Færsluflokkur: Bloggar

Fagurgali eða umbætur

Formaðurinn talar eins og allt sé bjart framundan, en er það svo. Eyþjóðin hefur hingað til tekið við meira af tilskipunum og löggjöf frá nágrönnunum heldur en að hafa eigið frumkvæðið. Innflytjendalöggjöfin frá 2005-6 var meingölluð dönsk löggjöf, samþykkt án umræðu að heitið gat.

Danir voru fljótir að endurbæta hana og vonandi kemur eitthvað úr hattinum nú sem er í takt við breytingar sem eiga sér stað í Evrópu. Einangrunarsinnar eru margir á Íslandi sem vilja framleiða mikið með löngum vinnudegi og fáu fólki. Pólverjar og útlendingar eru að bjarga sjávarvinnslunni fyrir horn, einnig ferðamannaiðnaðinum.

Án þeirra væri hér stöðnun í þessum atvinnugreinum. Í ferðaþjónustunni verður þröskuldurinn vöntun á kokkum og þjónustufólki, sem er ekki á hverju strái. Gyðingakona sem ég gisti hjá í Róm sagði mér að Ítalir hefðu tekið á móti meir en 400.000 þúsund flóttamönnum á innan við tveimur árum. "Flestir hefðu fengið vinnu í þjónustustörfum."

Gott er að getað tekið við 50 flóttamönnum frá stríðsþjáðu Sýrlandi. 12 milljónir Sýrlendinga eru á vergangi án matar og búslóðar. Þar af 1.2  milljón kristnir menn. Ef vel ætti að vera ættum við að taka við 400 flóttamönnum til að vera ekki eftirbátar Ítala. Það þarf enga sýndarmóttöku til að taka á móti stæltum ungum flóttamönnum í neyð. Með samstilltu átaki gætu þeir allir fengið vinnu víða um land á næsta vetri.

Í Þýskalandi björguðu Tyrkir á sínum tíma framleiðsluiðnaðinum í manneklu. Á Nörrebro og Vesterbro í Kaupmannahöfnum fylltu Tyrkir og Arabar gömlu húsin sem stóðu auð. Fjölgun íbúa í Norður-Evrópu hefur orðið lítill síðustu ár. Það eitt segir sína sögu.

 

 

 


mbl.is Kynna frumvarp um málefni útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt breytist með umræðu

Virkjun í Eldvörpum myndi skerða afl virkjanna í Svartsendi og á Reykjanesi. Vísindamenn við HÍ hafa staðfest það sem margir höfðu ýjað að. Þessi einstaka perla er eitt af undrum Reykjanesskagans. Rjúkandi gíghólar sem alltof fáir hafa tekið eftir.

Þjósárver njóta alþjóðlegra verndar sem votlendi og fuglafriðland. Frekari röskun á þessu svæði myndi spilla óröskuðu svæði vestan þjórsár. Kjalölduveita áður Norðlingaölduveita snýst ekki um hagkvæmni í virkjunarflokki heldur er allt land á hálendinu við Hofsjökull dýrmætt sem verndarsvæði. Veitan myndi einnig hafa áhrif á rennslið í fossum efri hluta Þjórsár.

Margir virkjunarkostir eru neðar, þar sem maðurinn hefur þegar raskað landi með athafnasemi. Umræðan um hálendið og vitundin um mikilvægi þess er að þroskast. Eins og kemur fram í fréttinni eru engar breytingar áætlaðar í rammaáætlun er varðar "Norðlingaölduveitu". Það eitt er ákveðinn sigur fyrir verndun hálendisins.

Myndir: Eldvörp í ágúst

IMG_6302

IMG_6299 copy 


mbl.is Hagkvæmasti kosturinn ekki metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plúsar eða mínusar

Ávinningur af brölti getur komið fram í ýmsum myndum. Ekki er allt neikvætt. Fyrir nokkrum árum fór mest af makríl til bræðslu. Nú hafa verið þróaðar framleiðsluaðferðir sem skila meiri verðmætum. Samt sem áður geta Litháar aukið verðmæti makríls og selt til Rússlands á hærra verði.

Fyrir áratugum bragðaði ég niðursoðinn reyktan makríl í Noregi. Lostæti sem Tryggvi Ófeigsson hefði einn kannski getað framleitt ásamt reyktum ufsa. Í Lettlandi var ljúffengur reyktur makríll á boðstólum á sama tíma seldur með haus og sporði. Tækni sem þeir notuðu skilaði allt öðrum afurðum en nást hafa á Íslandi.   

Verðmæti makríls og loðnu er hægt að stórauka með fjölbreyttari framleiðsluafurðum. Óvænt tímabundin lokun á Rússlandsmarkað, fram í janúar getur skapað ný viðskiptatækifæri ef sölu og markaðsmenn reyna að aðlaga vöruna nýjum kaupendum.

Nígería lokaði á makrílkaup þegar útflutningstekjur minnkuðu um meir en helming. Afríkubúar þurfa prótein úr fiski. Margir þeirra sem hér matreiða makríll og siginn fisk með allt öðru aðferðum en við þekkjum. Nú er tími Færeyinga í makrílsölu runninn upp, meðan Íslendingar velta við hverjum steini til að vita hvað fór úrskeiðis. Ósigur getur orðið upphafi að sigri.

 


mbl.is Notuðu rangar tölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi eða fangi

Útflutningstekjur Rússa af olíu hafa minnkað meir en helming. Þeir eiga erfitt með að standa í skilum á seldum íslenskum fiskafurðum. Viðskiptahagsmunir Íslendinga eru því mun minni. Útflutningur Íslendinga til Rússlands hefur verið um fimm prósent af heildar útflutningi.

Í sögulegu ljósi voru vöruviðskipti milli landanna mun mikilvægari á árunum 1958-1970 þegar erfitt var að selja sumar fiskafurðir okkar. Stór hluti útflutnings var til Austur-Evrópu en alltaf mest til Rússlands..

Eiríkur bendir réttilega á að í Rússlandi ríki "alríkisskipulag". Land sem byggist á sterkum leiðtoga er hefur mest öll völd í höndum sér. Slíkum leiðtogum hættir til að auka völd sín og vinsældir með landvinningum. Með því að takamarka skoðanaskipti og frjálsa fjölmiðla er eftirleikurinn auðveldur. Gömul og ný saga í Rússlandi.

Ástæða er til að óttast Rússa sem ráðast hiklaust inn í önnur lönd og útvega eldflaugar til að granda farþegaflugvélum. Rússland er eitt auðugasta landið af gasi og olíubirgðum og býr yfir stórum herafla. Harðasti kommúnisti þeirra vildi gera Ísland að fanganýlendu. Nágranaríki Rússlands óttast fátt meir en hramma Björnsins.


mbl.is Meiri búsifjar fyrir önnur lönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðill með sérstöðu

Þegar Sigmar ákvaða að fara í meðferð voru kveðjurnar eins og þjóðhöfðingi væri að fara til annarra plánetu. Ítarleg frétt þegar fjölmiðlamaður leitar að betra lífi án áfengis. Sjálfur var Sigmar fullur iðrunar og sendi kveðjur út og suður samkvæmt heimildum MBL. Jákvæð frétt um mann í kastljósi.

Álagið sem mikilli vinnu fylgir var talið einn áhrifaþátturinn. Vinnufíklar eru ekki ólíkir öðrum fíklum. Misbjóða sér með ofneyslu, en tengslin við áfengisdrykkju eru ekki eins þekkt. Umræðan um ofnotkun efna er þörf og samfélagsmiðlar hafa mikill áhrif. Vinnu og tölvufíkn eru skyld áfengisfíkn, en afleiðingarnar ekki eins kunnar.

Fjölmiðlamenn og stjórnendur Ríkisútvarpsins bera mikla ábyrgð. RÚV er með áfengisauglýsingar sem aðrir hefðu fengið dóm fyrir að birta og nýtur sérstöðu. Það hefur áreiðanlega ekki góð áhrif á starfsfólkið að verða vitni að því.

Eftir kvöldfréttir sjónvarpsins var partur af grínistum ríkisútvarpsins á Dalvík að teyga mjöðinn. Einskonar bjórsveifla sem vakti furðu viðmælanda. Fiskidagar á Dalvík eru ekki þekktir fyrir bjórþamb. 


mbl.is Sigmar í morgunútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍNN háskóli atvinnulífsins

Hrafnaþing í kvöld var helgað ferðamálum. Tveir mætir menn Kjartan Lárusson og Magnús Sigmundsson voru gestir kvöldsins. Þeir komu víða við og bentu á að ferðaþjónustunni vantaði skóla. Vöntun er t.d. mikill á sérmenntuðum háskólamönnum til ferðaþjónustunnar. Engin hótelskóli, en kokkaskóli í Kópavogi.

Stjórnandinn minntist á Þorleif Þórðarson sem var einn af frumkvöðlum ferðaþjónustunnar og rak Ferðaskrifstofu Ríkisins í mörg ár. Það þótt mér vænt um, en enginn minntist á frumkvöðlastarf hans þegar hann dó. Kjartan Lárusson rak lengi vel sömu skrifstofu. Hann er ekki bjartsýnn á stefnubreytingu þegar hann horfir yfir sviðið. Hver veit nema núverandi stjórn taki til hendinni? 5000 ný störf hafa myndast í ferðamannaiðnaði. Staðreynd sem margir vita ekki af.

Þorleifur móðurbróðir minn setti á stofn hótel í hermannabröggum í Nauthólsvík og Edduhótelin út um allt land. Ferðaskrifstofa ríkisins var í farabroddi. Vigdís forseti og eigandi Arnarflugs eða Guðni í Sunnu unnu bæði hjá ferðaskrifstofunni. Samvinnuferðir var einnig í útrás. Alltof fáir vita um þá sögu en Loftleiðamenn hafa sagt ævintýrið um uppbyggingu Loftleiðahótelsins í Reykjavík. Kraftur þessara manna var mikill. Loftleiðamenn byggðu fyrir erlent fé sem kom inn af brautryðjandastarfi í millilandaflugi. Ríkið lagði til litla fjármuni í uppbygginguna í greininni þá sem enda nær. Um 1% af 50 milljarða tekjum ríkisins af ferðaþjónustunni fer nú til að styrkja hana.

Þótt ferðamennskan sé orðin stærsta atvinnugreinin vita fáir um sögu hennar eða hvert stefna skuli. Viðmælendur á Hrafnaþingi vildu að alþingismenn væru teknir í skóla til að getað metið ferðaþjónustuna að verðleikum. Mikill fýlusvipur var á þingmönnum í umræðum vetrarins. Þeir ættu að líta inn á Ínn sjónvarpsstöðina og kynnast atvinnuvegakynningunni sem fer fram á hverjum degi.

Þjóðgarðsverði þarf að mennta og kenna reglur um utanvegaakstur. Af nógu er að taka, með skilvirkri menntun í ferðaþjónustunni verða til verðmætari störf.

 

 

 

 


mbl.is Akstursgjald gegn utanvegaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóla að myndast?

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að útlendingar bíði í biðröðum eftir raforku. Hann vill veita erlendum fyrirtækjum ívilnanir en nefndir aldrei raforkuverðið sem þarf að fá. Tengslalausir þingmenn eru alltaf öðru hverju að vekja athygli á sér með uppslætti.

Ríkiskassinn mun í ár fá um 40 milljarða + í tekjur af ferðaþjónustunni. Samkvæmt fréttinni vill formaður fjárlaganefndar hækka virðisaukaskatt um helming. Einkenni fyrir íslenska efnahagsstefnu er verðbólga og gríðarlegar sveiflur. Við þessar aðstæður eiga íslensk fyrirtæki að búa, en erlend stórfyrirtæki í landinu fá ívilnanir frá ríkinu og niðurfellingu á tryggingargjöldum.

Lámarkið er að allar útflutningsgreinar búi við sömu kjör. Jafnræði sé milli atvinnugreina. Fjárfestingar í ferðaþjónustu eru til langs tíma, en hætt er á miklum sveiflum og samdrætti eigi að þurrmjólka greinina.

Amerískur ferðamaður af íslenskum ættum sem hefur komið áður til Íslands benti mér á að hann sæi þess merki að bóla væri að myndast í ferðaþjónustu. Góð viðmiðun er verð á kók og pylsu sem nú kostaði 5 dali víða á landsbyggðinni.

Ikea er með stærsta eldhús landsins og stækkar nú um helming, væntanlega vegna aukningu á ferðamönnum. Costco nýtur hagkvæmi stærðarinnar og ætlar að bjóða upp kók og pylsu á tvo og hálfan dal.   

 


mbl.is Vilja afnema undanþágur og ívilnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri ljósmyndatækifæri í vikunni

Fleiri kvöld í vikunni bjóða upp á góð skilyrði fyrir áhugaljósmyndara til að taka myndir í ljósaskiptunum. Á Vesturlandi verður léttskýjað á þriðjudag og fimmtudag. Júlímánuður er magnaður fyrir landslagsmyndatökur jafnt í sólskini sem skýjuðu veðri. Sjálfur hef ég valið að vera við Búðir og Axlarhyrnu síðar í vikunni, en í kringum Jökull eru töfrar lita nær alla daga og nætur. " þá forklárast jökullinn á vissum tímum dags í sérstakri birtu og stendur í gullbjarma með stóru geislamagni og allt verður auvirðilegt nema hann." H.K.L.

Björgúlfur Ólafsson læknir og rithöfundur lýsir Búðahrauni og Breiðuvíkinni sem "meistarastykki náttúru... Ingunnargjóta ber af öðrum hraungjótum af fegurð og mikilleika" Litaspilið í sumargróðrinum, marglitar blómaflækjur, burknar og birkikjarr sem tekur ljósbreytingum frá jökli og sól. Björgúlfur fór víða um heim, meðal annars til Austurlanda, en æskuminningar hans um töfra Snæfellsjökuls, Breiðuvíkur og Búðahraun er toppurinn á tilverunni.

Hér eru myndir teknar úr Vífilstaðarhlíð í gærkvöldi áður en himininn í vestri tók á sig djúpan rauðbláan lit. 

 

Frá Vífilstaðahlíð kl. 22 5. júlíFrá Vífilstaðahlíð kl. 23 5. júlí


mbl.is Rósrauð tilvera mynduð af lesendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undur í túngarðinum

Vífilsstaðahlíðin heillar göngumann á öllum tímum dags. Aldrei sama sjónarspilið, alltaf eitthvað nýtt og ögrandi fagurt. Í kvöld var léttskýjað og miðnætursól yfir Dal og Vegamótum á Snæfellsnesi. Júlísól í uppáhaldslitum Sölva Helgasonar. Fagurrauð og bleik ský á lofti í norðvestri með ljósbláu ívafi.

Blái og hvíti liturinn á blómum lúpínunnar er að verða áberandi. Litakóngarnir Monet og Vincent van Gogh hefðu gefið mikið fyrir að fá að vera kvöldstund við birgi Bretana frá síðustu heimsstyrjöld. Merkar stríðsminjar í hlíðinni eru að hverfa í svörðinn. Fyrir utan kvöldfegurðina er vítt til allra átta. Hvað hefur valdið staðarvalinu er ekki gott að segja en litafegurð norðursins og kyrrðin hefur heillað.

Hátt í hlíðinni er vegur að Grunnuvötnum sem hverfur inn í blómaskrúðrið. Þarna hafa skógræktarmenn fyrir 50-60 árum plantað ýmsum trjágróðri. 

Leið mín lá frá vaktbirgi hermanna úr seinni heimstyrjöldinni að Vífilsstaðaseli, hátt upp í hlíðinni.  Rétt áður en ég nálgaðist veginn á há hæðinni heyrist hár og mikill gjallandi skothvellur í hlíðinni fyrir neðan. Hvaða ærandi hljóð gat þetta verið sem rauf kyrrðina og fuglasönginn?

Áður hafði ég heyrt óminn frá samtali ungra manna í gegnum skógarþykknið, en við sprunguhvellinn þagnaði samtal þeirra. Gat verið að ungir menn væru með sprengjur frá áramótunum eða var þetta raunverulegur skothvellur frá skoti úr byssu.

Fyrir nokkrum árum hafði ég heyrt inn í skóginum skerandi hljóð frá hröfnum sem voru með stálpaða unga sína. Þá var ég lengi að átta mig á óhljóðunum sem gátu allt eins verið hróp frá manneskju. Slíkar hendingar eru samt algjör undantekning hér í kyrrðinni.

Síðan Skógræktin tók að sér umsjón með skóginum og hlíðinni hefur umgengni batnað. Margbreytileikinn í náttúrunni er einstakur og litaspilið heillar. Tiltölulega fáir fara þarna um hásumar sem endurspeglar hve miklir möguleikar eru á útivist og náttúrufegurð á Íslandi.

Þjóðgarðar erlendis eru oft í dags fjarlægð frá borg eins og helstu gljúfur Ameríku, en hér er fjölbreytileikinn í eldfjöllum og skrúðblómum þétt við byggð. Litirnir í landslaginu og skýjafari eru einstakir. Auðlind eins og norðurljósin sem ferðamenn læra að njóta allan ársins hring. 

Eins gott að halda þessum dýrgripum innra með sér. Þakka með auðmýkt þeim er hafa skapað skjól, lagt stíga, vegi og gróðursett tré. Gróðurbreytingarnar í Vífilstaðahlíð frá miðri síðustu öld eftir að sauðfjárbeit hætti og selin voru lögð niður er eins og bylting. Umbylting sem nútímamenn fá að njóta ef þeir gefa sér tíma. 

 


mbl.is Ísland eitt af náttúruundrum veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaskáldin eru komin í vinnu

Fjöldi atvinnurekenda nýta sér sköpunargáfu listafólks með því að veita þeim strax vinnu eftir skóla. Allstaðar er eftirspurn eftir frjóu fólki sem fær útrás í hönnun, gerð texta og í ævintýrum hjá netfyrirtækjum.

Listaflóran hefur breyst gífurlega eftir að netið kom. Laxnessbókmenntir eins og Barn náttúrunnar voru barn síns tíma og féllu vel inn í lífsbaráttu sem var háð. 

Leikritaskáldin norsku sprungu út úr leikhúsunum eins og vorblóm. Hver hefði farið að skoða leikútgáfu af Atómstöðinni í dag. Tíðarandinn er allt annar nú og allir geta komið list sinni á framfæri sé hún nothæf.

Að nota skattfé til að hengja á útvalda er ekki aðferð sem gengur upp í dag. Ef ákveðnir rithöfundar vilja hafa launasjóð eiga þeir að mynda hann af eigin aflafé.

 

 

 

 


mbl.is Listaskáldin launalausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband