Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2016 | 14:57
Slæmt að ögra fylgismönnum Trumps
Vandræðaástand getur skapast ef Trump verður í framboði. Mótmælaaldan mun rísa hærra og jafnvel uppþot. "Berlínarmúr" Trumps segir mikið um stefnumál hans.
Æskulýðspresturinn á Eskifirði, Davíð Þór fékk slæma útreið á Útvarpi Sögu fyrir að benda á að múrar gætu ekki leyst vandamál þjóða. Viðbrögð Trumps við mótmælunum eru ekki líkleg til að lægja öldurnar.
![]() |
Tekist á um Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2016 | 23:45
Undraverð upplýsingaskrif einstaklings
Menn eins og Ketill setja umræðuna í nýjar hæðir. Víðtæk þekking hans á orkuflutningum og verðlagningu fyllti upp í tómarúm. Fátt er eins mikilvægt þjóð sem framleiðir ómælda orku að kunna sölumennsku. Í sjávarútveginum er verið að stórauka framleiðsluverðmætin. Í orkugeiranum gengur það hægt.
Áratuga ríkisrekstur og eignarhald á virkjunum með alþingismenn eina sem sölumenn hefur dregið niður verðið. Landsvirkjun í dag hefur breytt ímyndinni en betur má ef duga skal. Ketill hefur í skrifum sínum bent á möguleikana í orkuflutningum og skýrt verðmyndun. Aukið stórlega skilning einstaklinga og almennings á aðal útflutningsvörunni.
Sýnir hvað frjálsir fjölmiðlar geta aukið upplýsingastreymið með einstaklingum. Fari Ketill á önnur mið gæti hann komið aftur tvíefldur eða hækkað framleiðslustig í öðrum löndum.
![]() |
Vildu ráða Ketil á auglýsingasamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2016 | 18:33
Pólitískur leikur
Ef þetta er pólitík, þá er hún ekki upp á marga fiska. Skapar ekki mikið traust. Flokkar sem reyna að slá upp ótímabærum leiktjöldum tapa venjulega. Leiksýningin við bílskúrshurðir Landsspítalans var ótímabær og brosleg. Áhorfendur eru ekki ginkeyptir fyrir sirkus sem fellur flatur.
Níu milljarða "fæðingauppbót" Samfylkingar þegar ekki er til fjármagn fyrir nýjum spítala er af sömu rótum runnin. Í ætt við fjármálastjórnina í Reykjavík. Einkennilegt er að taktlaus ráðherra í ríkistjórn fari fram með slíkt mál. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson hafði einn burði til setja út á óþarfann.
Traust á heilbrigðiskerfinu væri meira ef það væri ekki notað í pólitískum loddaraleik. Þjónusta og lækningar í heilbrigðiskerfinu er yfirleitt góð og staðan á Íslandi er með því sem best gerist í Evrópu.
![]() |
Samþykktu ekki nýjan spítala við Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2016 | 21:48
Þjáningar og fasta lengja lífið ?
Líf Yisrael hefur kristallast í einföldum lífsreglum. Faðir hans var strangtrúaður gyðingur sem byrjaði daginn klukkan fimm með því að iðka trú sína. Hann er hófsamur og jafnan áægður með sitt hlutskipti, segir dóttir hans. Sælgætisgerð hans í Lodz í Póllandi hét Kristals sælgæti, einfaldleikinn með áherslu. Fangabúðavera hans í Auschwitz virðist ekki hafa stytt líf hans, en tilviljanir ráðið að hann lifði af.
Kristal trúir því að Guð hafi leitt hann um lífsins stigu. Í Orðskviðunum segir: " Hinn hyggni nemur hollar lífsreglur. Menn fái viturlegan aga, réttlæti og ráðvendni." Ef ég lít til ættmenna minna sem hafa lifað hátt í hundrað ár er ekki laust við að heimsspeki þeirrar hafi verið af sömu rótum runnin og Kristals.
Í dag er talið heilsusamlegt að fasta. Þetta hafa kristnir menn vitað um aldir en aðeins hreintrúaðir iðkað að einhverju gagni. Nútímamaðurinn lifir sællífi, etur og drekkur of mikið. Talið er að heili í nútímamanni fari ört minnkandi af æfingaleysi.
![]() |
37 kíló þegar hann fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2016 | 16:17
Stjórnmálamenn fái stuðning kjósenda
Kjörnir fulltrúar þurfa stuðning þegar málin eru komin í öngstræti. Meiri hluti íbúa vill byggja hátæknisjúkrahús á nýjum stað þar sem rými er nægilegt.
Landspítalinn við Hringbraut er í svipaðri stöðu og Jósefsspítali í Hafnarfirði var. Gamall og óhrjálegur. Spítalinn var glæsilegur 1930. Nýr spítali þarf mikið meira svigrúm. Rök forsætisráðherrans og samanburður við náttúruna á Sjálandi á vel við Vífilsstaði.
Vífilstaðahlíð og Heiðmörk eru perlur Reykjavíkursvæðisins. Nýr spítali við jaðarinn myndi sóma sér vel. Þetta snýst ekki um pólitík heldur heilbrigða skynsemi. Byggja á nýjum stað með minni kostnaði.
![]() |
Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2016 | 07:08
Tímabært innlegg bæjarstjórans
Margir hópar hafa bent á hina ágætu staðsetningu á sjúkrahúsi við Vífilsstaði. Í fallegu umhverfi með stækkunar möguleikum. Gunnar Einarsson tekur boltann á lofti eins og hans er von og vísa. Staðsetningin er ein sú besta sem völ er á og landið í eigu ríkisins.
Forystumenn sjálfstæðismanna hafa verið iðnir við að bæta hag ríkisins og komið með margar tillögur til ná betri árangri. Aukið stórlega fjárframlög til sjúkrahúsa. Nú er lag til að sýna tillögum þeirra fullan stuðning.
Landspítalinn við Hringbraut getur áfram verið í góðum tengslum við háskólann, en allar umferðaræðar á svæðið eru tepptar og nemendur komast ekki á réttum tíma í háskólann. Þeir sem vilja stækka spítalann við Hringbraut verða að sýna fram á aðgengið sé viðunandi.
![]() |
Breyta þarf ákvörðuninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2016 | 21:16
Sjúkraliðar á jörðinni
Grundvöllur lýðræðisins er að hafa val um málefni og þjónustu. Fæstir kunna að nýta sér þessi réttindi, nema ef vera skyldi sjúkraliðar. Flestir sem mótmæla arðgreiðslum biðja um aðstoð og viðbrögð frá Alþingi, fulltrúum sínum. Gleyma að þeir hafa möguleika á að skipta um tryggingarfélag.
Vörður tryggingafélag held ég að hafi ekki tilkynnt um arðgreiðslur til sinna eigenda. Veit ekki hvort það eru færeyskir eigendur sem gera baggamuninn. Kannski er það fjármögnunin og vextir sem eru mun lægri í Færeyjum?
Borgarstjórinn lagði til að ríkið kostaði gervigrasið á leikvöllum boltamanna. Hugmyndaflug sem ekki allir stjórnmálamenn hafa þegar komið er í óefni. Að við skulum hafa 30 sinni fleiri knattspyrnuþjálfara en þeir á meginlandinu miðað við höfðatölu segir sína sögu. Rannsóknarefni fótboltaforystumanna á Spáni sem sendu sinn mann til að skoða hegðun landans.
![]() |
SLFÍ hótar að skipta um tryggingafélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2016 | 19:09
Ótrúleg viðhorfsbreyting á skömmum tíma
Fyrir nokkrum árum var verið að tala um virkjanir upp með allri Þjórsá. Friðland Þjóðársvera var mikið baráttumál á sínum tíma. Guðmundur P. Ólafsson stóð nánast einn í að vekja athygli á perlum miðhálendis Íslands. Vörðurnar á Sprengisandi töluð til hans um ævafornar samgönguleiðir. Í augum Kjarvals var klettur ekki aðeins grjót heldur dulmagnaður lífheimur. Magnaður dulúð, sögum og huldufólki.
Hitasvæðið við Hágöngur var í augum Guðmundar samspil örvera, andstæðna og lita sem ekki mátti sökkva. Alltof fáir veittu honum stuðning. Nú hefur verndun Hálendisins fengið verðskuldaða athygli. Nýja sýn sem skáldin komu auga á og vegsömuðu. Einar Benediktsson skáld var bæði í að selja og yrkja um náttúruna. Sporgöngumaður sem þekkti land sitt og kynnti fyrir fyrstu erlendu ferðamönnunum.
Aðalmálið er að þekkja sinn eigin garð og þá er hægt að sýna hann öðrum. Með auðmýkt og ótakmarkaðri virðingu þeirra sem vilja sýna sín dýrmætustu djásn. Búa að þeim og gera þau aðgengileg.
![]() |
Tímamótasamstaða um náttúruvernd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.3.2016 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2016 | 21:14
Tímabær áminning
Þessi kenning Mark Barnes stenst ekki boðskap menntamálaráðherra sem segir að án heimanáms verði börn ekki almennilega læs. Tekur hann sem dæmi að tónlistanemendur verði sjaldan góðir, nema að æfa sig heima.
Ítroðsla og ótímabærar kröfur um námsárangur geta fælt nemendur frá námi og gert þau frábitin kennslu. Landsprófið var dæmi um utanbókarnám og stagl sem flestir viðurkenna í dag að hafi verið mistök.
Börn sem eru að læra að lesa eru misþroska og sum hver ekki tilbúin til að vera sett í einn eða fleiri tíma á dag í heimalestur. Hjá mörgum þeirra byrjar skóli klukkan 8 til 15 á daginn. Eftir það eru mörg þeirra i skólagæslu til 17. Þegar heim er komið vilja hin sömu börn leika sér á skapandi hátt og ræða við foreldra eða systkini.
Slök lestrakunnátta í Pisa-könnun má ekki verða til þess að valdar séu misvísandi boðleiðir. Námsvísindi hafa tekið miklum breytingum en það er eins og þessi þáttur hafi staðið eftir.
![]() |
Er heimavinna bara tímaeyðsla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2016 | 11:36
Kínverskir ferðamenn á tunglinu?
Ekki er hægt að ásaka ferðamenn fyrir glannaskap. Menn sem ekki þekkja hætturnar og lesa ekki skilti á ensku. Eina vitið þegar í óefni var komið að fylgja ráðum lögreglunar. Lítt áberandi skilti og hindranir sem ekki halda ferðamönnum frá hljóta að vera mistök.
Lögregla og björgunarmenn sjá best afleiðingarnar og geta ráðlagt heilt. Að tala í síma í akstri er áhætta sem menn taka, þar eru flestir upplýstir um afleiðingarnar. Við Reynisfjöru og Gullfoss eru menn á gráu svæði ef ekki eru haldbærar og tryggar öryggisráðstafanir.
Kínverjum þykja Vesturlönd spennandi sem ferðamannalönd. Eftirvæntingar þeirra eru miklar að koma til ómegnaðra eyju með fisk úr óspilltum sjó. Hafaldan við Atlantshafið getur verið eins og óargadýr, tignarleg en hættuleg sem eldspúandi dreki.
![]() |
Það varð dauðaslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson