Fínt og fágað, en er það svo?

Hvort sem það er handbolti eða nokkrir flóttamenn að yfirgefa stríðsástand í fréttunum er landinn afar viðkvæmur ef eitthvað fer úrskeiðis. Allt á að vera fullkomið og óaðfinnanlegt út á við. Holt er að tapa einum leik og endurskoða aðferðafræðina, án þess að allt fari af hjörum.

Algjör gúrkutíð hefur verið hjá fréttamiðlum, en nú á sýna hversu vönduð og fín við erum í móttöku flóttamanna. Alþingi hefur nýlega veit tveimur fjölskyldum með börn ríkisfang eftir mánaða viðveru, en hefur allskonar hindranir í innflytjendalöggjöfinni. Takmarkanir sem valda því að harðduglegir útlendingar sem hér hafa unnið í tíu ár eða lengur fá ekki ríkisborgararéttindi. 

Íslenskukennsla er takmörkuð en líka þröskuldur. Ef sömu skilyrði um hreintungu hefðu gilt í Ameríku væru þar fáeinar milljónir í dag. Baldvin Baldvinsson blaðamaður rekur harmsögu gyðinga í Fréttatímanum. Fólk sem var að flýja gasklefa nasista, en máttu ekki setjast hér að fyrir stríð.

Fæstir yfirgefa land sitt af ævintýraþrá einni. Nokkrar fjölskyldur flytjast af landi brott í hverri viku. Í stað þeirra koma aðrir sem hér sjá tækifæri og áskoranir. Við getum ekki lengur treyst á að Pólverjar bjargi atvinnuvegunum fyrir horn. Í Pólandi er mikill uppgangur. Ekki veitir af vinnufúsum höndum hér sem geta haldið uppi velferðarkerfinu.


mbl.is Eðlilegt að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband