Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2015 | 21:54
Síðbúið framfaraspor
Betra seint en aldrei. Útbæirnir kringum Reykjavík verða aldrei trúverðugir nema þeir tengist innbyrðis. Kópavogur hefur lengi verið eins og krabbi með ótengda arma. Menn hafa þanið út byggðina en ekki tengt hana við aðra anga höfuðborgarsvæðisins með góðum og hröðum almenningssamgöngum.
Hafnarfjörður er eins og kú út á hól án tengileiða. Leið bíla og almenningssamganga hefði átt að tengja betur við Keflavíkurveg. Gegnum Kópavog, Skeifuna, Hlemm og niður í miðbæ Reykjavíkur.
Mikið framfaraspor þegar trúnaðarmenn almennings sjá til sólar og tengja byggðirnar saman með raflest. Lest sem notar íslenska orku. Miðbæir vera fyrst virkir þegar þeir sameina opinbera þjónustu, hótel, æðri skóla, söfn og fleira við verslun og þjónustu.
Ekki má gleyma að taka frá lóðir undir umferðamiðstöðvar og yfirbyggja þær. Norðmenn hafa gert undraverðahluti í miðborg Oslóar eða t.d. í Drammen. Tengt mannlíf við helstu samgönguleiðir út á land með lestum og á flugvelli. Þegar bílaumferð stöðvast í göngum eru það lestirnar sem flytja fjöldann.
![]() |
Er raunhæft að leggja léttlestir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2015 | 00:08
Fuglasöngur í Heiðmörk.
Fannst sem ég væri eins og Palli einn í heiminum á göngu í kvöld. Fjölbreyttur fuglasöngur með allri Vífilsstaðahlíð. Sá enga smáfugla en söngur þeirra í skóginum fyllti loftið og magnaði hughrifin sem birtust í litaspili náttúru. Grámosi í öllum tilbrigðum og græn-guli liturinn í allri sinni dýrð. Blái og hvíti liturinn blasir vel við í Lönguhlíð, en líka á steinum og hjá rjúpu á flugi.
Þegar komið var inn fyrir Selgjá að Víkurholti blasti fjallahringurinn enn betur. Búrfell, Húsfell, Þríhnúkar, Stóra Kóngsfell og Vífilsfell. Í suðri Tvíbollar, Grindarskörð, Helgafell, Langahlíð, Trölladyngja og Keilir..... Í Júní þegar sólargangur er lengstur er fátt jafn hrífandi og að vera út í náttúrunni og njóta alls sem skynfærin geta numið.
Flugið er eflaust jafn heillandi með öllum sínum birtingarmyndum í háloftunum og gönguferð í fallegu umhverfi. Aðalatriði er að njóta þess sem skaparinn hefur svo ríkulega gefið. Það sem gerir Ísland svo einstakt er fjölbreytileikinn í náttúrunni og litaspilið sem norðlægar slóðir hafa umfram suðræn lönd.
Fyrst þegar við höfum lært að meta og njóta, skapað aðgengi að hinu sérstæða og tignarlega er hægt að gefa til gesta. Sumarfuglarnir láta sig ekki vanta í Heiðmörkina. Með nærveru sinni gefa þeir og taka til sín þá töfra sem falleg sumarnótt veitir.
![]() |
Einn af hápunktum flugsumarsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2015 | 22:36
Sannkallað leikhús
Gríman í kvöld var há pólitísk í dansi og leik. Sorgarleikur og gleði. Baráttukona og stjarna kvöldsins var Edda Heiðrún Backmann, gleðigjafi sem hafði mikið að segja. Í ávarpi sem sonur hennar flutti komu fram skilaboð sem fáir munu gleyma. Leikhúsið og samfélagið þarf á leikritahöfundum og skapandi listamönnum að halda til að spegla nýja tíma, sagði þessi dáða leikkona. Þá brýndi hún skilaboð sem send hafa verið til Sameinuðu þjóðanna um að rannsóknir á taugakerfinu verði efldar.
Leiklistin er eins og börnin sígefandi. Börn elska leikhús en til þess að upplifa "lífið í Tjarnarbíó" þarf kynningu. Leikhúsferð í skóla til að leiklistin lifi af hraðar breytingar samfélagsins. Eftir opnun Þjóðleikhússins gátu flest börn farið á sýningar með skóla eða foreldrum. Fyrir það var leikhúsið sterkari menningarvaki alla síðustu öld.
Hið margverlaunaða og síunga Dúkkuheimili, áður Brúðu verður vonandi endurtekið í haust. Það er umhugsunarefni af hverju nýjar kynslóðir koma ekki með nýja Ibsena. Leikstjórinn frá Bergen og leikhússtjóri í Kristjaníu er sígildur höfundur í dag. Hversvegna ekki einn heimsfrægur frá Akranesi eða býr hann í Borgarnesi og kynnir sögubókmenntir?
![]() |
Lítur á sjúkdóminn sem hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2015 | 23:14
Vextir af fasteignalánum lækki
Flestir sem flytjast til Noregs fara vegna hárra vaxta. Á Íslandi gátu þeir ekki eignast hlut í íbúð. Allt hvarf í verðbólguhítina. Í Noregi snýst dæmið við. Ekki er nóg að vextir lækki hjá ríkinu ef menn yfirgefa landið vegna skulda.
Sjálfstæðisflokknum mistókst eftir aldamótin að efla eiginfjármyndum, en á árum áður í tíð Bjarna Benediktssonar borgarstjóra 1940-47 stór jókst fylgi flokksins. Þegar smáíbúðahverfið í Sogamýri byggðist var blómatíð flokksins. Ef núverandi stjórn getur lækkað vexti og eflt eiginfjármyndun heimilanna snýst dæmi við?
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara, segir að hlutfall umsækjenda hjá embættinu sem búa í eigin fasteign lækkað úr 63 prósent árið 2010 í 32 prósent á þessu ári.
"Hún segir tölurnar vísbendingu um að húsaleiga sé orðin þung byrði fyrir tekjulága einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og að minnkandi greiðslugeta sýni að annar hópur leiti sér aðstoðar en áður.
Það sem af er ári eru leigjendur nú um 49 prósent umsækjanda. Árið 2010 voru þeir 26 prósent þeirra sem leituðu til embættisins.
Á sama tímabili hefur hlutfall umsækjenda sem býr í eigin fasteign lækkað úr 63 prósent árið 2010 í 32 prósent á þessu ári. Tölurnar miðast við stöðuna eins og hún var síðastliðinn mánudag, segir í Morgunblaðinu".
![]() |
Lækkar skuldir ríkissjóðs um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2015 | 06:19
Sjúklingar sendir heim í Reykjavík
Hátt í 70% hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Sýnir hve miðstýringin er mikill. Í athyglisverðu viðtali við Guðmund útgerðamann frá Sandi á ÍNN kemur fram hvernig borgin dregur til sín athverfisfólk. Allir suður. Reyndar er sjónvarpstöðin ÍNN búin að vekja athygli á þessu spili lengi.
Margir útlendingar undrast þessa verkaskiptingu þegar litið er til hve verðmætasköpun er mikill út á landi. Litlar sjónvarpsstöðvar sem greina frá landsbyggðinni í nærmynd sækja á. Staðsetning framtíðarspítala þarf að endurskoða, dreifa þekkingu og aðstöðu.
![]() |
Verkfall hjúkrunarfræðinga hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2015 | 22:07
Hástig ávanans er fíkn
Ritstjóri Kastljóss er ekki rökvís þegar hann er flæktur í eigið net. "Ógeðissjúkdómur" kann að vera viðeigandi nýyrði. Hvítþvottur við vog getur verið upphafið að endalokum ávans en engin vissa fyrir lausn nema menn taki á eigin málum. Fíknin getur verið "lúmskt kvikindi", en er ekki sjúkdómur. Fáir ráða för þegar um alvarlegan sjúkdóm er að ræða. Vont er að bendla sjúkdóma við ávana.
Sjónvarpsfíklar, spilafíklar, reykingamenn og áfengisfíkn. Fíknir eru ótal margar en ekki hefur verið hægt að tengja þær við geðsjúkdóma þar sem menn stjórna ekki för. Eituráhrif frá áfengi og lyfjum getur leitt til stjórnleysis og óminnis, en venjulega ná menn áttum þegar eiturefnin fara úr líkamanum.
Áfengisfíkn á háu stigi hefur verið skilgreind sem sjúkdómur og sjúkratryggingar komið að málum. Margar fíknir eru heilsuvandi og læknavísindin geta komið að miklu gagni við að finna leið út úr ógöngunum. Það er og þjóðfélagsvandi þegar stór hluti fólks á öllum aldri getur ekki komið saman nema með því að nota áfengi.
Að viðurkenna vanmátt sinn er fyrsta skrefið, síðan tekur við samhæfing og samtakamáttur fólks sem hefur breytt um lífsstíl frá ávanabindandi fíknum. Einstakir menn geta með sínum eigin Guð komist á hina breiðu braut, óstuddir. Flestir ganga þó í félag eða söfnuð þar sem þeir fá félagslegan stuðning og styrk gagnvart fíknum.
![]() |
Sigmar í meðferð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2015 | 10:05
Einhæft fæði?
Ef matarræðið er orsökin fyrir ADHD einkennum, þá eru geðraskanir hjá unglingum af svipuðum meiði. Unglingar eru á mótunarstigi og viðkvæmir fyrir öllum efnum. Hvort mjólk eða hveiti séu áhrifavaldar frekar en kartöflur þarf að útskýra betur. Annað er að einstaklingar geta verið mis hæfir að vinna nauðsynleg efni úr fæðunni.
Bugl eða rannsóknir þeim tengdum eiga alla athygli skilið. Hugtakið ADHD og athyglisbrestur þarf að skilgreina miklu betur. Ekki dugar að jafn umtöluð skammstöfun sé ekki íslenskuð og almenningi gert kleift að meta einkennin hjá börnum og fullorðnum. Heldur bíða eftir skilgreiningu og mati frá fagfólki.
Einstaklingar eru misjafnlega af guði gerðir og eiga að vera ólíkir, ekki allir í sama farinu. Að deyfa niður athafnaþrá og eiginleika barna með lyfjagjöfum er neyðarúrræði. Betra að reyna að þjálfa og kenna einstaklingum að höndla geðslag og sveiflur. Við erum með trúfélög og lífskoðunarfélög til að samæfa og styrkja félaga, ná tökum á daglegu lífi með því að tileinka sér góðar lífsreglur og samtakamátt. Þessi þáttur rofnar oft á unglingárunum og þá verða einstaklingar oft utangarðs.
Unglingar með geðraskanir ættu að fá sérstaka athygli í skólum. Kennarar þurfa að fá þjálfun til að greina einkenni og hafa farveg til að einstaklingar fái hjálp sérfræðinga. Oft eru kennarar mun hæfari til að greina nemendur með byrjunareinkenni geðraskanna en foreldrar. Í skólum er samanburðurinn og þar kemur reynsla kennara að góðum notum.
Víða í Asíulöndum er lögð mkill áhersla á að samfélagið styðji við nemendur og skóla í viðleitni við að ná betri árangri í geðheilsu. Vel getur verið að ýmislegt hafi verið gert, en t.d. hátt hlutfall nemenda sem hætta í námi segir annað. Þar hringja viðvörunarbjöllur.
Sumir skólamenn eru því fegnastir þegar nemendur með vanlíðunareinkenni yfirgefa þeirra skóla. Þessir sömu nemendur lenda þá utangarðs og þurfa miklu meiri tíma til að fara aftur í skóla eða öðlast trú á kerfið að nýju.
![]() |
Fæða getur dregið úr einkennum ADHD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.5.2015 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2015 | 13:42
Gott að vera vitur í útlöndum
Menn sem starfa í erlendu, vernduðu umhverfi eru ekki bestu mennirnir til að ráðleggja.
Sá siður að fá erlenda álitsgjafa til að styrkja sjálfsvitundina hefur ekki skilað árangri. Sagan sýnir að Íslendingar hafa ekki getað rekið banka án meiriháttar áfalla í meira en 100 ár. Menntakerfið hefur ekki skapað nægilega vitund um fjármálalæsi eða hvernig gæta skuli aflaðs fés. Strax eftir stríð var öllum stríðságóðanum eytt og höft viðhöfð tugi árum eftir á.
Bankar atvinnugreina komust lengst í bankarekstri en verkalýður og atvinnurekendur veittu stjórnmálmönnum ekki nægilegt aðhald til að hemja verðbólgu. Ísland hefur verið eins og Rússland að opna og loka á frjálsræði í peningamálum undangengina áratugi. Einn daginn er allt opið en þann næsta lokað. Bæði löndin eru strjálbýl og hafa ekki þroskað með sér fjármálvitund eða virt eignarréttinn eins og víða í Evrópu.
Þorpsfíflin á Íslandi hafa sett sinn svip á mannlífið og gert marga mikla. Í útlöndum kunna þeir að hreiðra um sig í stofnunum. Að ráða við sjálfstæða og smæstu myntina er ofurverkefni hjá fámennri þjóð á útskeri. Að sameinast eða fá aðhald hjá öðru myntkerfi er engin goðgá. Kanadadollar, norsk króna, júan. Að tengja íslensku krónuna við annað myntkerfi hlýtur að vera raunhæfara en fara aftur fram á hengiflugið.
![]() |
Ísland er þorpsfíflið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2015 | 21:03
"köldu andaði milli sakbornings og saksóknara"
Óvenjulegt er að sakborningar hafi málfrelsi í dómsal? Magnús bendir réttilega á að saksóknari hafi farið yfir öll skynsamleg mörk við húsleit. Hafskipsmenn voru á sínum tíma niðurlægðir með handtökum snemma morguns. Gæsluvarðhaldsvist er að mestu óþörf og misnotuð til að veikja varnir hins grunaða. Á Íslandi og í Noregi hefur verið gengið lengra en í flestum löndum Norðurálfu.
Arne Treholt var vistaður undir ströngu eftirliti árum saman. Ákærur, ásakanir og dómur eins og úr einni skotpípu. Knud Pedersen Hamsun var vistaður á geðveikrahæli og er ennþá óuppgert vandaræðabarn í norskri þjóðarsál.
Sjaldgæft er að sakborningar fái að tjá sig fyrir dómi eftir misvitrar yfirheyrslur undir óvenjulegum kringumstæðum. Mannréttindadómstóll Evrópu leggur mikla áherslur á að fyrir dómi skuli fara fram ítrekaðar yfirheyrslur ef þurfa þyki.
Fyrrverandi hæstaréttardómari Jón Steinar sagði nýlega í hinu merka sjónvarpi ÍNN að endurteknar yfirheyrslur væru óþarfar, þær breyttu engu. Óvenjuleg yfirlýsing dómara sem lagði áherslu á réttlæti í dómssölum.
Það kann að breyta nokkru að hér eru hæfileikamenn í annað sinn dregnir fyrir dómara. Þeir gætu haft áhrif á tíðarandann eins og skáldin. Í Rússlandi kom fyrst sannleikurinn fram þegar skáld höfðu talað undir rós í nokkur ár. Jón Hreggviðsson lifir í þjóðarsálinni, hýddur og barinn, en þjóðfélagið heldur áfram göngu sinni inn á nýjar fallvaltar brautir.
![]() |
Ábyrgðarfullt að sitja í sæti Björns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.5.2015 kl. 06:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2015 | 22:11
Raunveruleiki en ekki leikverk
María, kærasta flugmannsins er með tilgátur um flugstjórametnað hjá Lufthansa eða ástarsorg. Harmleikurinn skýrist þegar hún segir eftir Lubitz: "Einn dag mun ég gera eitthvað sem breytir öllu og í kjölfarið munu allir þekkja nafnið mitt og muna eftir mér." Ef rétt er haft eftir honum er hér upphafið af miklum sorgarleik, um samspil tækni og forgengileika mannshugans. Enginn skilur til fulls þegar flugvél er stýrt á klettastál eða turna tvo.
Geðveikishugtakið er sjaldan notað um flugræningja í fórnarhug, en oft um stríðsherra sem granda. Hér er ekki hægt að kenna trúarbrögðum um eða hermdarglæpum. Þegar einn er að verki og dyrum er læst er traustvekjandi að dómari eða saksóknari segi sitt álit strax. Almannahagsmunir eru undir. Þýsku blöðin eru ekkert að skafa af hlutunum. Þar í landi eru stál og blóð nátengt stórum harmleikjum.
![]() |
Glímdi við sjálfsvígshugsanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson