Undur í túngarðinum

Vífilsstaðahlíðin heillar göngumann á öllum tímum dags. Aldrei sama sjónarspilið, alltaf eitthvað nýtt og ögrandi fagurt. Í kvöld var léttskýjað og miðnætursól yfir Dal og Vegamótum á Snæfellsnesi. Júlísól í uppáhaldslitum Sölva Helgasonar. Fagurrauð og bleik ský á lofti í norðvestri með ljósbláu ívafi.

Blái og hvíti liturinn á blómum lúpínunnar er að verða áberandi. Litakóngarnir Monet og Vincent van Gogh hefðu gefið mikið fyrir að fá að vera kvöldstund við birgi Bretana frá síðustu heimsstyrjöld. Merkar stríðsminjar í hlíðinni eru að hverfa í svörðinn. Fyrir utan kvöldfegurðina er vítt til allra átta. Hvað hefur valdið staðarvalinu er ekki gott að segja en litafegurð norðursins og kyrrðin hefur heillað.

Hátt í hlíðinni er vegur að Grunnuvötnum sem hverfur inn í blómaskrúðrið. Þarna hafa skógræktarmenn fyrir 50-60 árum plantað ýmsum trjágróðri. 

Leið mín lá frá vaktbirgi hermanna úr seinni heimstyrjöldinni að Vífilsstaðaseli, hátt upp í hlíðinni.  Rétt áður en ég nálgaðist veginn á há hæðinni heyrist hár og mikill gjallandi skothvellur í hlíðinni fyrir neðan. Hvaða ærandi hljóð gat þetta verið sem rauf kyrrðina og fuglasönginn?

Áður hafði ég heyrt óminn frá samtali ungra manna í gegnum skógarþykknið, en við sprunguhvellinn þagnaði samtal þeirra. Gat verið að ungir menn væru með sprengjur frá áramótunum eða var þetta raunverulegur skothvellur frá skoti úr byssu.

Fyrir nokkrum árum hafði ég heyrt inn í skóginum skerandi hljóð frá hröfnum sem voru með stálpaða unga sína. Þá var ég lengi að átta mig á óhljóðunum sem gátu allt eins verið hróp frá manneskju. Slíkar hendingar eru samt algjör undantekning hér í kyrrðinni.

Síðan Skógræktin tók að sér umsjón með skóginum og hlíðinni hefur umgengni batnað. Margbreytileikinn í náttúrunni er einstakur og litaspilið heillar. Tiltölulega fáir fara þarna um hásumar sem endurspeglar hve miklir möguleikar eru á útivist og náttúrufegurð á Íslandi.

Þjóðgarðar erlendis eru oft í dags fjarlægð frá borg eins og helstu gljúfur Ameríku, en hér er fjölbreytileikinn í eldfjöllum og skrúðblómum þétt við byggð. Litirnir í landslaginu og skýjafari eru einstakir. Auðlind eins og norðurljósin sem ferðamenn læra að njóta allan ársins hring. 

Eins gott að halda þessum dýrgripum innra með sér. Þakka með auðmýkt þeim er hafa skapað skjól, lagt stíga, vegi og gróðursett tré. Gróðurbreytingarnar í Vífilstaðahlíð frá miðri síðustu öld eftir að sauðfjárbeit hætti og selin voru lögð niður er eins og bylting. Umbylting sem nútímamenn fá að njóta ef þeir gefa sér tíma. 

 


mbl.is Ísland eitt af náttúruundrum veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband