameiginlegt með smitferli veirunnar á Ítalíu og Íslandi?

Ísland er með tiltölulega mörg skráð Kórónuveirusmit. Tvöfalt fleiri en á Ítalíu, álíka og í Kína hlutfallslega ef miðað er við mannfjölda. Ítalir eru 60 milljónir og um 180 sinnum fleiri en Íslendingar. Þar eru rúmlega þrjú þúsund manns skráðir með vírusinn. Hér eru þeir um fjörtíu.

Athygli vekur að á Ítalíu hafa búið margir Kínverjar. Ferðamenn frá Kína eru á skíðum á svipuðum slóðum og Íslendingar? Í Kína hafa yfir 160.000 manns verið skráðir með smit og þar af hafa um 56000 náð sér eftir eftir væg einkenni. Mikilvægt væri að skrá betur þá sem hafa náð sér eftir veirusmit t.d. til auka bjartsýni. 


mbl.is „Eðlilegt“ og „sjálfsagt“ að leggjast á árarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af lífkeðjunni. Tölufræðin gagnleg

Smitandi veirur hafa tilgang, eru partur af lífkeðjunni, til að sigrast á eða falla fyrir? Konur fá síður Kórónuveiruna, börn ekki og yngra fólkið sleppur að mestu við smit. Útbreiðslan er mörgum sinnum minni í heitari löndum Afríku og Suður-Ameríku. Sama gildir um stríðsþjáð löndum við Svartahaf, Tyrkland, Sýrland og Úraníu.

Þeir sem styrkja ónæmiskerfið reglulega eru ólíklegri til að fá bakteríusmit eins og inflúensur að vetri til. Útivera, áreynsla og íþróttir styrkja unga og gamla. Óþarfa bölsýni stendur venjulega ekki lengi yfir. Alltaf birtir upp um síðir.


mbl.is Karlmenn líklegri til að deyja vegna kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein eða tvær veirur?

Athyglisvert er hvað Kórónuveirusmit frá Ítalíu hafa náð mikilli útbreiðslu. Rekjast til Norðurlanda, Indlands, Nígeríu og Suður-Ameríku. Yfir 3000 tilfelli skráð og meir en 100 hafa látist. Tyrkland og Sýrland virðist sleppa enn við veiruna, svo og flest Afríkulönd. Fyllsta ástæða er til að fylgjast vel með smitleiðum?

Wikipedia:

File:COVID-19 Outbreak World Map.svg


mbl.is Kórónuveiran hefur stökkbreyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar fræðslu? Nú eru tiltölulega margir smitaðir á Íslandi.

 

Miðað við fólksfjölda eru margir smitaðir hér á landi. Sambærileg tala smitaðra á hinum Norðurlöndunum, væri yfir 300 smitaðir. Rekja má smit að mestu til Ítalíu og umkenna óvarkárni ferðalanga á áhættusvæði. Yfirvöld á Tenerife hafa kyrrsett smitaða og reyna að koma í veg fyrir að ferðamenn með einkenni fari úr landi. Í Kína og Filippseyjum hafa tiltölulega margir náð sér og eru útskrifaðir af sjúkrahúsi samkvæmt tölum Wikipedia."Outbreak in map. 


mbl.is Hafa virt að vettugi tilmæli um sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnir mikilvægar, en veiran ekki eins skæð og áður var talið

Dauðinn er alltaf nálægur. Á hverjum degi eru margir einstaklingar að deyja vegna sjúkdóma sem herja á mannfólkið. Hvert mannslíf er mikilsvirði, en aldrei verður komið í veg fyrir sjúkdómsfaraldra. Af þeim sem smitast, deyja innan við 1/2 prósent. Þeir sem smitast í Kína fer fækkandi. Börn allt að 12 ára fá ekki veiruna og fá ungmenni. Þeir sem deyja eru flestir á efri árum og veikir fyrir.

Ameríkanar hafa krafist að þeir sem koma frá ákveðnum löndum sýni fram á að þeir hafa undirgengist smitpróf. Taka jafnframt fram að ekki sé alið á óþarfa ótta? Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku birta einfaldar og gagnlegar upplýsingar um Kórónuveiruna: 

FAKTA OM CORONAVIRUS

Coronavirus er en familie af virus, der kan være årsag til milde forkølelser, men også til alvorlige infektioner i luftvejene.

Det nye virus hedder officielt SARS-CoV-2, men kaldes fortsat coronavirus i medierne.

Sygdommen, som virusset forårsager, hedder COVID-19 (Corona Virus Disease 2019).

De første tilfælde blev fundet i storbyen Wuhan i Hubei-provinsen i det østlige Kina i december 2019.

Alvorlighed

  • 80 procent af tilfældene giver milde symptomer, som ikke kræver indlæggelse.

  • 15 procent må indlægges på sygehus.

  • 5 procent indlægges på intensiv afdeling.

  • Dødeligheden ligger på cirka to procent.

  • Alvorlig sygdom ses primært hos ældre og svækkede med kroniske sygdomme.

Kilder: Statens Serum Institut og Sundhedsstyrelsen

kan printe ud og hænge op på dørene til deres klinikker.


mbl.is Efling samþykkir undanþágu vegna kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar stórt er spurt er gott að hafa svar

Á einu moggabloggi er upplýst að börn smitist ekki? Gott væri að getað sagt það við hrædd ungmenni, sem ætlast til þess að við eldri höfum svör. Margt er óljóst og því gott að vera á varðbergi. Þeir sem búa erlendis segja við mann að þar sé ekki almenn hræðsla við veiruna og á mörgum stöðum er hún varla í umræðunni. Skoðanaskipti á blogginu geta verið gagnleg en öfgar ekki ásættanlegir þegar staðreyndir liggja fyrir.

 

 

 


mbl.is Eiginkona mannsins ekki smituð af kórónuveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of mikið gert úr útbreiðslu "netveirunnar"

Mest allt púðrið í netheimum og fjölmiðlum fer í tal um einangrunaraðgerðir. Segjum í líkindareikningi sem svo að ef tíu þúsund Kínverjar eigi eftir að deyja af völdum veirunnar. Það eru um 0.0000076923 prósent kínversku þjóðarinnar. Með sama hlutfalli myndu tveir eða þrír Íslendingar deyja úr veirunni. Held að alltof mikið sé gert úr þessum faraldri. Helst eru það veikir einstaklingar og aldraðir sem hafa látist. Meiri upplýsingar vantar áður en gripið er til einangrunaraðgerða í stórum stíl

Sóttvarnarlæknir og talsmaður lögreglu tala skynsamlega um faraldurinn og ala ekki á ótta. Trúverðugir og traustir eins og talsmenn Landhelgisgæzlu.

Á netsíðu Doktor.is segir:

Veirur eru örverur sem ekki geta fjölgað sér á eigin spýtur heldur þurfa þær að brjótast inn í frumur annarra lífvera og taka þær herskildi til að búa til fleiri veirueiningar.

Faraldrar eins og veirusýkingar eru viðbrögð náttúrunnar þegar eitthvað hver úrskeiðis. Engin talar lengur um Ósongatið á Suðurhvelinu sem lokaðist án þess að eftir því væri tekið.

 

 


mbl.is Ekkert „gamblað“ vegna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wuhanáhrifin og óttablandin hrifning

Kína er stórveldi og staðreynd sem ekki verður umflúið. Valdahlutföll eru síbreytileg og hreyfast eins og stórt skip, hægt. Sjúkrahúsið í Wuhan reis á 8 dögum og annað eftir því þegar herinn og stjórnvöld leggjast á eitt. Viljum oft gleyma þessum staðreyndum.   Nýi vegurinn fyrir ofan Hafnarfjörð sem tekur á annað ára að gera hefði með sama hraða verið fullgerður innan við viku. Vinnuvélar við vegagerð í Kína eru oftast að 24 tíma alla vikuna, en hér mun öflugri og dýrari tæki, aðeins í notkun um 5 klukkustundir á dag. Skýrir veldishraða sem við gleymum oft. Þegar Bandaríkin og England byggðu hér flugvelli var virðingin ótta blandin, en mikilsverður þáttur í framþróun. Margir óttast efnahagsáhrif af Wuhanveirunni, en þau munu einnig gagnast Íslandi sem hefur hreint loft og regnvatni frá Atlandshafi og norðurheimsskautinu. 

Vegna Wuhansóttar er afhending á milljónum Apple símum frestað og hlutabréfavísitölur falla. Kínastjórn lofar 22 billjónum dollara innspýtingu inn í hagkerfið til að forða að það dragi úr hagvexti, gæti fallið niður um mörg prósent í Kína. Margfeldisáhrifin augljós og smáríki lítið tannhjól í verkinu en áhrifa gætir víða . Hin voldugu Bandaríki stefna í að vera með um 15 prósent af heimsframleiðslu þegar Kína er með 42% hlut og brunar áfram. Hagfræðingar ná varla að skrá tölurnar. Er von nema Trump óttist áhrif Kína á atvinnuástandið heima og grípi til fálmkenndra viðbragða? Lýðræðið er seinvirkt og frjálsar kosningar í lýðræðisríkjum valda spennu. Aðeins fullhugar fara í kosningar og þurfa stöðugt að berjast um hylli kjósenda.

Bandaríkin voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Ísland og þar að auki kom Marshallaðstoð til að styrkja okkur í framleiðslunni. Flest sem frá Ameríku kom í kjölfarið olli hrifningu og aðdáun, einkum afurðir frá Hollywood. Sama má segja um England eftir Brexit. Hrifning Breta á Ameríku hefur varla verið meiri síðari ár. BBC er með langa fréttatíma þar sem stærsta hluta eru fréttir frá USA og stjórnin treystir á að gera góðan viðskiptasamning við Trumpstjórnina. 

Lýðræðið er í framþróun í Kína. Utanríkisviðskipti aukast og eins ferðalög sem upplýsa milljónir Kínverja um lýðræði Vesturlanda. Vesturlönd hafa verið duglegust að versla við Kína og byggja upp stórveldið Kína. Sars vírusinn 2003 var skammvinur. Baráttan við Wuhanbakteríuna verður háð áfram, en með meiri meiri hraða en tókst að vinna á berklum og spánsku veikinni. Samvinna og nútíma viðskipti skipta þar mestu máli. 

 


mbl.is 362 látnir úr kórónaveiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið starf unnið en meira þarf til

Þeir sem koma á afgreiðslustofnanir Sorpu sjá að þar hefur verið unnið mikið og gott brautryðjendastarf. Geysileg aukning á förgun einnota hluta og sorpi hefur verið á undanförnum góðærisárum. Bæjarfélögin hafa þurft að mæta þessum auknu kröfum án nægilegs stuðnings. Á öðrum stað eru úrvinnslugjöld sögð renna beint í ríkissjóð?

Áræði stjórnenda þarf til að takast á við nýjar áskoranir, einkum ef óvissa er um kostnað og nýjungar að ræða. Talað er um að leggja gasleiðslur frá Álfsnesi til hleðslustöðva SVR. Ef svo er þarf enn að breyta áherslum í notkun á eldsneyti vagnanna. Spurningin er hvort stjórn Sorpu þurfi ekki að gera raunhæfari áætlanir og framtíðarplön.

Stuðningur frá almenningi er mikilvægur þar sem hann ákvarðar magn. Ráðuneyti og þingmenn ættu að gera tilögur þar sem flutningar eru einn stærsti kostnaðarþáttur úrvinnslu. Brennsla á sorpi, ný mengunarlaus tækni og þekking gætu leyst málin í einstökum landshlutum, án þess að búa til nýja ríkisútgerð með mörgum skipum.     

 

 


mbl.is Framkvæmdastjóri Sorpu svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkandi olíuverð og stríðshætta áhyggjuefni

 

Óskhyggja Trump um að aðgerðir hans leiði til samninga við Írani eru álíka óraunverulegar og þegar hann hugðist kaupa Grænland. Samtali hans við Kim Jong var góð tilraun og gaf von um að vænta mætti stefnubreytinga einræðisherrans. Ekkert hefur verið slakað á einræði eða fólkinu gefin von um meira frelsi. Trump forseti var í sviðsljósinu allan tímann. Margir töldu að nú væri kominn maður er kynni að höndla harðstjóra á réttu augnabliki. Á sama tíma óttaðist Kim að leki frá kjarnavopnaframleiðslunni gæti leitt til dauða fjölda fólks eins og átti sér stað í Úkraínu.

Utanríkisráðherra BNA er fyrrverandi liðsforingi og yfirmaður CIA. Skilaboð hans til Evrópuleiðtoga þegar þeir vöruðu hann við hertum þvingunaraðgerðum á Írani eru barnalegar. Stuðningur BNA við fyrrum keisara í Íran, stjórnvalda í Sýrlandi, Sádi- Arabíu og Ísrael hafa ekki lægt öldur í Mið-Austurlöndum. Árásinn á Osama Bin Laden var ákveðinn léttir, en ólögleg beiting eldfluga í Íran veldur ótta alþjóðastofnanna um að þessi tækni verði notuð meir án samráðs. Stöðugar erjur og tollahækkanir sem beinast að Kínverjum eru ekki að skila öðru en óróa og minnkandi viðskiptum á milli landanna.

Hlutur BNA af heimsframleiðslu minnkar áfram og nú eru þeir komnir í 3. sæti á eftir Kína og ESB. Geta þeirra til að hafa áhrif á stjórnarfar annarra ríkja verður áfram mikill. Framleiðsla á mann hefur einnig hækkað í stjórnartíð Trump, en verði stríð er sá bati fljótur að hverfa. 

Í fámennu eyþjóðfélagi hækkar olíuverð strax til útgerðar og annars atvinnurekstrar. Verði hækkanir viðvarandi dregur það úr flugferðum, varla ábætandi ofan á áróður umhverfissinna og kröfur um enn meiri skattlagningar á flug. Fækki komum ferðamanna, segir það fljótt til sín þegar hlutur ferðaþjónustu er 42% af útflutningi.


mbl.is Flugskeytum beint að Bandaríkjamönnum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband