Færsluflokkur: Bloggar
3.10.2015 | 20:57
Merkileg uppgræðsla
Merkilegt landslag sunnan og vestan við vatnið. Sagan um lúpínuna og uppgræðslu sem fylgir fréttinni er athyglisverð. Hvernig lúpínan hopar fyrir birki og blómplöntum þegar árin líða. Tími lúpínunnar varir um hálfa öld og þá hefur hún myndað jarðveg fyrir aðrar plöntur.
Á svæðinu fannst mér eftirtektarvert að sjá litskrúðugt stórgrýti á grónum hæðum. Ég ímyndaði mér að það hafi slípast af jökulruðningi fyrir þúsundum ára. Skógræktarmönnum þarf að sýna sértaka virðingu því þeir skapa skjól og breyta breiðum í ilmandi gróður.
Hestamenn vilja líklega nóta eins og aðrir þegar skjól hefur verið myndað. Mér finnst að reiðstígar þurfi ekki að vera breiðir. Er ekki hægt að sameina þessa stíga í göngu og reiðstíga þegar bæjarsjóður leggur fram fé í útistíga.
![]() |
Ljótara en nokkur utanvegaakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2015 | 23:33
Rífandi gangur en ekkert flug.
Farsæll og dugnaðarlegur innanríkisráðherra. Yfirvegaður og góður til andsvara þótt hann hafi ekki verið lengi í embætti. Flokkurinn hefur ekki náð sér á strik eftir hremmingar síðastliðinn vetur. Allir stjórnmálaflokkar þarfnast eldhuga sem koma fram með nýjar lausnir og fylgja þeim fast eftir. Þeim sem gengur best eru launhæðnir og tvíræðnir. Fullir af samlíkingum og skopi.
Jóhönnu gekk ekki sérlega vel að hemja sína "ketti". Hún fær lof í lófa hjá þáttastjórnanda sem er að auglýsa þætti sína á RÚV. Hvar afrekin liggja kemur þá væntanlega fram. Bjarni Ben talaði um Gylfa kvígu þegar ég var strákur. Mér þótti það alltaf fyndið. Golda Meir fór gandreið um landið með ráðherranum. Rykið frá bílnum sást í kílómetra fjarlægð, líkt og ekið væri í eyðimörk. Þessar konur urðu fyrstar til að verða forsætisráðherrar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn komist á flug eftir Hrun. Flest virðist vera að ganga upp hjá ríkisstjórn og veltuaukning í öllum greinum. Háir vextir og óvissa í kjaramálum dregur fylgið niður, þótt það sé Alþingis að leysa þau mál með bættri löggjöf. Borgarstjórnarflokkurinn óvinsæll og frumkvæðislaus.
![]() |
Greinir frá ákvörðuninni á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.10.2015 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 01:39
Spurningaleikur og alvara
Hversvegna gengur ungum íslenskum sprotum svona vel í leikjabransanum? Er það tölvufærni eða örvun frá umhverfinu. Í staðinn fyrir að læra íslensku og bókmenntir er unglingurinn að fullnema sig í tölvuleikjum. Er þessi áhugi sprottinn frá spurningaleikjum í ríkisútvarpinu? Foreldrarnir sjá sjaldan tilganginn fyrr en einn dag sprettur upp unglingur sem með skólanum hefur náð ótrúlegri tækni í leikjum og ljósmyndatækni.
Ungviðið veit snemma hvaða tækifæri búa handan. Í gegnum netið, leiki og kvikmyndir þroskast hæfileikarnir til að eiga viðskipti. Kvikmyndir og leiklist blómstrar hér og allt er snýr að afþreyingu. Mikill tengsl við Kanann á netinu gera samningavinnuna auðveldari á síðari stigum. Flest gengur upp nema fjármögnun sem er auðveld í Ameríku. Þá reynir á að kunna samningatækni til að halda í eignarhlut að fyrirtækinu.
![]() |
QuizUp flaggskip NBC í Cannes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.10.2015 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 21:48
Yfirdrifið allsherjarþing
Hjá Sameinuðu þjóðunum verða menn að sýna í hvað þeim býr. Forsætisráðherra Sigmundur sparaði ekki loforðin í umhverfismálum og fékk lof í lófa. Vill gera betur en margur annar. Næsta dag koma leiðtogar stórveldanna saman og verða að svara fyrir getuleysi alþjóðasamfélagsins. Pútín er ótrúlega knár og ákveðinn leiðtogi sem alltaf situr einn í stórum sölum og að því virðist óstuddur í stórræðum.
Málið snýst ekki um Assad heldur þau stríðsátök í ríkjum sem eru á barmi byltinga. Ef vilji er fyrir samkomulagi ná menn að semja um frið í Sýrlandi. Bandaríkin eru miklir orsakavaldar í þessum heimshluta eins og þeir voru í Víetnam. Obama veit að Bandaríkin og Vesturlönd eiga leik. Rússar eru aumir og að þrotum komnir eftir að Saudar lækkuðu olíuna. Kalt stríð er hluti af þeirri fléttu. Saudi-Arabía spilar stórt hlutverk og vilja átök í burtu frá sínu landi, en hversu lengi varir það ástand.
Vopnakaup ISIS eru fjármögnuð af nágranaríkjum Sýrlands, en á ábyrgð vopnasala. Sameinuðu þjóðirnar gætu komið á skuldbindingum í vopnasölu. Koma ábyrðinni á stríðsæsingamenn og vopnasala sem þyrftu að fjármagna endurreisn. Ráðherra Sigmundur veit að Íslendingar eru miklir umhverfissóðar. Við erum líka fjarri vopnagný og hörmungum stríðsþjáðs fólks.
![]() |
Sundrung á meðal leiðtoga heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 07:33
Íþyngjandi
Nýju sjónvarpstöðvarnar með ÍNN eru uppspretta mikils fróðleiks og skemmtunar. ÍNN á mikinn þátt í aukinni framleiðni með framlagi sínu. Viðskiptafréttir allan sólarhringinn. Litlu stöðvarnar veita RÚV verulega samkeppni á landsbyggðinni. Ákveðnir þingmenn eru alltaf tilbúnir til að leggja nýjar álögur á landsmenn. Frjáls samkeppni er ekki þeirra lag.
![]() |
„Myndi slökkva á ÍNN“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 21:35
Pútín er mikill
Síðasta setningin í greininni er smellurinn í frásögninni. Pútín er allt um lykjandi og eignast ríkið að lokum. Ævintýrið er kórónað. Gjafir eru færðar Pútín. Minna má það ekki vera en verk eftir Michelangelo og Rembrant. Pútín hringir í Sir Eldon John og ræðir málefni hinsegin fólks. Spaug eða fúlasta alvara, enginn veit en sagan er farin af stað.
Bestu ævintýrin eru sögð gerast í steingrárri svalalausri steinsteypublokk frá Stalínstímabilinu. Gjafirnar eru í upprúlluðum hólkum. Khrútsjov kallinn var ekkert uppveðraður en sagan er gerð trúverðug með pólitískum spuna. Pútínævintýrin eru ekki síðri en kóngsævintýrin.
Sagan um málverkin hennar Ninu hefur margar óvæntar uppákomur. Eiginlega grátbroslegar eins og í Kirsuberjagarði Antons Tjéskov. Almenningur veit hvað hann hafði í gömlu leiðtogunum en nýju herragarðseigendurnir eru enn ekki búnir að segja sitt síðasta.
Að lokum kemur hið sanna í ljós. Einkar skemmtileg frásögn með spennuþrungnum ævintýraljóma. Blessaður sé Pútín og allir hans lögreglumenn. Þeir munu vernda ríkið og sjá um að lokum komist allir og allt sem týnt var í örugga höfn.
![]() |
Hið sanna loks komið í ljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2015 | 14:38
Rannsóknarvald?
Er Seðlabankinn ríki í ríkinu með rannsóknarvald? Löggjöfin í kringum bankann og getuleysi til að halda niðri vöxtum og vaxtamismun inn og útlána veltir upp spurningum. Voru lögin um Seðlabankann miðuð við að enginn þyrfti að axla ábyrgð. Banki fyrir stjórnmálamenn umsetna af hagfræðingum sem vildu komast í öruggt skjól frá átakapólitík.
Aðförin að Samherja sem staðið hefur í mörg ár er eitt furðuverkið. Banki sem getur sent tugi manna í rannsóknarleiðangur þarf ekki að upplýsa rannsakanda um hvað málið snúist. Venjulega á sakborningur sem liggur undir grun rétt á því að fá sanngjarna meðferð mála og að vita hvaða kæruefnið er. Hvort það snýst um sölu á 5 tonnum af bleikjum eða milljarða yfirfærslum?
Hér virðast grundvallar mannréttindi hafa verið brotin á forsvarsmönnum Samherja. Bankaráðsmenn geta ekki skýlt sér með því að segja að endurskoðun fari fram á lögum. Það kemur ekki Samherjamálinu við. Alþingismenn sem bera líklega stærstu ábyrgð á slöku gengi bankans þurfa heldur ekki að svara.
![]() |
Þetta eru alvarlegar ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2015 | 21:12
Allir græða
Ógnuðu vesturfararnir Ameríku mætti líka spyrja. Var áhætta tekin þegar 52 ungverskir flóttamennirnir komu 1956. Þeir voru að flýja ógnarstjórn kommúnista? Vel getur verið að Ungverjaland sé ekki fært að taka við flóttamönnum eins og við gerðum á sínum tíma.
Vesturfararnir lögðu grunninn að hagsæld Ameríku. Þegar margar þjóðir koma saman og sameina krafta sína, þar sem lýðræði ríkir blómstrar mannlíf og viðskipti. Þýskaland og Svíþjóð eru góð dæmi. Þar ríkir friðsæld og framfarir.
Það var rétt hjá einum Gyðingi sem sagði að Ísland væri nánast tómt land. Gyðingar sáu líka tækifæri í eyðimörkinni. Hér vantar fólk nær allstaðar. Einkum fjölskyldufólk sem á betur með að aðlagast. Ríkisstjórn og bæjarfélög vilja gera vel í þeim efnum með einstaklingum. Nýir þegnar eiga líka eftir að hjálpa hinum sem minna mega sín.
Norðmenn tóku á móti þúsundum Íslendinga eftir Hrun og veittu þeim vinnu og aðlöguðu sínu samfélagi. Nú er verið að tala um að taka á móti 100-300 flóttamönnum á tveimur árum.
![]() |
Segir flóttafólkið ógna Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.9.2015 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2015 | 22:42
Fljótir að svara
Gyðingar hefðu aldrei lifað af ofsóknir kristinna manna hefðu þeir ekki snúist til varnar. Wiesenthal stofnunin er einn þáttur í þeirri viðleitni að upplýsa og leiðrétta. Það er hollt að heyra sjónarmið gyðinga, þegar "trúleysingar" í borgarstjórn fara út í heim.
Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels Yair Lapid er einn þeirra gyðinga sem hefur andmælt viðskiptabanni borgarstjórnar. Rök hans í nýlegri blaðagrein bera vott um mikla yfirsýn, rökfimi og leiftrandi greind. Menn eins og hann eru áhrifamiklir í Bandaríkjunum, landi sem hefur umborið bæði múslima og gyðinga.
Nýja testamentið er fullt af ásökunum í garð gyðinga. Um páska eru alltaf einhverjir sem hafa orð á þessu. Ofsóknir nasista á hendur gyðingum sýnir hve öfgahreyfingar geta orðið grimmar. ISIS hreyfingin með Kóraninn á lofti er ekki undanskilin.
![]() |
Passíusálmarnir fullir af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2015 | 22:42
Sjaldan ein báran stök
Hversu langt á borgarpólitík að ganga. Er ekki ærin verkefni að ná hallalausum fjárlögum? Megin tilgangur borgarfulltrúa er að þjóna Reykvíkingum sem best. Ekki með yfirlýsingum um alþjóðapólitík þegar allt veður á súðum í fjármálum.
Gyðingar eru ekki þekktir fyrir fjármálasukk, heldur ekki hátt skrifaðir hjá vinstri mönnum. Þeir eru ekki að skipta sér af málefnum sveitafélaga á norðurhjara veraldar. Menn sem eiga fleiri nóbelsverlauna en flest önnur þjóðabrot. Þeir gætu eflaust rétt af taprekstur borgarinnar með nokkrum ráðleggingum fyrir hádegi.
Borgarfulltrúinn sem kom auga á hvernig borgin gerir æ fleiri að þurfalingum sagði starfi sínu lausu með hvelli. Þegar hún fór vakti hann verulega athygli á nýju starfi sínu. Var það mikilvægara en að reyna að snúa blaðinu við í aumingjavæðingunni.
![]() |
Dugar ekki að breyta tillögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson