Uppákomur eða sammála að hleypa ungu fólki að?

Aldrei fór það svo að ekki yrðu neinar uppákomur á landsfundunum sem fóru fram um helgina. Góðs viti að það sé einhver gerjun í fjórflokknum eftir að menn uppgötvuðu að unga fólkið vantaði. Vonandi er það ekki bara enn einn lögfræðingurinn sem nær að synda upp á yfirborðið. Hjá vinstri grænum gerðist ekki neitt nýtt, annað en að haldið er áfram að hnýta í Sjálfstæðisflokkinn.

Píratar eru að breyta landslaginu í pólitíkinni, en hversu djúpt nær umbreytingin. Verður hún til þess að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu í innflytjendamálum og húsnæðismálum. Verður áfram notast við krónuna og Seðlabankann? Á eyríkið áfram að búa við vinnuaflsskort? Er nóg að segja að frelsi eigi að ríkja til athafna þegar höft eru viðvarandi á mörgum sviðum. Einkum vextir og verðbólga sem draga úr heilbrigðu efnahagslífi.

Skilgreina þarf betur hvað af óskum yngri kynslóðarinnar verður hafður á oddinum við næstu kosningar. Er líklegt að Píratar og Sjálfstæðismenn nái saman eftir næstu kosningar og myndi meirihluta? Ef slíkt landslag leiðir af sér meira val hjá fólki er ekki ólíklegt að landið geti farið að líta á Sviss sem fyrirmynd.

 


mbl.is „Ég er bara orðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Siggi, Siggi vaknaðu vaknaðu þér er að dreyma, það skiptir engu máli hver er í stjórn það er sama rassgatið á þeim öllum.

Það sem mér lýst illa á er að sjóræningjarnir eru á móti gegnsæi, upplýsinga frelsi og beinu lýðræði.

Hvað hef ég fyrir mér í þessu, skoða hvernig fulltrúi sjóræningjanna í borgarstjórn hagar sér, svo auðvitað að fulltrúi sjóræningja á Alþingi  stakk upp á því að hafa leinilegar atkvæðagreiðslur í þingsal Alþingis.

Ekki gleypa öngulinn og sökkuna líka Siggi minn, þegar þú hlustar á prumpið hjá sjóræningjunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.10.2015 kl. 00:58

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Jóhann

Góða við að skrifa á skýin er að það er alltaf hægt að skipta um skoðun. Sá að einn sannur sjálfstæðismaður á blogginu hélt að marxistar væru búnir að yfirtaka flokkinn. Efasemdir eiga rétt á sér. Nú er aðeins hálfleikur á samkomunni og trúlega munu margir töfrast af samspilinu og sjónleiknum. Sjá að breytinga er þörf. Allt gott við það. Aðrir óttast of mikinn innflutning af landbúnaðarvörum. Þar er ég sammála. Hreinleikinn, sjórinn og vatnið á eyjunni er auðlind. Stóru lægðirnar sunnan úr Flórída, flytja okkur frískleika. Næstu kvöld og nætur verða norðurljósin með glæsisýningu. Þá er rétti tíminn til að vera á Þingvöllum.

Flest af því sem flokkurinn lofaði fyrir kosningar hefur hann efnt. Lækkað skatta og tolla og bætt kjör. Frjálslyndi innan skynsamlegra löggjafar er ágætt. Það sem við ráðum ekki við eigum við fá leiðsögu með frá stærri þjóðum. Til dæmis í bankamálum, gengismálum og varðveislu stöðugleika.

Sigurður Antonsson, 25.10.2015 kl. 07:09

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekkert land í hinum svokallaða vestræna heimi sem að hefur háa vexti og verðtryggingu til viðbótar.

Ef verðtrygging væri eins góð og íslenska banka og peninga elítan heldur fram þá væri verðtrygging á lánum alstaðar.

Aðal röksemdin hjá banka og peninga elítunni fyrir verðtryggingu er að það eru svo miklar sveiflur á fjármálamarkaðnum sem ekki gerist annars staðar. Það er ekki rétt hér USA í October 1981 voru vextir 18.3% ég man það ekki fyrir vist eða kanski voru vextirnir 18.6%, en í dag eru þeir um 4%.

Það var aldrei talað um að það þurfti að setja verðtryggingu á lán, það þótti sjálfsagt og þykir enn að lánveitandi taki þátt í áhættu á fjármálamarkaði.

Aðal ástæða fyrir að margir kjósendur kusu t.d. Framsóknarflokkinn var vegna þess að því var lofað að afnema verðtrygginguna, sem ekki hefur verið staðið við til dagsins í dag.

Það var líka vitað mál að hafa skuldaleiðréttingu á lánum en ekki afnema verðtrygginguna Kæmi til með að leiðréttingin mundi gufa upp í skítalykt og það hefur gerst.

Ef að núverandi RIKISSTJORN hefði ekki gert neitt nema að afnema verðtrygginguna, þá væri fylgið ekki að hrapa.

En eins og stefna Sjálfstæðisflokksins er í dag, þá er lítill munur frá öðrum flokkum sem eru með fulltrúa á þingi. Þess vegna er flokkur heimasetufólksins á kjördag kominn í 30% til 40% fylgi.

Sjalfstæðisflokkurinn barðist fyrir velferð og hagsmunamálum einstaklingsins, en það er ekki lengur. Nú er það orðið að berjast fyrir sérhæfis og þrýstihópum sem Sjalfstæðisflokkurinn er að berjast fyrir.

Góðar stundir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.10.2015 kl. 14:41

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Unga fólkið mun hafa úrslitaáhrif í næstu kosningum. Þess er framtíðin og það hefur mestar upplýsingar sínar frá netheimum. Held að við misreiknum þekkingu þeirra. Þau lesa allt aðrar bókmenntir en menntamálaráðuneytið og skólar mæla með. Það kemur fram í stjórnmálaályktunum flokksins að það eru breytt viðhorf sem koma frá unga fólkinu.

Ekki veit ég hvernig þessu er farið í Bandaríkjunum en trúlega eru viðhorfin að breytast eins hjá ungu fólki. Mér fannst alltaf þegar ég var í Ameríku að löggjöfin væri skynsamleg og verndandi. Þeir báru mikla virðingu fyrir fjölskyldunni og innflytjendur máttu taka foreldra sína til Ameríku. Þeir fengu græna kortið og gátu sameinast börnum sínum.

Já, vextir eru talsvert háir af íbúðalánum og líkt því sem er í Noregi. Bankavaldið er hjá þér harðneskjulegt og fólk verður að fara út ef ekki greitt í langan tíma. Án þess að taka með sér skuldir á bakinu. Hér bera bankar of litla ábyrgð á lánveitingum. Verðtryggingin er afleiðing af lélegri peningamálalöggjöf sem leggur ekkert til mögru árana. Grátlegt næstum því að sjá hvernig verðbólgan er eins og eldur í sinu þegar hún fer af stað.

Skil einfaldlega ekki af hverju við getum ekki notað dali. Kanadíska eða ameríska. Sama og sum Mið-Ameríku ríki.

Sigurður Antonsson, 26.10.2015 kl. 22:45

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð spurning Siggi minn, það kemur að því að fólk segir hingað og ekki lengra með okur banka og peninga elítunnar.

Það er auðséð að þú hefur spáð mikið í fjármálalán Íslendinga, en það þarf að stöðva hundinn að elta,skotið á sér, verðbólga fer upp og út af því eru verðtryggð lán að hækka, af því að verðtryggingin hækkaði þá hækkar verðbólgan og svo fram vegis.

Óska þér alls hins besta og vonandi ferð þú ekki illa í næsta hruni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.10.2015 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband