Færsluflokkur: Bloggar
2.2.2016 | 22:30
Yfirborðskennd samkoma
Síðustu 150 ár hefur hiti á jörðinni hækkað um 1°C á norðurhveli. Samkomugestir segjast ákaflega ánægðir ef hiti aukist ekki meir en 1.5°C, sætta sig við 2 gráður. Hver um annan keppast þeir við að vegsama samkomuna eins og þeir séu að bjarga heiminum. Allt er yfirmáta gott eins og hjá Birtingi.
Aðal bölvaldarnir eru kol og olía, ekkert nýtt í því. Nýir orkugjafa eru að gjörbreyta landslaginu og ættu að draga úr hitaaukningu. Vindmyllur og sólarrafhlöður munu brátt anna um helmingi af raforkuþörf jarðarbúa. Sú bylting er ekki að þakka neinum Parísarráðstefnum og varla talað um þá.
Á norðurhveli er sagt að hitastig sjávar hækki, en siglingar norður fyrir meginlöndin er samt ekki í augsýn eða á áætlun skipafélaga. Hiti á Íslandi hefur ekki aukist frá síðustu aldamótum að mati veðurfræðinga. Sama á við um sjóinn við austurströnd Ameríku. Miklar hitasveiflur hafa alltaf verið og verða áfram í báðar áttir.
![]() |
Fráleitt að halda olíuvinnslu áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2016 | 20:40
Siðfræði Sigmunds
Sigmundur hlakkar til að fá að hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands og þakkar Dag fyrir að vekja athygli á Íslandi. Merkel hefur fengið mikið hrós fyrir mannúð og hugrekki. Þar á ofan þarfnast Þýskaland nýrra borgara sem yngja upp þjóðina. Sigmundur hefur sagt að hann vilji búa sig undir leiðtogafund með því að kynna sér málefni Palestínumanna. Hvað hann á við kemur síðar í ljós.
Í Balkanlöndunum hefur fólki fækkað um margar milljónir á síðustu tuttugu árum. Þessi lönd höfðu lengi búið við stjórn kommúnista og hafa ekki náð sér eftir það helsi. Íbúarnir hafa lítið þrek til að taka á móti flóttafólki. Öðru máli gegnir um Ísland.
Hér er vöntun á fólki í öll störf. Hér fækkar íslensku fólki í eigin landi og menntamenn leita út. Við tökum aðeins á móti 19% hælisleitenda þegar nágranar okkar taka við meir en 40% þeirra sem sækja um hæli.
Gunnar Smári sagði: "Því miður munu flóttamenn auðga önnur samfélög en okkar, styrkja þau og efla. "Heilmikið er til í þessu. Gaman verður að sjá hver stefna forsætisráðherra verður í málum flóttafólks á næstu misserum. Ætlar hann að temja sér siðfræði Angelu eða á að senda aukið fjármagn til að styrkja flóttamenn í eigin löndum?
![]() |
Sigmundur umkringdur hríðskotabyssum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.2.2016 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2016 | 16:34
Víkingagenin telja
Það hlýtur að vera enn eitt heimsmetið, miðað við höfðatölu hve margir góðir íslenskir handboltamenn spila í bestu liðum í Evrópu. Lýsisframleiðandinn vildi eigna sér heiðurinn og erfðafræðingar myndu nefna víkingagenin. Skoða verður fleira en fiskmeti.
Íslensk veðrátta kallar á skjót viðbrögð og snjallar lausnir við að ná í hús ávinningi. Vertíðarmenn þurftu að vera fljótir að taka afla eða bændur að heyja og koma fengnum í hús. Val formannsins á liðsmönnum skipti öllu máli. Ólíklegt er að "blizkrieg" vinnist með draumum en íslenski metnaðurinn skilar mönnum langt.
![]() |
Dreymdi ekki gullverðlaunin í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2016 | 20:48
Ekki allt sem sýnist
Þegar fyrra lánið var tekið var verðbólga í Englandi um 12%. Vextir af láninu 14.5%. Þeir voru því ekki óraunhæfir eða 2.5% yfir verðbólgu. Síðara lánið var tekið 1983 og þá var verðbólga um 4.6% í Englandi. Þá hefðu vextir af síðara láninu átt að lækka. Á þessum árum var fjárþurrð á Íslandi og óðaverbólga 1984.
Samkvæmt verðþróun á Bretlandi í 35 ár er verðgildi 30 m. punda láns sem tekið er árið 1982 nú 2016 um 102 m. punda. Rýrnun 72 milljónir. Vextir á tímabilinu eru um 4.3 m. pund á ári eða á tímabilinu 152 milljónir. Vextir að frá dregnu rýrnun lánsins eru því um 80 m. eða 2.28 m á ári sem eru 2.28 prósent ársvextir.
Verðbólgan skekkir alla útreikninga en hvergi meira en á Íslandi. Árið 1981 var pundið skráð á 15 krónur og dollari 6 krónur, en í dag er eitt pund 185 krónur og dollari um 130 krónur. Pundið hefur meir en 12 faldast, en dollari hækkað mun meira í verði. Ekki er upplýst í fréttinni hvort ríkissjóður eigi fyrir láninu á gjalddaga, það er ólíklegt og því reiknast áfram vextir af "hitaveituláninu".
![]() |
Barnalánið loks greitt eftir 35 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.1.2016 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2016 | 22:04
Kaup kaups á eyrinni
Fyrst var það grjótið í fyllingunni og nú ásýndin frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Hvar enda kaupin ef yfirráðherra mislíkar eitthvað annað. Eitt er persónulegt fegurðarskyn og annað fjárhirslur ríkisins. Er rétt af ráðherra taka fram fyrir hendur á viðkomandi skipulagsyfirvöldum?
Hvað segja arkitektar um inngrip í fagleg störf þeirra af æðsta yfirmanni ríkisins. Margar spurningar vakna þegar forsætisráðherra hefur sterkar skoðanir og rétt hans að nota völdin til makaskipta. Lóðin við Skúlagötu er ekki síður merkilegur reitur. Margir kynnu að hafa áhuga á þeirri lóð.
Umræðan um skrifstofubyggingu Alþingis við Kirkjustræti er ekki lokið. Hvað með nágranakynningu á nýgerðum teikningum húsa á "Eyrartorgi." Borgara eiga rétt á að koma fram með athugasemdir og síðan er yfirvalda að meta hvort beri að taka tillit þeirra? Eiga ekki sterkar skoðanir ráðherra á skipulagsmálum heima á þeim vettvangi sé hann ekki í viðkomandi nefndum.
Lengi var deilt um hvort Ráðhús Reykjavíkur væri skipulagsslys. Nú ríkir almenn ánægja með það hús innan um gamlar byggingar og skrifstofur borgarinnar dreifðar um bæinn.
![]() |
Sigmundur vill makaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2016 | 15:46
Draumastaða ekki til
Ekki hægt að gæla við peningakerfi sem er of smátt í vöxtum og með takamarkað stýrikerfi. Kerfi sem getur komið í veg fyrir verðbólguskot og fákeppni. Nú eru lífeyrissjóðirnir að eignast öll bitastæð fyrirtæki. Minnir á gamla SÍS. Eiga þeir að eiga bankana? Fasttengja krónuna við annan gjaldmiðill eða taka upp nýjan.
![]() |
Þolum ekki sömu mistökin aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2016 | 13:53
Fínt og fágað, en er það svo?
Hvort sem það er handbolti eða nokkrir flóttamenn að yfirgefa stríðsástand í fréttunum er landinn afar viðkvæmur ef eitthvað fer úrskeiðis. Allt á að vera fullkomið og óaðfinnanlegt út á við. Holt er að tapa einum leik og endurskoða aðferðafræðina, án þess að allt fari af hjörum.
Algjör gúrkutíð hefur verið hjá fréttamiðlum, en nú á sýna hversu vönduð og fín við erum í móttöku flóttamanna. Alþingi hefur nýlega veit tveimur fjölskyldum með börn ríkisfang eftir mánaða viðveru, en hefur allskonar hindranir í innflytjendalöggjöfinni. Takmarkanir sem valda því að harðduglegir útlendingar sem hér hafa unnið í tíu ár eða lengur fá ekki ríkisborgararéttindi.
Íslenskukennsla er takmörkuð en líka þröskuldur. Ef sömu skilyrði um hreintungu hefðu gilt í Ameríku væru þar fáeinar milljónir í dag. Baldvin Baldvinsson blaðamaður rekur harmsögu gyðinga í Fréttatímanum. Fólk sem var að flýja gasklefa nasista, en máttu ekki setjast hér að fyrir stríð.
Fæstir yfirgefa land sitt af ævintýraþrá einni. Nokkrar fjölskyldur flytjast af landi brott í hverri viku. Í stað þeirra koma aðrir sem hér sjá tækifæri og áskoranir. Við getum ekki lengur treyst á að Pólverjar bjargi atvinnuvegunum fyrir horn. Í Pólandi er mikill uppgangur. Ekki veitir af vinnufúsum höndum hér sem geta haldið uppi velferðarkerfinu.
![]() |
Eðlilegt að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2016 | 20:38
Krossberi með góða innivinnu
Jón Gnarr er hreinskilinn fjölmiðlamaður fram í fingurgóma. Hann sá tækifæri í borgarstjórninni og staðsetti sig milli krosstrjáa. Alltaf fannst manni eins og hann bæri jafnan mörg krosstré. Hann hélt því fram að hann gæti bætt viðræðurnar í borginni. Aukið hinn mannlega þátt.
Fuglabúrin og steinblómin við Hofsvallagötu var hans krossferð, þar fylgdi hann stefnu og kalli meðreiðasveina í borgarstjórninni. Frá Núpi fór hann sem krossberi og útlistar bölvun þess í bók sinni að hafa komið þar við.
Saga hans er eins og kvöldstund á bensínstöð, röð af atvikum þar sem hver hefur sinn drösull að draga. Skemmtilegastur var hann í kjólfötum kórdrengsins, raunalegur og leitandi svipur hans var fullur eftirvæntingar. Dragdrottningar voru hans uppáhald og kærkomin uppákoma sem vakti jafnhraðan spurningar hins óbreytta áhorfanda.
Forsetinn situr ekki í manni sem hefur fengið sitt hlutverk í afþreyingariðnaði. Alltaf hélt maður að Ameríkuferð Jóns myndi afhjúpa leyndardóma grínistans sem lagði land undir fót. Hann bauð svo sannarlega heiminum birginn. Góðir trúðar eru þjáningafullir og varpa upp fullt af spurningum. Jón Gnarr er einn af þeim. Sannur eins og eftirnafnið gefur til kynna.
![]() |
Jón Gnarr er til alls vís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2016 | 16:24
Ólíkir hagsmunir
Ellert Grétarsson ljósmyndari gerþekkir Suðurnes, veit um sérstöðu svæðisins manna best og möguleika sem tengjast ferðamennsku. Alltof margir ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll vita aðeins af Bláa Lóninu og fara því af svæðinu fyrr en ella. Treglega hefur gengið að fá rútufyrirtæki til fara sérstakar ferðir með ferðamenn um Suðurnes. Við þau er ekki að sakast á meðan ekki er hugað betur að áhugaverðum stöðum og þeir gerðir aðgengilegir.
Dagsferð um Suðurnes er kjörið tækifæri en þá má ekki skerða vannýtta möguleika og afskrifa perlu sem Eldvörpin eru. Hægt væri að nálgast þau af varfærni, en ekki með hvæsandi iðnaðargný við göngustíga. Skipuleggja þarf stíga við Eldvörp og malbika veg að bílastæðum. Þá má ekki gleyma viðhaldi og aðsvara viðkomandi yfirvaldi sé það skilgreint.
Formaður ferðamálasamtaka Ísland, Grímur Sæmundsson er jafnframt forstjóri Blá Lónsins hefur þá sérstöðu að gæta hagsmuna ferðamálasamtaka og fyrirtækis sem á mikið undir háhitaborunum á Reykjanesi.
Skammt frá Reykjanesvita er mikilvægt hverasvæði og sérstæðar jarðmyndanir. Vegurinn að svæðinu fer í gegnum iðnaðarhverfi HS Orku. Þegar malbikun vegarins í gegnum iðnaðarhverfið sleppir tekur við holóttur vegur að hverunum og að Reykjanesvita. Hér fara ekki saman hagsmunir ferðaþjónustu og iðnaðaruppbyggingar. Sama er í uppsiglingu við Eldvörp. Einstakar náttúruminjar verða að lúta í lægra haldi fyrir iðnaði ef fram fer sem horfir.
Til að dreifa ferðamönnum, minnka álag á vinsælustu og best þróuðu staðina verður að fara í skipulega uppbyggingu annarra staða. Ný samtök og nefndir koma á færibandi og lofað er heildarstefnu en hversu raunhæft er það. Fyrst þegar heimamenn hafa frumkvæðið um aðgerðir skeður eitthvað. Þegar þeir koma auga á sérstöðu svæðisins og kynna það.
Ekki er hægt að treysta á að ein ríkishönd sjá um allar umbætur og fæstir gera ráð fyrir að svo sé. Aðalatriðið er að leikreglur séu skýrar og að möguleikar séu fyrir ólíka aðila að hefja uppbyggingu sem alltaf tekur einhver ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2016 | 23:26
Bjargið gíghólum Eldvarpa
Fagleg umfjöllun gæti bjargað eldgígunum frá því að verða iðnaðarsvæði. Staðsetning borholu frá 1983 er hugsanlega sú versta sem hægt er að hugsa sér. Tilraunaboranir ættu að fara fram víðs fjarri gíghólunum.
Eins og nú er stefnir allt í að örlög hólanna verði sú sama og Rauðhóla við Elliðavatn. Óafturkræfanleg náttúrumyndanir hverfa. Skammsýni bæjaryfirvalda má ekki verða til þess að svipta komandi kynslóðum náttúrufyrirbærum sem ekki koma aftur um fyrirsjáanlega framtíð.
Með núverandi bortækni skiptir ekki máli hvar rannsóknarholur eru gerðar til að kanna háhita. Óþarfi er að koma nálægt hólunum með borpalla og borturna. Augljóst er að menn hafa ekki áttað sig á hve svæðið er einstakt og verðmætt. Umfjöllun Morgunblaðsins er tímabær og ætti að vekja viðkomandi yfirvöld sem eiga að vakta náttúrufyrirbæri sem eru í hættu.
"Heilög vé" eldeyjunnar er rétta heitið á svæðinu. Bláa Lónið hefur sannað það sem mönnum óraði ekki fyrir að yrði helsta aðdráttarafl Íslands á fyrri hluta tuttugustu og fyrstu aldar.
![]() |
Sýnikennsla á landreki í Eldvörpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson