Bjargið gíghólum Eldvarpa

Fagleg umfjöllun gæti bjargað eldgígunum frá því að verða iðnaðarsvæði. Staðsetning borholu frá 1983 er hugsanlega sú versta sem hægt er að hugsa sér. Tilraunaboranir ættu að fara fram víðs fjarri gíghólunum.

Eins og nú er stefnir allt í að örlög hólanna verði sú sama og Rauðhóla við Elliðavatn. Óafturkræfanleg náttúrumyndanir hverfa. Skammsýni bæjaryfirvalda má ekki verða til þess að svipta komandi kynslóðum náttúrufyrirbærum sem ekki koma aftur um fyrirsjáanlega framtíð.

Með núverandi bortækni skiptir ekki máli hvar rannsóknarholur eru gerðar til að kanna háhita. Óþarfi er að koma nálægt hólunum með borpalla og borturna. Augljóst er að menn hafa ekki áttað sig á hve svæðið er einstakt og verðmætt. Umfjöllun Morgunblaðsins er tímabær og ætti að vekja viðkomandi yfirvöld sem eiga að vakta náttúrufyrirbæri sem eru í hættu.

"Heilög vé" eldeyjunnar er rétta heitið á svæðinu. Bláa Lónið hefur sannað það sem mönnum óraði ekki fyrir að yrði helsta aðdráttarafl Íslands á fyrri hluta tuttugustu og fyrstu aldar.

 

 


mbl.is Sýnikennsla á landreki í Eldvörpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband