Færsluflokkur: Bloggar

Unga fólkið ræður ferð?

Ef unga fólkið telur ástæðu til að halda í málið lifir það. Alla vega fyrir sértæka sem elska málfræði, fagurfræði og hrynjanda. Í viðskiptum og samskiptum milli þjóða verður enskan ofan á. Google og önnur alþjóðafyrirtæki þrífast best með einu tungumáli.

Hversvegna skyldu menn vera að læra mörg tungumál þegar Google og símar geta leyst samskiptamáta. Í Kína eða öðrum fjarlægum löndum er hægt að komast leiðar sinnar með tölvu og síma sem þýða jafn óðum og mæla. Enskan bjargar því sem á vantar.

Að leggja ofuráherslu á íslensku í skólum er hluti af þjóðarmeðvitund, en er oft léttvæg í augum ungs fólks. Heimurinn skreppur ótrúlega saman og það þykir kurteisi að mæla á enska tungu. Jafnvel þó flestir viðmælendur skilji dönsku og þyki vænt um hana.


mbl.is „Íslenskan er dauð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákafi stríðsherra

Sviðsetning er partur af gamla sovétkerfinu. Allar fréttir sem kunna að skyggja á elítuna eru bornar til baka í lengstu lög. Hernaður Rússa í Sýrlandi er skelfilegur sem og hinna stórveldanna. Tönn fyrir tönn og heldur betur.

Mikill vopnasala stórveldanna er til stríðandi hópa, síðan er sagt að hryðjuverkamenn eigi sökina. Áður voru það skæruliðar, uppreisnar og byltingarmenn. Rússar eru að stigmagna stríðið í Sýrlandi og drepa Tyrki, Kúrda og ISIS hermenn. Öflugustu nútíma vopn eru notuð. Sýnir hve vitfirringin er mikill og skammt í stærri átök. 

Tíu sinnum höfðu Tyrkir aðvarað flugmenn orrustuþotunnar. Samt sem áður er verið að biðjast afsökunar. Þá hefði átta að gera hið sama í Úkraínu þegar farþegaþota var skotin niður af Rússum.

 

 

 


mbl.is Pútín bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landgæslulið eða björgunarsveitir

Þegar Vítisenglar fóru mikinn reyndist vera mjög traust landamæraeftirlit. Eyland er í sjálfu sér vörn nema í hernaði, þá geta skip og flugvélar komið að úr öllum áttum. Landgæslulið sem bakland fyrir lögreglu og tollgæslu er ein leið sem ekki er rædd mikið. Björgunarsveitir hafa að hluta til gegnt því hlutverki allt frá seinni heimsstyrjöld.


mbl.is Hert eftirlit í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór eldfjallagarður

Svæðið frá Heiðmörk, Vífilsstaðahlíð og að Bláfjöllum er eldfjallagarður, ekki síður merkilegur en Þingvellir jarðsögulega. Rauðhólar, Selgjá, Búrfellsgjá, Búrfell og landið allt að Þríhnúkum. Helgafellið og Valahnúkar að Bollum og Þríhnúkum þarf að tengja betur saman og gera að eldfjallagarði. Svæðið er þegar vinsælt útvistarsvæði göngufólks og hestamanna. 

Oft rífur aðeins kyrrðina á þessu svæði fuglasöngur smáfugla. Við Maríuhella eru oft kvikmyndamenn með upptökur og hestamenn fara rólega um reiðstíga, með leiðsögumönnum talandi á erlendar tungur. Þarna neðst við innganginn að Heiðmörk er oftast skjól og mikill náttúrufegurð.

Skipuleggja þarf vandlega akstursleiðir með bílastæðum og malbika. Þá væri kominn þjóðgarður á borð við marga merkilega erlendis. Sameiginlegt átak höfuðborgarsvæðisins með samtökum ferðamála? Þríhnúkar og Bláfjöll yrðu þá kórónan á verkinu.

 


mbl.is Þúsundir ferðamanna í Þríhnúkagíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk eru sprengjur

Þegar örvæntingin er stór. Þar sem börn, fjölskyldur og heimili eru sundursprengd. Þar sem sársaukinn verður hvað mestur er látið til skarar skríða. Hjá saklausum og varnarlausum.

Skilgreiningar norsku blaðakonunnar frá Lillihammer eru ógnvekjandi en sannar og þarfar. "Baráttan" hófst 2001, 11.september". Hún þekkir vígvöllinn, fórnarlömbin, varnarleysið og veltir fyrir sér spurningum. Fáir skoðendur og rithöfundar hafa farið jafn víða um lönd skæruliða og Asne Seierstad.

Er Arabíska vorið þróun eða ferill sem stendur yfir í tugi ára. Eru stríð þá eins og skógareldur hluti af endurnýjun. Þar sem ný tré fá vaxtamöguleika. Engan endi er að sjá í sjónmáli. Harðstjórarnir margir við völd og frelsi eða umbætur hægfara. Að loknum stríðum koma venjulega samningar og lausnir en við hverja á að semja þegar mannfólk eru sprengjur?

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Baráttan gegn gráa svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar styðja harðstjóra

Ómarkviss stefna stórveldanna í málefnum Arabaríkja hefur aukið ófriðinn. Handahófskenndar sprengjuárásir í Sýrlandi valda almenning mestum skaða og skilur landið eftir í rúst, íbúa í örvæntingu. Hefnigirni ræður frekar en að linna þjáningar, samanber fréttamynd.

Rússar styðja stjórn Assads, en Vesturlöndin töldu að hann yrði að fara frá til að friður kæmist á. Þegar Rússar senda flugskeyti frá skipum á Kaspíahafi fara þær yfir Íran og Írak. Allt að 1100 km leið. Allt virðist leyfilegt í hernaði.

Samvinna Pútíns, Frakka, Assad og Írans í hernaði gegn ISIS er ólíkleg til að skila árangri. Sagan sýnir að neðanjarðasamtök með síbreytilega staðsetningu er erfitt að sigra. Hryðjuverkamennirnir í París hafa ekki verið skilgreindir sem sýrlenskir flóttamenn. 

 


mbl.is Merkja sprengjur „Fyrir París“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát

"Zúistar" velta upp athyglisverðu umhugsunarefni. Kemur fram á tímum voðaverka sem eiga trúarlegar rætur. Þegar menntamálaráðherra á bágt með að láta lög standa og vill auka ríkisstyrki í nafni dreifikerfis RÚV. Hvar á endirinn að verða. Eru menn nauðbeygðir að halda uppi gömlum venjum og bæta í?

Heimasíða Zúista gæti verið kennslubók í háskóla. Efahyggja þar sem menn eru hvattir til að beita nýrri hugsun. Ekki aðeins til að mótmæla skattlagningu. Jafnvel þótt málefnin þyki góð þá eru til margar leiðir sem gætu orðið haldbetri. Málið er margbrotið og svo þarf að gæta jafnræðis.


mbl.is Greiða tekjuskatt af sóknargjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra með lausnir?

Forsætisráðherra Svíþjóðar er ekki að setja sig á háan hest. Viðurkennir að Svíar hafi verið barnalegir og grandalausir. Svíar hafa gert eitthvað rétt því þeim hefur tekist að búa til fjölþjóðasamfélag með minni verkjum en margar aðrar þjóðir. Virðast hafa af miklu að miðla.

Austur-Evrópuþjóðirnar taka hins vegar á móti tiltölulega fáum flóttamönnum. Eru ekki aflögufærir enda nýkomnir út úr helsi kommúnista. Svíar eins og fleiri Norðurlandaþjóðir þurfa á flóttamönnum að halda til að viðhalda landi í byggð og þróun. Þeir finna líka lausnir.

Þegar þeir fá heimild með að hlera netsendiboðum og fylgjast með dulkóðuðum fjarskiptum eru þeir að taka upp eitthvað sem hlaut að koma að. Öryggið fyrir öllu en takmörk á eftirliti.


mbl.is Boðar hertar aðgerðir og aukið eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hernaðrleg þekking takmörkuð

Vítisenglar frá Noregi þóttu ógnvekjandi þegar þeir komu til landsins. Þá fannst mörgum manninum vanta öryggi. Allt aðrar aðstæður og erfiðaðri geta komið upp. Ekki er hægt að bera saman óvopnaða lögreglu í enskum í borgum sem býr við stuðning víkingasveita og öflugs hers.

Enginn formlegur her er í landinu og þekking á vörnum takmörkuð. Ungir menn fá enga þjálfun í öryggisþáttum og vopnaburði í samskiptum við erlendar herþotusveitir. Landhelgisgæslan er lítið þjálfuð til að mæta hernaðarástandi sem gæti komið upp. Þó gerum við miklar kröfur til að óvopnuð lögregla og landhelgisgæsla sjái um öryggi á landi og sjó.

Á stríðsárunum voru þjálfaðar upp björgunarsveitir borgara ef til átaka kæmi. Það þótti sjálfsagt. Björgunarsveitir eru nú til staðar en hernaðarleg þekking er takmörkuð. Innan landhelgisgæslu ætti að vera grundvöllur til að þjálfa unga menn. Kjarni sem gæti á skömmum tíma þjálfað aðra í viðbrögðum grunnþátta varna og herþjálfunar. Gagnlegt er að bera sig saman Luxembourg sem hefur takmarkaðan her. Eyðir samt um 1% af þjóðartekjum tengdum öryggi og vörnum.

 


mbl.is Ítreka óskir um vopn og búnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsfánanum veifað

Yfirlýsingar Cameron einkennast af skilyrðum. Sama gildir með aðildina að ESB. Ráðherrann verður að geðjast sem flestum kjósenda sinna ætli hann að halda völdum. Baráttan innan íhaldsflokksins hefur löngum verið hörð og miskunnarlaus. Margaret Tatcher sem kunni varla að tapa varð að lokum að játa sig sigraða.

Meira er þó spunnið í yfirlýsingar Camerons, en afneitun ríkisstjóranna í Bandaríkjunum sem vilja alfarið banna komu sýrlensku flóttamanna. Cameron setur skilyrði fyrir lausn deilunnar sem allir geta verið sammála um.

Af flóttamönnum frá Sýrlandi má heyra að ríki Assads hafi verið óbærilegt lögregluríki þar sem menn voru fangelsaðir af minnsta tilfelli. Samt sem áður gæla Rússar við að viðhalda völdum hans. Evrópubúar og Bandaríkjastjórn hafa vita í mörg ár að með stjórn Assad verður aldrei friður í landinu. Með auknum árásum er því verið að lengja dauðastríð ríkistjórnar Assads.

 

 


mbl.is Cameron vill hefja loftárásir í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband