Færsluflokkur: Bloggar
22.12.2015 | 21:04
Ófriðarbál eða íslensk pólitík í hnotskurn
Málpípur sem ætla sér að halda völdum fara í skotgrafirnar til að minna á sig. Þeir upphefja sig sem hina góðu, gefandi sálir alltaf þegar færi gefst. Eins og jólasveinarnir koma þeir þegar menn fagna hátíð ljóssins.
ASÍ hefur mistekist að halda niðri verðbólgu með sameiginlegu átaki aðila vinnumarkaðsins. Þeim hefur ekki tekist þrátt fyrir mikill völd að halda vöxtum niðri. Stefna lífeyrisjóðanna að hafa lágmarksávöxtun yfir 3 prósentum. Markmið er verðbólguhvetjandi.
Eftirtektarvert er að stærsti fjölmiðilinn spyrðir bréf forseta ASÍ og heimsókn forseta Íslands til fjölskylduhjálparinnar saman og setur upp sem aðalfrétt dagsins. Stjórnvöld sem hafa stækkað kökuna og lagt grunn að aukinni velmegun eru sett í varnarstöðu með ásökunum um misskiptingu.
![]() |
Skotin fljúga á milli Gylfa og Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2015 | 07:12
Talnaleikur með dekurbarnið
Þingmenn eru góðir við uppáhalds dekurbarn sitt. Stofnun sem á mestan þátt í auknum útgjöldum ríkissjóðs með óbeinum málflutningi í fréttum og fréttaútskýringum. Áfram verður Ríkisútvarpið stærsti samkeppnisaðili frjálsa félaga á fjölmiðlamarkaði.
Tekjur Ríkiútvarps munu stóraukast á næsta ári ef það fær heimild til selja hluta lóðar og húsnæðis í Hvassaleiti. 175 miljóna aukaframlag til innlendra dagskrágerðar verður þess valdandi að í raun lækkar útvarpsgjaldið óverulega.
![]() |
Fjórir milljarðar í aukin útgjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2015 | 17:14
Stjarna með taugar til íslenskra náttúru.
Myndbandið með Justin Bieber í íslenskri náttúru var tær snilld. Ef tónleikarnir verða í ætt við það er ekki nema von að miðar seljist vel. Veit af mörgu ungmenni sem vildi sjá goðið, en verða að láta sér nægja að horfa á hann á You Tube.
Justin á eftir að kynna enn betur Ísland ef svo fer sem horfir. Best að láta ljósmyndara hans afskiptalausa. Listamenn eiga að getað farið sínar eigin leiðir. Frumleikinn selur, eins gott stúlkunnar og þjóðgarðsverðirnir verði ekki of aðgangsharðir.
![]() |
Mörg þúsund náðu ekki miðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2015 | 17:27
Björk, sveitalubbar og þingkonur lífga umræðuna
Glettnin skín út úr hinni ágætu mynd af Birgittu í Morgunblaðinu, sem sýnir skipstjóra Pírata í ræðustól. Fátt er eins dapurlegt eins og að horfa á þungbúnar þingkonur í leiðinlegum umræðum sem engu skila. Orð eins og sveitalubbi er skemmtileg tilbreyting. Þegar þau hitta í mark er vel skorað.
Áður voru það aðeins smalastrákar og lubbar sem sáu fegurð og töfra hálendisins. Hver getur láð þeim að reyna að koma nokkrum fossum í verð sem fáir sáu eða reyndu að nálgast. Nú er öldin önnur og allt verðmat breytt. Atvinnunefndaþingmenn verða að finna sér annað gagnlegra þegar fagurkerar og listamenn kyrja sinn söng.
Vígdís Hauksdóttir er sú þingkona sem er með flesta broskalla á lofti. Hefur augljóslega gaman af að stjórna fjárlagagerðinni. Brosir sínu breiðasta þegar skotin dynja á henni. Alltaf á hún nokkur vel valin orð í pokahorninu til þeirra sem heimta meira.
![]() |
Já ég borga skatta á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.12.2015 kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2015 | 07:58
Miklar sviptingar, ný tækifæri
Olíuverðið breytir miklu um innlenda verðþróun. Heldur niðri verbólgu, en eykur vanda olíuríkja eins og Rússlands og Noregs. Styrkir líklega Pútín í sessi áður en allt brestur.
Glaðbeittir ráðstefnugestir frá París þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt þegar mengun eykst. Minni ráðstefna eins og The Arctic Circel ( Heimskauta hringurinn ) undir forystu Ólafs R. Grímssonar verður brýn. Gæti styrkt íslenskt vísindaumhverfi og ferðaþjónustu.
![]() |
Olían lækkar og lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2015 | 21:28
Stórkostleg leiksýning
Stór stund. Allir glaðir og ánægðir. "Stórkostlegur árangur". Eins og stór hópur skólakrakka fari heim í jólafrí. Ekki er verið skilgreina nógu vel markmiðið. Hlýnunin frá því um 1800 hefur verið 0.7 gráður á öld. Hvað er þá metnaðarfullt við að halda hlýnuninni innan við 1.5 gráður á þessari öld?
Hve miklar eru náttúrulegar breytingar og hvað af mannavöldum? Hækkun sjávar hér við land eru ótrúlega miklar. Ekki þarf nema að fara út á Álftanes og sjá tjarnir eins og Skótjörn og Lambhúsatjörn verða hluta af sjávarsvæði. Breytingar á 200 árum.
![]() |
Búum öll undir einu þaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2015 | 10:41
Sýndarveruleiki stjórnmála
Þegar leikurum blöskrar óraunveruleikamynd sinna manna er fokið í flest skjól. Vopnaeign og sala Bandaríkjamanna á þeim er að koma þeim í klandur út um allan heim. Trump toppar óraunveruleikann og er útsprengi Hollywoods og Las Vegas. Gerviveruleika sem hefur tekið völdin.
Parísarráðstefnan um loftslagsmál er að setja allt á annan endann. Þrátt fyrir að vísindi sýni að hitabreytingar og hækkun sjávar eru partur af tilveru jarðarbúa. Íbúar flatlendra Kyrrahafseyja setja allt sitt traust á samkomulag sem leysir ekki vanda þeirra þegar land fer undir sjó. Kolareykur í Kína er mannlegur vandi en verður hjóm í stóra samhenginu.
Brot úr Grænlandsjökli eru flutt á torg í París og Hollande forseti er tekinn í Sólheimajökulsferð. Allt til að auka sviðsetninguna sem er að stórum hluta náttúrulegar breytingar á sólkerfinu. Fyrir 7000 árum voru jöklar á Íslandi brot af því sem er nú. Síðan kom litla ísöldin og jöklar tóku að minnka aftur eftir 1920.
![]() |
Donald, þetta var kvikmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2015 | 07:32
Vopnin látin tala
Donald Trump skilur ekki að ógæfa Ameríku er vopnasala. Í mörg ár hafa Bandaríkin og ellefu aðrar þjóðir látið sprengjum rigna yfir Sýrland. Engar fyrirfram áætlanir um samninga og frið.
Grimmd alþjóðasamfélagsins er ótrúleg gegn þeim tug milljónum sem búa landið og fá engan grið fyrir sprengjuregni. Sagan er kunn frá Írak, Afganistan, Jemen, Víetnam, Alsír, Líbýu og mörgum öðrum löndum. Í dag heita hinir illu hryðjuverkamenn, en voru áður skæruliðar eða uppreisnarmenn.
Leiðtogar eins og Corbyn hinn breski sem hafa efasemdir eru bornir ofurliði af stríðsherrum. Þýskalandi er att út í hernaðaraðgerðir þótt viljinn sé takmarkaður. Sagan endalausa þar sem vopn eru misnotuð gegn saklausum.
![]() |
Trump ógnar þjóðaröryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2015 | 17:37
Skásta veðrið við Reykjavík
Sjö til níu vindstig var spáin á Reykjavíkursvæðinu eða allhvass eða stormur. Samkvæmt metrakerfinu 14-20 metrar á sekúndu. Bankar og skrifstofur lokuðu klukkan þrjú í dag í stinningskalda. Talsverður hiti fylgir lægðinni sem gengur hratt yfir með hláku og vatnsflóði.
Harkan var meiri áður fyrr og skip leituðu varla í var fyrr en spáð var stormi og ofsaveðri. Sjóslys og skipskaðar voru þá tíðir. Nú komast menn fyrr heim og getað hugað að vatnsniðurföllum og eignum. Ólíkt betri tímar. Víða í Evrópu er það skylda að leggja bílum, teppast götur og fjallvegir vegna snjóa. Í stað þess að aka út í blindhríð og óvissu. Netið og upplýsingaflæði t.d. frá almannavörnum og vegagerð breytir miklu.
![]() |
Hættustigi lýst yfir á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2015 | 15:40
Atvinnubylting í forsjá ríkisins?
Tvær vindmyllur á Snæfellsnesi myndu þá ná að sjá um nær alla daglega raforku svæðisins. Ef raforkuframleiðsla vindmylla á Snæfellsnesi gæti verið 50- 60% meiri en sambærilegra vindmylla í Evrópu sjá allir að hér er um hagkvæmar raforkuvirkjanir.
Orkuskólinn er eitt og svo að annað að virkja einstaklinga til framtaks í þessum geira. Ríkið og bær hafa verið nær einrátt í raforkuvinnslu á Íslandi. Smá virkjanir hér og þar og tvær vindmyllur í Þykkvabænum. Nú ríður Bandaríkjamaður á vaðið með Háskólanum og sýnir fram á möguleika.
Landsvirkjun ætlar sér stórt á Hafinu með vindmyllugarði en hversu langt á ríkið að ganga í framkvæmdum sem gætu verið á hendi sjálfstæðra fyrirtækja út um allt land.
Ríkisstjórnin hefur sagt að hún ætli að styrkja við sprotafyrirtæki með nýrri löggjöf og skattaívilnunum. Mál er komið til að nýta sér þá gífurlegu krafta sem hér búa í raforkuframleiðslu með vindmyllum. Að virkja kraft fyrirtækja og einstaklinga í þessum efnum gæti stuðlað að enn einni atvinnubyltingunni.
![]() |
Meiri vindorka en ofan Búrfells |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson