Ráðherra með lausnir?

Forsætisráðherra Svíþjóðar er ekki að setja sig á háan hest. Viðurkennir að Svíar hafi verið barnalegir og grandalausir. Svíar hafa gert eitthvað rétt því þeim hefur tekist að búa til fjölþjóðasamfélag með minni verkjum en margar aðrar þjóðir. Virðast hafa af miklu að miðla.

Austur-Evrópuþjóðirnar taka hins vegar á móti tiltölulega fáum flóttamönnum. Eru ekki aflögufærir enda nýkomnir út úr helsi kommúnista. Svíar eins og fleiri Norðurlandaþjóðir þurfa á flóttamönnum að halda til að viðhalda landi í byggð og þróun. Þeir finna líka lausnir.

Þegar þeir fá heimild með að hlera netsendiboðum og fylgjast með dulkóðuðum fjarskiptum eru þeir að taka upp eitthvað sem hlaut að koma að. Öryggið fyrir öllu en takmörk á eftirliti.


mbl.is Boðar hertar aðgerðir og aukið eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki veit ég hvaða fréttir þú ert að lesa Sigurður, en ef allt væri í góðu lagi með hælis og flóttamannainnflutning Svía þá væru Svíar ekki að færa hættumörkin í fjórðastig, sem þeir hafa aldrei farið í áður, svo slæmt er ástandið í Svíþjóð.

Hælis og flóttamenn eru að sliga velferðar og heilsukerfið niður sem sést best á því að það á að lækka bætur og hækka skatta.

Ef Svíar og Norðurlanda þjóðirnar þurfa á hælis og flóttamönnum að halda til að sliga niður kerfið sem tók tugi ára til að byggja upp, þá er fólk ekki að nota raunsæi heldur tilfinningar í ákvörðunum í innflytjendamálum.

Ég ættla að leifa mér segja að þessi pistill þinn Sigurður, lýsir  augljóslega Samúðarhræsni Góða Gáfaða Fólksins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.11.2015 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hissa á þér Jóhann að tala svona um Svía. Kom til Malmö fyrst í fyrra og sá vinsamlegt fjölskylduþjóðfélag. Síðan var haldið til Karlskrona þar sem miklar samgöngur eru við Pólland með ferju. Svíar eru í miklum viðskiptum við Austur-Evrópu og hafa mikla hagsmuni að gæta. Eru íhaldssamir og gæta sín á útrásarvíkingum.

Útlendingar um 15% íbúa. Innfæddum Svíum fór fækkandi fyrir aldamót. Með fleiri útlendingum hefur orðið lítilsháttar aukning í barnsfæðingum. Er það ekki sama sem hefur skeð í Texas? Mexíkóbúar eru um 30% af útlendingum í USA og halda uppi fæðingartíðni. Hinir ríku og gáfuðu búa erlendis, sama í Svíþjóð? 

Viðurkenni að ég þekki ekki mikið til krata í Svíþjóð. Þeir skipta oft um ríkistjórnir og eru sömu sósíalistarnir í 100 ár. Passa vel inn í Austur-Evrópu munstrið og verða að taka tillit til nágrananna í austri.

Sigurður Antonsson, 19.11.2015 kl. 21:55

3 identicon

Sko, bara það að hann sé að tala um að hlera Skype, bendir til þess að maðurinn sé annaðhvort fáviti ... eða hreinlega að allt þetta umtal, eigi sér einhverja vafasama undirrót.  Er einhverjum hér, sem dettur í hug að hryðjuverkamenn noti Skype?

Síðan er Svíþjóð á hausnum, og vel það, peningarnir sem frúin í Hamborg gaf þeim (Volvo og Saab), eru uppþurnir.  Eina ástæða þess að Svíþjóð tekur á móti útlendingum er til að fá "fé" í ríkiskassan frá "svarta markaðsbraski" sem á sér stað, ásamt alþjóðlegum styrktarsjóði.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.11.2015 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það verður afar sorlegt ef Svíar bregðast við hryðjuverkum með því að skerða frelsi borgaranna, og leggja þannig hryðjuverkamönnum lið við ofsóknir þeirra gegn borgaralegum réttindum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2015 kl. 11:50

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Um að gera Sigurður að fylgjast með fréttum frá Svíþjóð, þá verður þú ekkert hissa á því hvernig fólk talar um Svía.  

það eru enginn gæði af því að fá ólöglega, innflytjendur hvaðan sem þeir koma. Það sem gerist er að atvinnuleysið eykst og kaup lækkar.

í USA er raunverulegt atvinnuleysi um 12.6% sem segir okkur að af 320 milljónum manna er yfir 40 milljónir atvinnulausir og meðal kaup fólks hefur lækkað um rúmma $2 þúsund, á genginu í dag 2000 x 132 = 264,000 Kr. siðan Obama tók við lyklunum á Hvíta Húsinu sem sagt á 9 árum.

Siggi minn það er enginn hagnaður af ólöglegum innflytjendum, heldur er það á hinn vegin, það kemur fólki í fjárhagslegan vanda.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.11.2015 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband