Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2015 | 22:58
Palestínumenn skaðast mest
Lokun verksmiðja í Palestínu vegna minnkandi sölu lendir á þeim sem síst skyldi. Hvaða umboð hefur Reykjavíkurborg til að gefa út slíkar yfirlýsingar. Bæjarfélag sem kaupir engar vörur frá Ísrael. Þar fyrir utan styðja margir Gyðingar í Ísrael Palestínumenn.
Fjölmargir Ísraelsmenn sækja Ísland heim og þeir hinir sömu kaupa íslenskar vörur. Þessir aðilar bera tjónið á Íslandi, útflytjendur og ferðaþjónustan ef Ísraelar svara í sömu mynt. Efnahagsþvinganir eru gagnslitlar eins og sannaðist í þorskastríðinu. Álíka og fuglahúsin sem áttu að hemja bílaumferð og vekja athygli á umhverfisvænni borg.
![]() |
Reynt að lágmarka tjónið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.9.2015 kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2015 | 23:30
Lofsvert framtak
Kastljósþátturinn í kvöld var til fyrirmyndar og ástæða er til að lofa það sem vel er gert. Sjónvarpið hefur sýnt að það er áhrifamikill miðill. Kastljós sjónvarpsins byrjaði ekki vel eftir sumarfrí, en svo virðist að hér hafi verið sameiginlegt átak sjónvarpsmanna.
Dapurlegt var að horfa upp á ástandið í Grikklandi, þar sem flóttamenn frá Sýrlandi koma að landi. Hugrökk íslensk kona stendur þó vaktina og breiðir faðm sinn mót örvæntingafullum Sýrlendingum. Fréttamenn sjónvarpsins sýndu beint frá örlagaríkum viðburðum í Ungverjalandi, þegar flóttamönnum er lokuð aðkoma. Svo virðist sem íbúar séu búnir að gleyma hvernig ástandið var 1956. Þá eins og nú voru sovésk hergögn notuð til að herja á uppreisnarmenn. Þá var farið í átak til að taka á móti Ungverjum.
Margir ætla að flóttamannavandinn sé okkur óviðkomandi. Annað á eftir að koma í ljós þótt við séum fjarri stóra straumnum. Velgengni okkar byggist að stórum hluta á alþjóðlegu samstarfi og blómlegum viðskiptum. Engin þjóð er eyland þegar kemur að því að bjarga mannslífum frá vígavélum. Ferð innanríkuisráðherrans undirstrikar það.
![]() |
Ekki náðist samstaða á neyðarfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2015 | 17:01
Föngulegur samstöðuhópur
Fólk skiptist í tvo hópa þegar rætt er um flóttamenn. Þeir sem hafa mikið að gefa og treysta sér til að veita fólki tímabundið skjól og aðstoð. Hinn hópurinn eru fullir öfga og vilja enga aðstoð veita, halda jafnvel að þeir sjálfir missi spónn úr aski sínum. Logi Bergmann kallar þennan hóp "vont fólk." Sýnir skorinorða afstöðu sína.
Utanríkisráðuneytið fær hundruð milljóna aukafjárveitingu 2016. Yfir 10% hækkun þegar önnur ráðuneyti eru með 2-3%. Ekki fara þessir peningar til að aðstoða flóttafólk. Hvað hefur utanríkisráðuneytið áorkað til að fá viðlíka hækkanir.
Tími er komin til að leggja álögur á alla vopnasölu og hergagnaframleiðslu. Fjármagn sem væri notað til að standa undir flóttamannavanda sem styrjaldir leiða af sér. Sáudi-Arabía og Katar gætu þá ekki skorast undan. Svíar virðast standa sig vel í að aðstoða og eru að verða alþjóðlegt samfélag.
![]() |
Snýst um að bjarga lífi fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2015 | 21:08
Gefa mikið með nýjum formerkjum
Velferðamálin fá góðan byr. Stóraukið framlag til heilbrigðismála og glæsilegri leiguíbúðir. Mikið gefið og tekið með veltuaukningunni. Erlend stóriðja á vildarkjörum með farandverkamenn. Lækkun tolla og skatta. Ríkiskirkjan fær óvæntan glaðning. Allt gjörólíkt aðgerðum vinstri stjórnar sem var.
Stóraukið peningamagn í umferð og vöntun á vinnukrafti. Aukning verðbólgu, hærri vextir og styrking krónunnar er önnur hliðin á peningi ríkisstjórnarinnar.
Ótrúlegt að hægt sé að gjörbreyta öllu á skömmum tíma án þess að eftirköst fylgi. Verbólgan er "lúmskt kvikindi." Einnig vekur það furðu hvernig Seðlabanki hækkar vexti og gengi krónunnar. Útflutningsgreinar þurfa á sama tíma að mæta launahækkunum.
![]() |
Framlög aukin til allra málaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2015 | 17:23
Flækjustig ráðherrans
Hvernig getur forsætisráðherra sagt að Þýskaland taki við 12000 flóttamönnum þegar talan er mörg hundruð þúsund? Aðeins í dag er frétt um að 7 þúsund hafi farið yfir landamæri Austurríkis til Þýskalands. Til Ítalíu hafa komið yfir 400 þúsund flóttamenn á nokkrum misserum.
Rétt er að Bandaríkin eru ekki að taka við mörgum Sýrlendingum þessa stundina en þeir hafa á liðnum árum veitt mörgum milljónum Mið-Ameríkubúum leyfi til að vinna og setjast að. Evrópa þarfnast innflytjenda og Ísland líka ef vaxtatímabil sem ríkisstjórnin hefur sett af stað á ekki að kollvarpast.
Samtök launþega styðja við móttöku á flóttamönnum en ekkert heyrist frá atvinnurekendum. Kirkjan og sveitafélög vilja styðja við móttöku flóttamanna og mikla ekki fyrir sér kostnaðinn. Í kringum flóttamenn hefur myndast iðnaður og allt á að vera svo fallegt og fínt. Túlka og sálfræðiþjónusta í hæsta gæðaflokki?
Einn þingmaður sjálfstæðismanna, háskólakennari reiknaði út að kostnaðurinn yrði hátt í tug milljóna á hvern mann. Vel mælt og veglegt skal það vera? Flækjustigið sem forsætisráðherra hefur í þessu máli er pínlegt.
![]() |
Talan 50 var aldrei föst í hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2015 | 13:39
Brotið land
Reiptog stórveldanna um yfirráðasvæði hafa mótað örlög Sýrlands. Rússland hefur sent ógrynni vopna til Sýrlands síðan 2006 og eftirgefið vopnaskuldir. Sagt er að rússneskir hermenn stjórni orrustuþotum sýrlensku stjórnarinnar. Enn ein afleiðingin af rússneskum hernaðarumsvifum.
Mótmæli gegn stjórn Assad um lýðræðisumbætur báru ekki árangur enda treysti hann á Rússneska hernaðarhjálp. Flóttamenn sem hafa verið teknir af Rússum eru settir í einangrunarfangelsi.
Um 10% flóttamanna eru kristnir og eru ofsóttir af öfga múslimum ISIS. Vesturlönd einu aðilarnir sem geta veitt hjálp í neyð?
![]() |
Sýrland er ekki lengur til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2015 | 13:20
Nettröllin ráða ferðinni
Bilið á enn eftir að aukast milli gömlu flokkanna og hinna ungu sem temja sér annan lífsstíl. Þingmenn úr háskólasamfélaginu sem hafa unnið með unga fólkinu sjá hverju framvindur. Ekki verður betur séð en þeir ætli að snúa sér að hefðbundnum verkefnum þegar píratar geysast fram.
Í gegnum netið finnur unga kynslóðin nýja heimsmynd og nálgun. Forritarinn finnur aðrar leiðir og lætur ekki gamla fólkið segja sér fyrir verkum. Vanti einhverja þekkingu er hún á netinu. Yfirburðastaða þeirra með tölvur gera yngra fólkið mun hæfara til að leysa verkefni og aðkallandi vanda. Fleiri flokkar ungs fólks geta myndast þegar líður að kosningum.
Óöruggir borgara á miðjum aldri sem ekki hafa fundið skjól í velferðinni draga sig inn í skel þegar kemur að flóttamannavandanum. Píratar eru opnir fyrir aðstoð og finnst að mannúðin eigi að ráða. Mildi og mannúð í alheimsbúskap.
![]() |
Viljum helst ekki þurfa að vera til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2015 | 20:10
Hægt að snúa við blaðinu
Í Vestmannaeyjagosinu myndaðist mikill samstaða. Hver sem gat aðstoðað fékk ákveðið verkefni. Man eftir því að ég fór ferðir með búslóðir frá Þorlákshöfn. Nóg af húsnæði var til reiðu og allir björguðust með víðtæku samstarfi.
Margir munu aðstoða Rauða Krossinn og útvega bæði húsnæði og mat meðan fólkið er að ná fótfestu. Ótrúlegt er að sjá myndir af örvæntingu flóttamanna og hjálparleysi sem við blasir í Ungverjalandi. Austur-Evrópa er enn að sleikja sárinn eftir sambúðina við kommúnistahreyfinguna og ógnarstjórn einræðisafla. Afstaða þeirra er líka ólík vestrænum ríkjum sem hafa búið við meira frelsi og velsæld.
Gott hjá Birni Teitssyni að minnast á gyðingamóttökurnar sem ekkert varð af fyrir stríð. Þeim var snúið við í Reykjavíkurhöfn og þeirra beið ekkert nema ofsóknir. Nú er tækifærið fyrir stjórnmálaöfl að snúa við blaðinu og skipuleggja aðstoð við flóttafólk með borgurunum sem vilja leggja sitt að mörkum.
![]() |
Gætum tekið við 1500-2000 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2015 | 07:05
Þoskhausar ekki seldir tvisvar
Foringjar taka umræðuna lengra. Fastur fyrir er fjármálaráðherra enda gjaldkeri eyþjóðar norður í höfum sem hefur barist við offjárfestingar og verðbólgu í meir en 100 ár. Húsnæðisráðherrann er dreginn upp á pallborið hjá RÚV og reifað í móttöku á 50 flóttamönnum + 15 hælisleitendum. Þar á bæ er ekkert húsaskjól þótt blokkir íbúðalánasjóðs standi auðar um allt land.
Skammarlegt framlag til að aðstoða þjóðir í neyð hefur nú tekið óvænta stefnubreytingu. Víðsýnir, hjálpsamir Íslendingar sjá að við getum tekið á móti þúsundum flóttamanna. Það dugir ekki að einblína á tap á sölu makríls til Rússlands þegar olíupeningar skila sér ekki. Makríll var eins og happadrættisvinningur og það gleymist að lækkun olíu kemur okkur til góða. Hátt verð fyrir þorskhausa og meir en 50% lækkun olíu fæst ekki í viðskiptum við Nígeríu.
"Velferð" eða góðar þjóðartekjur byggjast á gagnkvæmum viðskiptum við aðrar þjóðir sem geta keypt afurðir háu verði. Japanir borga vel fyrir hval. Kaupendur verða að vera til á próteinríkum makríll. Álverðverð í hæstu hæðum hefur byggst aðallega á notkun ríkra þjóða. Hergagnaiðnaður hefur stuðlað að hagvexti meðal ríkra þjóða, en dregur aðrar þjóðir niður í svaðið. Ógnvænleg vopn er önnur birtingamynd af örvæntingu og flóttamönnum.
Merkel er merkiberi Þýskalands, forysturíkis Evrópu. Líkt og Truman og Marshall utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru eftir stríð. Hún sér engin vanmerki á að sýna stríðsþjáðum flóttamönnum virðingu og mannúð. Þjóðverjar skildu á Íslandi eftir Hrun milljarða sem ekki innheimtast. Þeir hafa aðstoðað Grikki en fá aðeins vandlætingu í laun. Þeir hafa staðið föstum fótum þegar Rússar hafa sýnt hramminn í Úkraínu. Er hægt að biðja um meira án þess að gefa?
![]() |
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2015 | 20:59
Athyglisverður samanburður
Flóttamannavandinn er afsprengi slæmra stjórnhátta og styrjalda sem hafa staðið yfir í lengri tíma. Nær helmingurinn af flóttamönnunum er frá Sýrlandi. Arabaríkin hafa staðið sig illa í lýðræðisumbótum og að aðstoða flóttamenn, þótt mörg þeirra geti betur. Þeir sem ná að flýja ástandið heima fyrir er flest dugnaðarfólk sem með tíð og tíma kemur sér vel fyrir í nýju heimalandi.
Suðurlönd Evrópu hafa staðið sig aðdáunarvel við að sýna þessu fólki virðingu og mannúð í kröppum dansi. Merkel, helsti forystumaður álfunnar undirstrikar þessi atriði þegar hún biður samlanda sína að sýna þolinmæði. Þjóðverjar og nágranar þeirra þekkja vel þjóðflutninga og þau umbrot sem fylgja.
Bandaríkin buðust til að taka við hátt í tíuþúsund flóttamönnum frá Sýrlandi. Ef sama hlutfall flóttamanna og komu til Ítalíu færi yfir landamærin þeirra væri um að ræða 3-4 milljónir. Milljónir Mexíkóbúa fara ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna og fá flestir vinnu. Á nokkrum árum skapa nýir innflytjendur mikinn auð í viðkomandi löndum og koma í veg fyrir fólksfækkun i Norður-Evrópu.
Íslendinga vantar fólk til að fylla nýjar stöður og gætu sýnt mannúð og mildi við að taka við þeim sem mest hafa þurft að þola vegna styrjaldarátaka. Ef ekki skipulega nú með hjálp t.d. Rauða krossins munu fjöldi þeirra nema hér land á næstu árum í gegnum EES eða Evrópusamstarfið.
Hvort sem okkur líka betur eða vel.
![]() |
Alvarlegt ástand sem verður verra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson