Ný landganga, ný hugsun og aðferafræði breytir öllu.

Eins og í lok heimstyrjaldar skiptir mestu máli hverju á að tefla fram. Tilraunir Breta til að tengjast Evrópu hafa flestar runnið í sandinn. Gagnkvæmt tollabandalag getur orðið erfitt, en augljóslega er róinn lífróður til að ná landi. Hvernig tiltekst kann að lengja líf Boris í embætti.

Boris hefur lofað miklum fjármunum til skóla, lögreglu og í ýmsa vinsæla málaflokka. Gamalt útspil Theresu May með skattfé þegar kemur að kosningum. Cameron gagnrýnir Johnson fyrir að hugsa meira um eigin frama í stjórnmálum, en samstöðuna í flokknum. Boris sem hefur tapað öllum sínum atkvæðagreiðslum í þinginu trúir ekki lengur á að hann nái ásættanlegum samningum? 

Með því að loka á þingstörf tryggir Boris að kastljós fjölmiðla beinist að kosningabaráttu hans næstu vikurnar. Eins og í gamanmynd er vinsælt að fara í stívél kúabóndans, heimsækja lögreglu eða leikskóla þar sem hann er orðinn aðalnemandi og svarar öllum spurningum. Kapp er lagt á halda Brexit flokknum frá umræðunni, halda andstæðingum fjarri umræðunni sem hann markar. Að lokum snýst umræðan um að halda í viðskipti og atvinnu þegar samdráttur er í hagkerfum heimsins fyrirsjáanlegur. 

Netstjórnmál, tíst  á Twitter teljast varla alvörustjórnmál, þar eru mest um áminningar, sem eru teknar misjafnlega alvarlega af þeim sem þær beinast að. Síbreytilegur boðskapur Trump beinist að því að auka viðskipti heimafyrir, minna er hugsað um langtíma afleiðingar. Hann á það sammerkt með Boris að þeir eru báðir í stöðugri kosningabaráttu um eigið pólitískt líf. Utanríkismál eru höfð til hlés og þar tapast áfangar vegna þess að allt beinist að eigin búskap. Evrópusambandið getur lengt líf Boris, en á endanum hlýtur að koma að nýjum kosningum um útgönguna eftir upplýsta umræðu.

 

 

 


mbl.is Mögulegur samningur í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband