Bóla að myndast?

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að útlendingar bíði í biðröðum eftir raforku. Hann vill veita erlendum fyrirtækjum ívilnanir en nefndir aldrei raforkuverðið sem þarf að fá. Tengslalausir þingmenn eru alltaf öðru hverju að vekja athygli á sér með uppslætti.

Ríkiskassinn mun í ár fá um 40 milljarða + í tekjur af ferðaþjónustunni. Samkvæmt fréttinni vill formaður fjárlaganefndar hækka virðisaukaskatt um helming. Einkenni fyrir íslenska efnahagsstefnu er verðbólga og gríðarlegar sveiflur. Við þessar aðstæður eiga íslensk fyrirtæki að búa, en erlend stórfyrirtæki í landinu fá ívilnanir frá ríkinu og niðurfellingu á tryggingargjöldum.

Lámarkið er að allar útflutningsgreinar búi við sömu kjör. Jafnræði sé milli atvinnugreina. Fjárfestingar í ferðaþjónustu eru til langs tíma, en hætt er á miklum sveiflum og samdrætti eigi að þurrmjólka greinina.

Amerískur ferðamaður af íslenskum ættum sem hefur komið áður til Íslands benti mér á að hann sæi þess merki að bóla væri að myndast í ferðaþjónustu. Góð viðmiðun er verð á kók og pylsu sem nú kostaði 5 dali víða á landsbyggðinni.

Ikea er með stærsta eldhús landsins og stækkar nú um helming, væntanlega vegna aukningu á ferðamönnum. Costco nýtur hagkvæmi stærðarinnar og ætlar að bjóða upp kók og pylsu á tvo og hálfan dal.   

 


mbl.is Vilja afnema undanþágur og ívilnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband