Fimm tonn af bleikjum

Seðlabankinn er með rannsóknar og refsivald. Eitthvað bogið er við þessar heimildir. Sérhver borgari á rétt á að verða upplýstur um sakarefnið sem á hann er borið og að mál hans sé tekið upp fyrir óvilhöllum dómstóli.  

"Hvern þann sem borinn er sökum fyrir refsivert brot skal telja saklausan uns sekt er sönnuð að lögum í opnu réttarhaldi, enda hafi verið tryggð öll nauðsynleg úrræði til að halda uppi vörnum." Segir í 11. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Fáránleikinn við mál Samherja er að þeir hafa ekki verið upplýstir nákvæmlega um sakarefnið á löngum rannsóknarferli. Verðlagning á bleikju átti að vera eitt sakarefnið, en útskýrir ekki misbeitingu valds og niðurlægingu sem Samherjamenn hafa mátt þolað. 

Offarið sem Seðlabanki beitti við upphaf málsins var innrás með marga tugi manna til að taka gögn sem síðar var skilað seinn. Aðfarirnar voru eins og klipptar úr amerískri bíómynd. Á margan hátt eins og upphafið á Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Grunur um spírasmygl varð að einu stærsta sakamáli Íslandssögunar. 

 

 

 


mbl.is Undirbúa skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband