Færsluflokkur: Bloggar

Lögreglan vanbúin?

Í ljósi þess að í landinu eru hátt í 100 þúsund byssur er óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki aðgang að öflugum vopnum. Margskonar atvik geta komið upp í eyríki sem kallar á betri varnir gegn öfgamönnum eða brengluðum árásarmönnum. Alltof lítið er vitað um sjálfsmorðssprengjur og hvernig á að meðhöndla grunaða og forða öðrum frá skaða.

Hörmuleg reynsla Norðmanna á að vera víti til varnar. Ekki dugar að tala eins og að vörn sé í vera vopnalaus þjóð. Aldrei hefð átt að senda vopnagjöf Norðmanna til baka. Nær væri að fá þá til að þjálfa íslenska lögreglu og landhelgisgæslu í öryggisþáttum.

Dapurlegt er að heyra hvernig björgunarbátar á íslenskum skipum opnast ekki í neyð og aðgerðaleysið. Uppákoman í Reykjavíkurhöfn þegar dæluskipið sökk á að vera aðvörun um að þekking manna er takmörkuð. Stríðsástandi í Sýrlandi sýnir að við erum ekki lengur langt frá átakasvæðum. Aðeins nokkra flugtíma í burtu.


mbl.is Fimm í haldi vegna vopnlagabrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ofbeldið er ekki svarið"

Sagði Gyðingurinn Elie Wiesel handhafi friðarverlauna Nóbels og heiðursorðu Frakka. " Mannleg þjáning, hvar sem hún á sér stað, kemur okkur öllum við. Hryðjuverk eru hættulegasta svar sem fyrirfinnst". Elie upplifði að búa í Gettói Gyðinga og verða fluttur í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz - Buchenwald.

Orð hans eiga vel við þegar hörmungar sprengjuárása dynja yfir saklausa í mörgum þjóðlöndum. Hvernig stendur á því að óhugnaður stríðandi fylkinga lendir á þeim er síst skyldi? Hversvegna er ungum mönnum beitt til að ráðast á þá sem hafa sýnt af sér mannúð og hjálpsemi? Spurningarnar eru margar og oft engin svör að finna.

Ungir japanskir orrustuflugmenn voru vélaðir til að beita sjálfsmorðsfórn fyrir keisarann og þjóð sína. Konur í Írak og Mið-Austurlöndum hafa einnig verið heilaþvegnar í nafni trúarbragða til að fremja hryðjuverk. Biblían er uppfull af ásökunum í garða Gyðinga til að upphefja þjáningar kristinna manna.

Svo má brýna að bíti og koma á framfæri. Gömul og ný saga. Upplýsingaflæði í Frakklandi um knattspyrnuáhugamanninn sem var fórnarlamb árásarmanns segir heilmikið um lýðræðið. Egyptar eru í miklu uppnámi vegna hryðjuverkaárása og varla ábætandi.

 

 


mbl.is Ekki vegabréf árásarmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannleg viðbrögð ungs listamanns

Flestar stjörnur geisla af fegurð og útgeislun. Gefa ótrúlega mikið af sér til aðdáenda, einskonar ástríki í gegnum söng sem þeir fremstu vilja fá endurgoldna. Uppákoman í Osló þegar listamaðurinn yfirgaf sviðið í flýti er honum fannst hætta á ferð eru mannleg viðbrögð. Ekkert skilt við frekju.

Það hlýtur að vera listamanni þung raun að fara af sviði í byrjun tónleika. Líklega betra en að neyta deyfandi lyfja eftir útkeyrslu á sviði. Alltof margar ungar söngstjörnur hafa dáið fyrir aldur fram í Ameríku.

Listfengi og næmni Biebers á íslenska náttúru endurspeglast í vali hans á myndefni. Myndbandið var einstakt og áhrifaríkt spil náttúru og manns. Ung sál og stælur líkami í fangbrögðum við undurfagra náttúru, hrífur alla sem sjá. Mosinn er þar næstum óuppgötvuð náttúruafurð, dúnmjúkt, þykkt og litríkt teppi sem ferðamenn þurfa að uppgötva og nálgast af varúð. 

 

 


mbl.is Justin Bieber berst við þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt kona á réttum stað

Kjarnakona sem hikar ekki við að segja sannleikann. Það er rétt að Vígdís á sér aðdáendur þvert á alla flokka. Hagsmunapotarar kunna ekki vel við hreinskilni hennar sem er grundvöllur góðra stjórnsýslu. Ríkjandi stjórnmálamenn verða fyrir ótrúlegu aðkasti aðila sem telja að fjárveitingavaldið eigi að vera allt umlykjandi. Að hluta til er það þeim sjálfum um að kenna, því í stjórnarandstöðu snýst dæmið við.

Tvær stærstu sjónvarpsstöðvarnar reyna að krækja sér í vindsældir með að taka alla upp á dekk er verða undir. Spítalar og ummönnun fatlaðra og heilsuskerta eru daglega í sviðsljósinu. Þó er talið að heilbrigðiskerfið sé óvíða jafn gott og hér á landi. Oft er það ofnotað og minna hugsað um að gæta að eigin heilsu.

"Fimmtíu læk á skrifin" Alla vega ekki fimmtíu lækir því þá yrði það að á sem rynni í fljót. Umræðan á netinu er að hluta til skemmtun og fróðleikur. Netverjar eru mun betur upplýstir en flestir aðrir, fá efni víða að. Sjá í gegnum þokuna ef þess gerist þörf. 

 


mbl.is Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyniþjónustan veit sínu viti.

Bretar sendu menn til Sharm el Sheikh fyrir ári til að krefjast betri öryggisgæslu á farangri. Frjáls blöð í Bretlandi hafa margoft gagnrýnt Rússa fyrir slælegt eftirlit með flugvélum, farþegum og farangri, en mörg flugslys í Rússlandi hafa orðið vegna sprenginga. 

Rússland og Egyptaland skýla sér á bak að rannsókn sé ólokið, en stórir hagsmunir eru í húfi. Trúverðugleiki Pútíns er í veði og varinn af samstarfsmönnum hans. Þeir vilja ekki sannleika sem kann að vera óþægilegur. Stríð eru ógnvænleg og draga dilk á eftir sér. 

Bretum má hrósa fyrir gagnsæi og að vera fljótir til að taka ákvarðanir, þegar hætta er yfirvofandi. Öryggið er líka mikið á flugvöllum á Bretlandi og upplýsingastreymi gott. Bretar voru gagnrýnir á íslenska útrásarvíkinga og afleiðingar Eyjafjallajökulsgossins, eðlileg viðbrögð.

Koma þeirra til Íslands á stríðsárunum er órækt vitni um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar lögðu Bretar á sig mikið erfiði til að tryggja frelsi og siglingar. 

 

 

 

 


mbl.is Breta grunar sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veldur langlífi?

Hreyfingarleysi og mikill fita dettur manni fyrst í hug sem gæti dregið úr lífslíkum. Skyndibiti og verksmiðjumatur er yfirleitt óhollari. Hreint eyjaloftslag og náttúrufæði eigum við sameiginlegt með langlífum Japönum.

Áður fyrr voru íslenskar konur langlífari. Hollur matur í sveitum og hreyfing vekur fyrst athygli útlendinga. Skyrið og kjötsúpan ásamt íslensku grænmeti eru eðalréttir glöggra gesta.   Hér ættu að vera kjöraðstæður til að rannsaka langan lífsaldur Íslendinga.


mbl.is Íslenskir karlar ekki lengur elstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var sprengja í farþegarými?

Hafi flugvélinni verið grandað vakna spurningar hvernig gat það átt sér stað. Flugskeytin í Úkraínu hæfðu flugvél í millilandaflugi í 30000 þúsund feta hæð. Kom flugmálayfirvöldum á óvart en tugir farþegaþota flugu daglega yfir á svipuðum slóðum. Þá eins og nú einnig eftir að árásin átti sér stað.

Viðbáran var að uppreisnarmenn réðu ekki yfir langdrægum flugskeytum. Sprengjur og flugskeyti taka stórstígum framförum, en eru samt sem áður seld víða um lönd. Nær óheft vopnasala er staðreynd og lönd eins og Svíþjóð, tiltölulega fámenn hagnast á vopnasölu.

Svíar taka á móti stríðshrjáðu fólki í meira mæli en margir aðrir. Þeir vita að þeir eiga þátt í hörmungum stríðandi hópa. Egypsk og rússnesk yfirvöld hafa hingað til vísað á bug orðrómi um að sprengjur hafa grandað flugvélinni. Óskhyggja á ekki við þegar jafn alvarlegir atburðir eiga sér stað.

Gervihettir mældu hitasprengingu og brakið úr flugvélinni dreifðist á marga ferkílómetra eins og í Úkraínu. Ef sprengju hefur verið komið fyrir í þotunni er það ný ógn er varðar allt flug.

 


mbl.is Vélin gæti hafa verið sprengd upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræðing eða hræsni.

Allir vita að ekki er innistæða fyrir hækkun krónunnar um 10% á einu ári. Laun hækka um 5% í ár og tvö næstu ár líka. Óhagstæður viðskiptajöfnuður er orðinn staðreynd. Stýritæki Seðlabankans óvirk? Uppsagnir byrjaðar hjá iðnfyrirtækjum og landbúnaður keppir við hátt gengi. Utanlandsferðir eru sem aldrei fyrr. Evran heldur áfram að lækka í verði.

Í "hagræðingarskyni" er líklega nauðsynlegt orð þegar ekki má tala upphátt um hlutina. Hagræðing er aðeins til í orðabók atvinnurekenda sem vilja forðast tap. Bæjarfélög kalla á meiri skatttekjur. Tvær stóru sjónvarpsstöðvarnar gera líka út á ríki og bæ og eyða oft helmingi af fréttatíma til að skapa sér vinsældir. Einkum er heilbrigðisþjónustan bágborin þegar hún er yfirleitt í ágætu lagi. 

 

 

 

 


mbl.is Undir í samkeppni vegna sterks gengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Byssuglaðir" RÚV menn og meðvirkni

Fréttamenn sjónvarps hafa birt endurteknar myndir um dýraníð svínabænda. Skýlt sér á bak við Matís sem heimildarmenn mynda. Enginn kannast við myndirnar. Ótal aðrar heimildir sýna að svínabændum er annt um gripi sína. Heil stétt er undir grun um að níðast á svínum vegna ásakanna RÚV. Sjónvarpið þarf heldur ekki að sanna ásakanir sínar. Þess í stað er birt viðtal við þingmann um vonda svínabændur og meðvirkni stofnanna. 

Fréttaskýrendur RÚV fara víða um heim til að færa okkur nær átakasvæðum. Nýlega sögðu þeir frá því að byssuglaðir uppreisnarmenn í Úkraínu hafi skotið niður farþegaþotu. Tilefnið var að Hollendingar staðfestu að þotunni hefði verið grandað með rússneskum eldflugum.

Flugfélagið sem varð fyrir árásinni er nær gjaldþrota. Það vill draga byssuglaða Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi. Íslenskir svínabændur, með íslenskt vatn og korn eru að keppa við innflutning á lyfjamenguðu kjöti frá Evrópu. Eiga þeir ekki rétt á hlutlausum fréttaflutningi.

Er í lagi að opinber stofnun sé með litaðan fréttaflutning? "RÚV okkar allra", þegar í boði eru ótal sjálfstæðar sjónvarps og útvarpsstöðvar með fréttir. 


mbl.is Boðar breytingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalok á Þingvöllum

Þingvellir DSC_0427

Síðdegis ríkti fegurðin ein á Þingvöllum. Allt umhverfið var baðað í sólarljósi sem var lágt á lofti. Allt litrófið birtist í ljósaskiptunum. Fjöllin og náttúran eins og glitrandi eðalsteinar. Helgur blær var yfir kirkjunni og fyrir framan hana vöktu heiðabændur fyrri áratuga yfir dýrgripunum. Fallegir legsteinar á leiði þeirra báru vott um umönnun og minningu sem haldið er á lofti.

Í bakgarði kirkju voru tvö leiði heldur umkomulaus. Á flata stóra sementsteina voru árituð nöfn höfuðskálda þjóðarinnar. Með grófri króm leturgerð mátti sjá nöfnin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson. Umgjörð sem þeim er gefin er fábrotinn funkis stíll. Andstæður við eldheit ljóð og hughrif sem skáldin vöktu.  

Úr Ferðalokum eftir Jónas Hallgrímsson:

    • Háa skilur hnetti
    • himingeimur,
    • blað skilur bakka og egg;
    • en anda sem unnast
    • fær aldregi
    • eilífð að skilið.
  • Ástarstjörnur
  • yfir Hraundranga
  • skýla næturský;
  • hló hún á himni,
  • hryggur þráir
  • sveinn í djúpum dali.

Steinar í hafnargarði eiga vel við strit liðins tíma en falla ekki inn í banka og húsameistarahallir nútímans. 

DSC_0443 Kindur

 

 

 


mbl.is Refsivert að brjóta niður vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband