Stórkostleg leiksýning

Stór stund. Allir glaðir og ánægðir. "Stórkostlegur árangur". Eins og stór hópur skólakrakka fari heim í jólafrí. Ekki er verið skilgreina nógu vel markmiðið. Hlýnunin frá því um 1800 hefur verið 0.7 gráður á öld. Hvað er þá metnaðarfullt við að halda hlýnuninni innan við 1.5 gráður á þessari öld?

Hve miklar eru náttúrulegar breytingar og hvað af mannavöldum? Hækkun sjávar hér við land eru ótrúlega miklar. Ekki þarf nema að fara út á Álftanes og sjá tjarnir eins og Skótjörn og Lambhúsatjörn verða hluta af sjávarsvæði. Breytingar á 200 árum.


mbl.is „Búum öll undir einu þaki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo er bara spurning hvort við viljum endilega miða veðurfar við aldamótin 1800, hvort það sé hinn rétta mynd af veðurfari heimsins. Kannski má miða við einhvern annan tíma, t.d. landnám.

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2015 kl. 07:44

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gunnar

Ártalið 1800 var tekið af því fræðimenn hafa fundið út að hækkun sjávarmáls hefur verið um 100 mm á öld. Sést best innstreymi sjávar inn í Lambhúsatjörn við Bessastaði. Hraðinn hefur eitthvað aukist á síðari árum en mælingar yfir styttra tímabil eru ekki eins áreiðanlegar. Frá landnámi hefur þá sjór hækkað um 1 metra við Ísland. Við Kópavog má sjá leifar af mó og birki undir sjávarmáli.

Sem leikmanni finnst mér ráðstefnan í París vera meira viljayfirlýsing, góður vilji þar sem menn eru sammála um að stuðla að minni útblæstri. Ekkert neitt rótækt til að bjarga íbúum og svæðum sem verða óbyggileg vegna þurrka eða hækkandi sjávarstöðu. 

Sigurður Antonsson, 13.12.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband