Engin lognmolla í stjórnmálum á meginlandinu

Kjörnir fulltrúar í ESB vilja velja leiðtoga sína sjálfir. Hafna leiðtogaveldi þar sem forystumenn velja eftirmenn sína. Gaman verður að sjá hvort ESB búi yfir nægilegum þroska til að láta lýðræðiskjörna ráða för. Hér þekkjum við hvernig hæstaréttardómarar eru ráðnir með blöndu af ráðherraveldi og af dómurum.

Skemmtilegt er að fylgjast með hnútukasti í breskum stjórnmálum, þar sem virðulegur sendiherra slær Trump út af laginu. Drottningin eins og áður sómi Bretlands en "lávarðadrengir" berjast eins og í góðu ensku leikriti. Beint lýðræðið er ekki að endurspeglast þar heldur. Jeremy Corbyn sem ætti að vinna á í núverandi öngþveiti tvístígandi og heldur leiðum opnum. Ekkert afgerandi og kjósendur ráðviltir?  

Atkvæðagreiðsla um formannskjörið í íhaldsflokknum er blönduð leið, val leiðtoga og flokksmanna. Á meginlandinu hafa menn ekki trú á að Bretland spjari sig út í hinum stóra heimi eða yfirgefi stærsta viðskiptabandalagið í keyrslu fjarlæð. Brexit með betri samningum er ekki í boði og er þá nýr forsætisráðherra líklegur til að gera betur en samningakonan Theresa May? 

 

 

 


mbl.is Vill nýtt þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Vonandi tekst nýjum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson að framfylgja skýrum vilja Bresku þjóðarinnar um útgöngu Breta úr ESB ! Annað væru stór svik við lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016.

Gunnlaugur I., 11.7.2019 kl. 03:12

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Takk fyrir innlitið Gunnlaugur.

Mín þekking á brezkri pólitík kemur aðallega frá BBC. Þar er öllu velt fram og aftur og mikill kraftur í umfjöllun. Umfjöllun og matreiðing frétta BBC er geysilega áhrifarík og skoðanamyndandi. Fréttir eru mest á yfirborðinu og skýringar vantar. Fréttastofan virðist hafa meiri áhuga á Ameríku en Evrópu.  Var úrgangan kynnt nægilega árið 2016?

Hversvegna í ósköpunum eru skilaboðin frá þingmönnum ekki ljósari í vinnu Theresu. Varla er hægt að skella allri skuldinni á May. Óeining og fálm í Brexit málum er mikill innan flokksins og nú verðum við að sjá hvort Boris Johnson leysir hnútinn. 

Sigurður Antonsson, 14.7.2019 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband