Ólíkir hagsmunir

Ellert Grétarsson ljósmyndari gerþekkir Suðurnes, veit um sérstöðu svæðisins manna best og möguleika sem tengjast ferðamennsku. Alltof margir ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll vita aðeins af Bláa Lóninu og fara því af svæðinu fyrr en ella. Treglega hefur gengið að fá rútufyrirtæki til fara sérstakar ferðir með ferðamenn um Suðurnes. Við þau er ekki að sakast á meðan ekki er hugað betur að áhugaverðum stöðum og þeir gerðir aðgengilegir. 

Dagsferð um Suðurnes er kjörið tækifæri en þá má ekki skerða vannýtta möguleika og afskrifa perlu sem Eldvörpin eru. Hægt væri að nálgast þau af varfærni, en ekki með hvæsandi iðnaðargný við göngustíga. Skipuleggja þarf stíga við Eldvörp og malbika veg að bílastæðum. Þá má ekki gleyma viðhaldi og aðsvara viðkomandi yfirvaldi sé það skilgreint. 

Formaður ferðamálasamtaka Ísland, Grímur Sæmundsson er jafnframt forstjóri Blá Lónsins hefur þá sérstöðu að gæta hagsmuna ferðamálasamtaka og fyrirtækis sem á mikið undir háhitaborunum á Reykjanesi.

Skammt frá Reykjanesvita er mikilvægt hverasvæði og sérstæðar jarðmyndanir. Vegurinn að svæðinu fer í gegnum iðnaðarhverfi HS Orku. Þegar malbikun vegarins í gegnum iðnaðarhverfið sleppir tekur við holóttur vegur að hverunum og að Reykjanesvita. Hér fara ekki saman hagsmunir ferðaþjónustu og iðnaðaruppbyggingar. Sama er í uppsiglingu við Eldvörp. Einstakar náttúruminjar verða að lúta í lægra haldi fyrir iðnaði ef fram fer sem horfir. 

Til að dreifa ferðamönnum, minnka álag á vinsælustu og best þróuðu staðina verður að fara í skipulega uppbyggingu annarra staða. Ný samtök og nefndir koma á færibandi og lofað er heildarstefnu en hversu raunhæft er það. Fyrst þegar heimamenn hafa frumkvæðið um aðgerðir skeður eitthvað. Þegar þeir koma auga á sérstöðu svæðisins og kynna það.

Ekki er hægt að treysta á að ein ríkishönd sjá um allar umbætur og fæstir gera ráð fyrir að svo sé. Aðalatriðið er að leikreglur séu skýrar og að möguleikar séu fyrir ólíka aðila að hefja uppbyggingu sem alltaf tekur einhver ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband