Færsluflokkur: Bloggar

Uppákomur eða sammála að hleypa ungu fólki að?

Aldrei fór það svo að ekki yrðu neinar uppákomur á landsfundunum sem fóru fram um helgina. Góðs viti að það sé einhver gerjun í fjórflokknum eftir að menn uppgötvuðu að unga fólkið vantaði. Vonandi er það ekki bara enn einn lögfræðingurinn sem nær að synda upp á yfirborðið. Hjá vinstri grænum gerðist ekki neitt nýtt, annað en að haldið er áfram að hnýta í Sjálfstæðisflokkinn.

Píratar eru að breyta landslaginu í pólitíkinni, en hversu djúpt nær umbreytingin. Verður hún til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í innflytjendamálum og húsnæðismálum. Verður áfram notast við krónuna og Seðlabankann? Á eyríkið áfram að búa við vinnuaflsskort? Er nóg að segja að frelsi eigi að ríkja til athafna þegar höft eru viðvarandi á mörgum sviðum. Einkum vextir og verðbólga sem draga úr heilbrigðu efnahagslífi.

Skilgreina þarf betur hvað af óskum yngri kynslóðarinnar verður hafður á oddinum við næstu kosningar. Er líklegt að Píratar og Sjálfstæðismenn nái saman eftir næstu kosningar og myndi meirihluta? Ef slíkt landslag leiðir af sér meira val hjá fólki er ekki ólíklegt að landið geti farið að líta á Sviss sem fyrirmynd.

 


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein dýfan

Samningar á vinnumarkaði eru ófullkomnir miðað við hin Norðurlönd. Óstöðugleiki í efnahagsstjórn og mikill verðbólga einkennir íslenskt þjóðfélag. Íslenskt vinnuumhverfi hefur ekki náð að þroskast í þessum efnum. Alþingismenn reyna að nýta sér átök á vinnumarkaði í stað þess að vinna að lögum um vinnudeilur og stöðugleika. Opinberir starfsmenn og almenningur líður fyrir ófullkomleikann. Fjármálaráðherra þekkir þessa sögu fáranleikans, en samstöðu vantar til að gera breytingar..

Í framhaldskólum eru vetrafrí og skrifstofum lokað ef ekki skólum. Heilsugæslan óstarfhæf og fjölda opinbera skrifstofa loka. Skilaboðin sem send eru út í þjóðfélagið og til nemenda eru að hér sé allt meira og minna í handaskolum. Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði. Verkföll og kjaradeilur eru tíðari þegar "hægri menn" ráða og notaðar í pólitískum tilgangi. Þegar vinstri menn ráða hægir á og tekjur minnka.

Margaret Thatcher réðst á þetta fyrirbæri fyrir áratugum. Kom Bretlandi úr álögum og fékk lof fyrir. Varð lengst allra forsætisráðherra í embætti. Norðurlöndin hafa búið við stöðugleika í áratugi. Krónan er hluti af þessum vandræðum hér og enn á að styðjast við hana. Allir tapa. 

 

 


mbl.is Verkföll hefjast á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús ver okkur fyrir offari.

Að vera undir eftirlit í þrjú ár er langur tími. Takmörk þyrftu að vera á jafn viða miklum aðgerðum lögreglu. Rökstuddur grunur um afbrot, en það hefur varla verið í þessu tilfelli. Sagan hefur sýnt að lögreglunni og rannsóknaraðilum hættir til að ofnota heimildir. 

Mikill kostnaður fylgir og sé hann án heimildar hlýtur það að bitna á ráðstöfunarfé lögreglunnar. Magnús gerir almenningi greiða með því að vekja athygli á þessari misbeitingu valds. Sterkur maður Magnús.

 

  


mbl.is „Ég er ekkert hræddur við þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langhlaup og Icesave eldar

Skemmtilegir forsetapistlar Stefáns J Hafsteins um helstu mál er afþreying Malaví sendiherrans. Stefán kemur víða við í Kjarnanum 17. júní síðastliðnum. Glæsilegur og frambærilegur krati í eigin útlegð. Snjall baráttumaður hefði byrjað kosningabaráttuna meðal samherja á heimaslóð.

Ef verið er að draga krata upp á dekk í forsetaframboð væri nær að tefla fram Jóni Hannibalssyni. Síungum málsnjöllum Vestfirðingi, fyrrum sendiherra og stjórnmálamanni. Ólíklegt er að kjósendur hleypi öðrum að en þeim sem hefur þor og reynslu til að takast á um pólitísk málefni. 

Össur Skarphéðinsson er annar málafylgjumaður með mikla reynslu í ólgusjó stjórnmála. Hvar umsóknin að ESB aðild verður stödd efir 4 ár spilar inn í val á forsetaframbjóðenda. Þjóð sem hefur farið í gegnum Icesave-elda tekur varla reynslulausan frambjóðanda í mál.

 

 


mbl.is „Hef vissulega mínar hugmyndir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurlegt yfirlit.

Fátt bendir til að forsetinn hætti á næsta ári. Þegar hann fer yfir farinn veg kemur ýmislegt fram sem hann er ósáttur við en líka það sem áunnist með hans styrk. Stjórnmálafræðingurinn skynjar að hann gæti enn lagt ýmislegt gagnlegt fram í þjóðmálum.

Forsetinn er tiltölulega ungur. Lífsaldurinn hefur lengst um 10 ár ef ekki meir síðastliðna öld. Þetta vita kaþólikkar og páfar, reyna að miðla og leiðbeina sem lengst hafi þeir þrek. 


mbl.is Tilkynnir um framboð í nýársávarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útbrunninn banki

Hvað er í gangi hjá Þjóðarbankanum? Asertamenn óskuðu eftir upplýsingum um gjaldeyrismál hjá Seðlabankanum. Í stað þess að fá svör voru þeir ákærðir um brot á gjaldeyrismálum og þvælt í gegnum dómskerfið í heil 5 ár.

Illa er komið fyrir banka sem ekki getur svarað málefnalegri umræðu. Umræðan í Morgunblaðinu sýnir hve mikilvæg frjáls pressa er þegar upp koma endurteknar misgerðir í kerfinu.

Samherjamenn hafa burði til að leita skýringa. Hafa í 4 ár eins og Aserta þurft að verja sig með ærnum kostnaði. Niðurstaðan er sigur fyrir dómskerfið þó seint sé. Umræðan er af hinu góða ef þeir sem hafa skapað þetta umhverfi sjá að sér og lagfæra brotalamir.

Í Geirfinnsmálinu bar miskunnarlaust kerfið sakborninga ofurliði. Rannsóknar og dómsvald var aðskilið þegar Sakadómur var niðurlagður eftir að Akureyringur hafði unnið mál í Strasbourg. Alþingi á að taka lögin um Seðlabankann til rækilegra endurskoðunar.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Líkir Aserta-máli við Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm tonn af bleikjum

Seðlabankinn er með rannsóknar og refsivald. Eitthvað bogið er við þessar heimildir. Sérhver borgari á rétt á að verða upplýstur um sakarefnið sem á hann er borið og að mál hans sé tekið upp fyrir óvilhöllum dómstóli.  

"Hvern þann sem borinn er sökum fyrir refsivert brot skal telja saklausan uns sekt er sönnuð að lögum í opnu réttarhaldi, enda hafi verið tryggð öll nauðsynleg úrræði til að halda uppi vörnum." Segir í 11. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Fáránleikinn við mál Samherja er að þeir hafa ekki verið upplýstir nákvæmlega um sakarefnið á löngum rannsóknarferli. Verðlagning á bleikju átti að vera eitt sakarefnið, en útskýrir ekki misbeitingu valds og niðurlægingu sem Samherjamenn hafa mátt þolað. 

Offarið sem Seðlabanki beitti við upphaf málsins var innrás með marga tugi manna til að taka gögn sem síðar var skilað seinn. Aðfarirnar voru eins og klipptar úr amerískri bíómynd. Á margan hátt eins og upphafið á Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Grunur um spírasmygl varð að einu stærsta sakamáli Íslandssögunar. 

 

 

 


mbl.is Undirbúa skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta sig í fótinn

Lítið ríki eins og Ísland er altekið kjaradeilum árið út. Þegar "hægri" stjórn ríkir eru þær öllu óvægari, ekki síst vegna þess að hagvöxtur hefur aukist. Hagvöxtur mælir aukna veltu en er í sjálfu sér ekki mælikvarði á góðæri. Þegar krónan styrkist eykst kaupmáttur ofan á ríflega hækkun launa. Neikvæður viðskiptajöfnuður er ávísun á verðbólgu.

Þegar Alþingi nær ekki að setja betri lög og skilvirkari um vinnudeilur er ástæða til að örvænta. Lögreglumenn eru ekki undanteknir og þeir sem eru á síðustu metrunum. Allir vilja minna á mikilvægi sitt. 

Löggjöfin um Seðlabankann er af sama meiði. Bankinn hefur ekki stýritæki til að hemja verðbólgu. Á meðan gengið styrkist þegar innflutningur eykst er það ávísun á atvinnuleysi. Þannig hefur þetta gengið í meira en heila öld. 

Hvernig komast Grænlendingar og Færeyingar framhjá þessu sveiflum? Ekki eru þeir í verðbólgukollsteypum þótt færri séu að íbúðatölu.


mbl.is Kvöldvaktin fullmönnuð hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðhald og breyttir tímar

Fjárlög ákveða svigrúm skólastjórnenda til ráðninga. Allstaðar er verið að kalla eftir skilvirkni og sparnaði. Margir kennarar jafnt sem foreldrar og nemendur eiga erfitt með skilja þetta. Skólarnir eru að afhenda mikill verðmæti en mörgum þykir það sjálfsagt. Hefð er fyrir því að menntun skuli vera "ókeypis" eða kostuð af skattgreiðendum. Ekki lengur? 

Þegar nemendum fækkar á landsbyggðinni kallar það á enn meira aðhald. Stór fyrirtæki senda tiltektarmenn í útibú og láta þá skera niður fitu. Sömu menn dvelja ekki lengi á sama, heldur fara á milli. Þá koma nýir stjórnendur sem taka við breyttu skipulagi. Hlutdeild hins opinbera í aflafé eða sem hlutfall af landsframleiðslu hefur sífellt verið að aukast.

 


mbl.is Kennarar deila við skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúpínan fái uppreisn

 

Hestamenn eins og golfarar eru útivistarmenn með mikill ítök í bæjarstjórnum. Virðast eiga auðvelt með að fá fé út úr misjafnlega velstæðum bæjarfélögum. Garðabær hefur gert mikið fyrir göngufólk við Vífilsstaði. Þar fyrir ofan eru breiðir reiðstígar og hægt ríða með þrjá eða tvo til reiðar. Skógræktarmenn eru uppgræðslumenn, en hestamenn beita þar sem því verður viðkomið.

Í dag skiptir litlu hvort landið sé erfðafestuland eða eignarland. Ætli bæjarfélagið að taka það til eigin nota er flest mögulegt. Reykjavíkurborg eignaðist Álfsnesið og Norðlingaholt eftir krókaleiðum. Þegar borginni fannst orðið of mikið af bústöðum við Rauðavatn rak hún eigendurna burt undir yfirskini að það væri háskjálftasvæði. Hesthúsabyggð í Selásnum hefur enn fengið frið fyrir blokkabyggð og það sem eftir er af Rauðhólunum.

Gróður við Vatnshlíðina og Hvaleyravatn var illa farinn af foki og áratuga beit. Á fyrri öldun var skylda að láta Bessastaði fá eldvið frá þessu svæði. Umskiptin eru ótrúleg á tæpri öld eftir að beit minnkaði ofan við Hafnarfjörð og Garðabæ. Lúpínan og skórækt eiga drýgstan þátt í því verki. Lúpínan er sú planta sem mest er jarðvegsskapandi á Íslandi. Sunnan Sólheimajökuls hefur hún gjörbreytt landslaginu. Mál til komið að vegsama verk hennar.


mbl.is Harma núning við leigutaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband