"Byssuglaðir" RÚV menn og meðvirkni

Fréttamenn sjónvarps hafa birt endurteknar myndir um dýraníð svínabænda. Skýlt sér á bak við Matís sem heimildarmenn mynda. Enginn kannast við myndirnar. Ótal aðrar heimildir sýna að svínabændum er annt um gripi sína. Heil stétt er undir grun um að níðast á svínum vegna ásakanna RÚV. Sjónvarpið þarf heldur ekki að sanna ásakanir sínar. Þess í stað er birt viðtal við þingmann um vonda svínabændur og meðvirkni stofnanna. 

Fréttaskýrendur RÚV fara víða um heim til að færa okkur nær átakasvæðum. Nýlega sögðu þeir frá því að byssuglaðir uppreisnarmenn í Úkraínu hafi skotið niður farþegaþotu. Tilefnið var að Hollendingar staðfestu að þotunni hefði verið grandað með rússneskum eldflugum.

Flugfélagið sem varð fyrir árásinni er nær gjaldþrota. Það vill draga byssuglaða Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi. Íslenskir svínabændur, með íslenskt vatn og korn eru að keppa við innflutning á lyfjamenguðu kjöti frá Evrópu. Eiga þeir ekki rétt á hlutlausum fréttaflutningi.

Er í lagi að opinber stofnun sé með litaðan fréttaflutning? "RÚV okkar allra", þegar í boði eru ótal sjálfstæðar sjónvarps og útvarpsstöðvar með fréttir. 


mbl.is Boðar breytingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband