Fleiri ljósmyndatækifæri í vikunni

Fleiri kvöld í vikunni bjóða upp á góð skilyrði fyrir áhugaljósmyndara til að taka myndir í ljósaskiptunum. Á Vesturlandi verður léttskýjað á þriðjudag og fimmtudag. Júlímánuður er magnaður fyrir landslagsmyndatökur jafnt í sólskini sem skýjuðu veðri. Sjálfur hef ég valið að vera við Búðir og Axlarhyrnu síðar í vikunni, en í kringum Jökull eru töfrar lita nær alla daga og nætur. " þá forklárast jökullinn á vissum tímum dags í sérstakri birtu og stendur í gullbjarma með stóru geislamagni og allt verður auvirðilegt nema hann." H.K.L.

Björgúlfur Ólafsson læknir og rithöfundur lýsir Búðahrauni og Breiðuvíkinni sem "meistarastykki náttúru... Ingunnargjóta ber af öðrum hraungjótum af fegurð og mikilleika" Litaspilið í sumargróðrinum, marglitar blómaflækjur, burknar og birkikjarr sem tekur ljósbreytingum frá jökli og sól. Björgúlfur fór víða um heim, meðal annars til Austurlanda, en æskuminningar hans um töfra Snæfellsjökuls, Breiðuvíkur og Búðahraun er toppurinn á tilverunni.

Hér eru myndir teknar úr Vífilstaðarhlíð í gærkvöldi áður en himininn í vestri tók á sig djúpan rauðbláan lit. 

 

Frá Vífilstaðahlíð kl. 22 5. júlíFrá Vífilstaðahlíð kl. 23 5. júlí


mbl.is Rósrauð tilvera mynduð af lesendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband