Semmtilega óraunsær eða eru fjölmiðlar sem ráða ferð?

Arftaki Theresu May er ákafamaður, greindarlegur, snöggur og vígfimur. Í stað þess að lenda út í skurð kann hann að hjóla á á braut eins og yngri bróðir hans gerði fimlega í dag. Undanfarna vikur hefur brezkt sjónvarp verið eins og hluti úr leikriti höfuðskáldsins. Áhorf mikið og spennandi leikþættir nánast daglega. Ekki er laust við að þingmenn skemmti sér líka, því mikið er um hróp og frammíköll.

Flestir forsætisráðherrar Breta hafa farið frá frekar sneypulega undanfarna áratugi, þrátt fyrir að hafa unnið af heilindum fyrir þing og þjóð. May átti sína góðu kafla og fór frá tárvotum augum. Cameron boðaði til kosninga án þess að kynna útgönguna nægilega vel og fyrir það þarf Boris Johnson að svara. Í raun er það þingflokksins að svara. Hann átti að upplýsa það sem nú liggur fyrir að þjóðartekjur lækka um allt að 10% án samninga. Minnka samskipti þjóðar og verslun. 

Fjölmiðlar hafa verið dómharðir sem kemur fram í gífuryrðum og upphrópunum. Hörð samkeppni fjölmiðla og ógrynni netskýringa  bjóða upp á mistúlkun. Miða að því að selja og vera í sviðsljósi. Stjórnmál og fréttaskýringar bera þess vitni í Bretlandi og á Ísland.

 


mbl.is Vildi frekar vera dauður úti í skurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband