Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2016 | 11:38
Gíghólar og rjúkandi gufa.
Eldvörp eru einstök og miklu verðmætari en raforka sem fengist með borunum. Eldgígarnir hafa ekki verið gerðir aðgengilegir fyrir ferðamenn með malbikuðum vegi og gönguleiðum. Þegar er aðalgígurinn farinn að láta á sjá af traðki göngumanna. Hvar eru ráð og nefndir sem eiga að sjá um verndun náttúruminja?
Þarna er margt ógert sem gæti bjargað þessum einstöku verðmætum. Mosagróðurinn og rauðbrúniliturinn í landslaginu er einstakur. Það er varla ofsagt að þetta eru ein af merkilegustu jarðmyndunum Suðurnesja. Gönguferð um svæðið segir mikið um eldeyjuna og ungt landslag.
Hvæsandi tilraunahola EG 2 er alltof nærri aðalgígnum. Ef þarf að gera tilraunaboranir þarna ættu þær að vera minnst í 1000 metra fjarlægð frá gígaröðinni. Helst faldar í landslaginu. Fræðimenn hafa sýnt fram á að háhitasvæði Bláa Lónsins og Eldvarpa er nánast það sama. Ef virkjað á einum stað kemur það fram á öðrum.
![]() |
Átökin um Eldvörp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2016 | 07:06
Afleiðing vopnasölu stórvelda
Langvinn borgarastyrjöld er á ábyrgð þeirra sem hafa ýtt undir átök. Vesturlandabúar verða að viðurkenna að þeir hafa tekið þátt í þessum óhugnanlega leik með Rússum. Stuðningur við Assad hefur dregið styrjöldina á langinn. Sameinuðu þjóðirnar hafa lofað friðaraðgerðum í janúar en ekkert bólar á þeim.
Stuðningur við flóttamenn úr þessum hildarleik er mannúðarmál sem þarf að hafa forgang. Hinir fáu flóttamenn frá Sýrlandi sem áttu að koma til landsins eru enn ókomnir? Þegar það varð gos í Eyjum fengum við aðstoð allstaðar að. Hvar eru íslensku einstaklingarnir sem stóðu vaktina við strendur Grikklands? Saga þeirra er merkileg.
Myndbirting með fréttinni segir meira en ótal orð. Sýrlenska móðirin sem kom grátandi til íshafseyjunnar okkar með börnin sín og skyldi móðir sína eftir segir mikla sögu.
![]() |
Börn og fullorðnir svelta í hel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2016 | 13:33
Fréttir sem segja lítið um stjórnvitring
Táknræn fréttamennska sem kemur í bútum á internetvefnum. Smátt og smátt skýrist myndin af forsetatíð Ólafs R. Grímssonar. Stjórnlagaumbætur hafa farið á hraða snigilsins en menn eiga alltof von um endurbætur. Hvort sem það verður með kosningu nýs forseta eða með auknum atkvæðarétti almennings.
Stjórnkænska er ekki orð sem menn vilja viðhafa á internetöld, en nauðsynlegt er að meta hve stjórnvitrir forystumenn eru. Í dag var sagt frá því á Mbl.is að Obama ætlaði að feta sínar eigin leiðir til að takmarka vopnasölu innan ríkisins. Ólafur hefur sýnt stjórnlist í ýmsum málum án þess að vekja andstöðu. Stjórnkænska snýst mikið um að láta ógert það sem má bíða, gera það sem þarf að gera og er mögulegt.
![]() |
Ákvörðun Ólafs vekur athygli víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2016 | 22:57
Hátíðleg mynd í íslensku fánalitunum.
Byrjar allt á Fésbókinni eða er það endir allra umræðu. Mun það verða netið eða fésbækur sem gera baggamuninn um val á frambjóðendum? Hvar eru þeir frambjóðendur sem tengjast stjórnmálunum? Er þörf fyrir frambjóðenda sem getur aukið völd forseta með inngripi? Getur málefnalegur forseti aukið gæði lagasetningar með því að vera á vaktinni, veita Alþingi aðhald.
Senda oftar lagafumvörp í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins t.d. búvörusamninginn nýja? Eitt er víst að auknar kröfur til Alþingis nást frekar með forseta sem þekkir stjórnskipunina út í æsar. Ef Alþingi breytir ekki sínum vinnubrögðum er ljóst að forsetinn getur aukið gæði þess, ef hann er stjórnvitur og áræðinn líkt og margir hafa vakið athygli á.
Á stundum er talað um að fjórða valdið séu fjölmiðlar eða internetið. Þeir frambjóðendur sem eru þekktastir og þóknanlegir pressunni hafa jafnan komist lengst í kosningaslag. Nú kann að vera framundan nýir tímar þar sem skoðanamyndun er með öðrum hætti. Þáttaskilin í Icesave kunna líka að breyta vali.
Spurningarnar eru margar en mótandi skoðanakannanir eiga eftir að vísa veginn? Sólskinsmyndin með fréttinni er táknræn, á vel við umræðuna eins og hún birtist.
![]() |
Hvað þarf til að bjóða sig fram? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.1.2016 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2016 | 20:08
Undraverð starfsgeta
Glæsilegir fulltrúar krúnunnar í Bretlandi. Starfsgeta mikill, hollusta og auðmýkt gagnvart hlutverkinu. Elísabet Englandsdrottning og Ingrid Danadrottning, dóttir Gústafs Svíakonungs voru í uppáhaldi hjá móður minn fyrir eitthvað sem er æðra og hærra.
Góðir eiginleikar konungsfólks eru frekar reglan en undantekning. Mörgum finnst prjál og hégómi einkenna konungshirðir en sama á við um flest þjóðhöfðingjaembætti. Það sem stendur upp úr er tákn um samheldni og þrautseigju.
![]() |
Fær aðeins tvo frídaga á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2015 | 15:51
Lituð pólitík og frjálst val
Hversu vel sem stjórnvöld gera verður alltaf til stór hópur sem afneitar góðum verkum. Finnur þeim allt til foráttu. Vinstri mönnum hefði aldrei dottið í hug að fella niður gjöld af smokkum og dömubindum. Að ætla sér að auka framlög til sjúkrahúsa og lækna á sama tíma, lækka álögur er eins og skipbrot í velferðarsirkus vinstri manna.
Aukning kaupmáttar og halda niðri verðbólgu á sama tíma er list hins ómögulega. Ofurverkefni sem stjórnarherrarnir ætla sér að ná þrátt fyrir andstöðu VR, ASÍ og fleiri aðila. Stærsti fjölmiðillinn spilar undir og í hvert sinn sem ráðherra er tekinn í viðtal er hann settur í varnarstöðu með "heilögum" kröfum. Nokkuð sem þekkist ekki á BBC vefnum sem er fyrirmynd vinstri manna um hið skothelda ríkisbatterí.
Þessum aðilum er sama um verðbólgu og háa vexti ef þeir geta sett af stað auknar kröfur sem þjóna pólitískum markmiði. Þess vegna er mikilvægt að regluverkið sé skilgreint og að menn verði gerðir ábyrgir fyrir framúrakstri stofnanna. Fyrirmyndin að upplausn er úr þingsölum þegar ríkisstofnanir ætla sér frjálst val í efnistöku og útgjöldum.
![]() |
Sætta sig ekki við góðar fréttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2015 | 22:41
Líkur túrista með bakpoka
Fyrir áhorfanda er erfitt að setja þyrlu í Öskjuhlíð í samhengi við eftirleit á ræningja. Hélt reyndar að Valsmenn eða flugbjörgunarsveitin væri með æfingar og flugeldasölu á móti Slökkviliðsstöðinni. Allt vantaði sem minnti á blys og flugeldaljós. Ólíkt eftirför á hraðbrautum í Ameríku sem sjá má í sjónvarpi. En rán er íslenskur veruleiki í miðri flugeldasölu áramóta.
Óneitanlega er maðurinn á myndinni ólíkur ræningja. Eitthvað brenglað er við ránið í Borgartúni. Rán eru flest örvæntingafull tilraun til að fjármagna fíkn. Fíklar með brenglaða sýn á aðstæðum. Hnífur og eftirlíkingu af skammbyssu. "Óverulegri upphæð rænt."
![]() |
Fundu meint vopn ræningjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2015 | 18:03
Trúa verður Könunum
Skýr myndsetning hjá dagblaðinu. Sjá má hvernig lægðafarvegurinn nær alla leið til Norðurpólsins. Írar fá sinn skref af hvirfilbylnum en stærstu öldurnar verða fyrir sunnan og austan land. Skip kunna að vera í hættu.
Gömlu mennirnir létu stórskip reka í stórsjó vegna hættu á að þau brotnuðu í tvennt undir einni stór öldunni. Þá sýnir myndin hvernig vindurinn frá vestur Sahara tekur stefnuna á Karabíahaf þegar lægðin gefur eftir og myndar nýtt fóður.
![]() |
Risavaxinn stormur í vændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2015 | 15:04
Alltof mörg slys
Slysaalda hefur gengið yfir um hátíðarnar. Sérstaklega á Suðurlandi þar sem menn eru óvanir slæmri vetrafærð og hálku. Víða erlendis er ekki talið ráðlegt að fara út í óvissu ef vetraveður og færð er slæm.
Hér er iðulega ætt af stað eins og bílar séu af öðrum heimi. Sérstaklega er það slæmt þegar flutningafyrirtæki hvetja starfsmenn til farar, frekar en að bíða eftir betra færi. Bílstjórar eru sínir eigin skipstjórar. Þeir ráða mestu um hvort þeir koma heilir og hólpnir í höfn.
![]() |
Annað slys á nánast sama stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2015 | 10:43
Jákvæð Linda Pe
Orð Lindu eiga vel við á jólunum, hátíð ljóssins. "Birtir alltaf upp." Eftir að hafa gengið í gegnum viðskiptaraunir og kollsteypu í Smáralind birtist bros hennar að nýju. Gaman að heyra frá Lindu í Kína sem dómara.
Kínverska Pé-ið hennar fellur vel að kínverskunni. Fatatízka og förðun frá Kína verður æ meira áberandi. Á meðan kínverskir karlar puða heima fara kínverskar þokkadísir um allan heim og kynna nýjustu fatatízku.
![]() |
Linda Pé: Það birtir alltaf aftur upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Myndskeið: 3.000 ára grafhýsi opnað almenningi
- Myndskeið: Hundruðum bjargað af Everest
- Fjögurra saknað eftir að bygging hrundi í Madríd
- Fordæmir atlögu að bæjarstjóra
- Krefst lífstíðardóms yfir Íslendingnum
- Stöðvuðu glæpasamtök sem stálu yfir 100 lúxusbílum
- Bundust fastmælum um manndráp
- Öllum gíslum verði sleppt þegar í stað