Færsluflokkur: Bloggar

Margæs næm á auðævi norðursins

Margæsin var að koma inn Skerjafjörðinn og á Álfatnesið í kvöld. Dvelur hér marga dýrlega vordaga áður en hún fer til Norður Grænlands og Kanada. Vorfiðringurinn er líka kominn í Hálendismenn. Margir iða í skinninu eftir að komast aðeins hærra, fara inn Þjórsárdalinn eða upp með Búrfelli. Taka gönguskíðin með og teiga fjallaloftið.

Hálendið byrjar við Stöng í Þjórsárdal að mínu viti. Alltaf er jafn heillandi að fara að Háafossi strax og veður og færð leyfir. Virkjunarmenn hafa uppgötvað seiðmátt hálendisins og dvelja lengi á mörkum hálendisins.  "Risaverkefni" er líka að læra á hálendið. Uppgötva það sem útivistarparadís. Sannarlega verðugt verkefni að skóla okkur hina minna gegnu. 


mbl.is Ráðinn verkefnisstjóri hálendisverkefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin eilífa leit að rósemi?

Skóli og kirkja ættu að bæta "núvitund", en báðar stofnanir eru á flótta frá fólkinu. Meðvitundinni um eigið sjálf og styrk fer forgörðum. Í sífelldu kapphlaupi um meiri lífsgæði og hagvöxt hefur einstaklingurinn orðið undir. Ekki gætt að sjálfum sér, veit varla um eigið ágæti eða hver hann er.

Athyglisvert rannsóknarefni út frá geðheilbrigðisfræði. Margt í Búddatrúnni er líkt og hjá kristnum. Umrót gyðinga og ofsóknir á hendur þeim á síðustu öld og fram til dagsins í dag snýst um trú, eigin gildi og sjálfsmeðvitund. Leit að ró og tilverurétt. Helstu rithöfundar samtímans eins og Ísak B. Singer eru alltaf að fjalla um svipað efni. Skáldsögur gegna þar miklu hlutverki.

Eftir stendur einstaklingurinn eins og strá í vindi og þarf að fara í gegnum nýjar þrautir og áskoranir, sem hann ræður oft ekki við. Áberandi er hve einstaklingar úr sveit búa yfir meiri ró en borgarbúar. Umhverfið og viðhorfin eru stórir áhrifaþættir í leit einstaklingsins að eigin ágæti og ró.


mbl.is Vesturlandabúar brjóta sig niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir frá Noregi

Ótrúlegt en satt að við erum langt á eftir í lestrakennslu. Furðulegt kerfi sem við höfum búið við í áratugi. Himinn og haf milli fimmára barna í Landakotsskóla og Ísaksskóla í lestraárangri miðað við leikskóla rekna af bæjarfélögum. Mk­il­vægi hljóðaaðferðar fyrir byrjendur í lestri ættu háskólamenntaðir leikskólakennarar að vita. 

Foreldrar taka við sér þegar skólar eru framsæknir. 


mbl.is 90% barna verði læs í lok 2. bekkjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt "lýðræði."

Einkennandi fyrir stjórnarfarið í Rússlandi er ótti. Tjáningarfrelsið er talið vera ógn við völdin af ríkjandi stjórnmálmönnum. Hátt í hundrað morð atvinnumanna á blaða og stjórnmálmönnum hafa átt sér stað frá 1992. Flest morðanna eru óupplýst.

Morðið á Önnu Politkovskja árið 2006 var með líkum hætti. Hún var helsti gagnrýnandi á stjórnarhætti Pútíns. Helgina eftir launmorðið ætlaði hún að gagnrýna ógnarstjórn Ramzans í Tetsníu. Hún fór ekkert í launkofa með sannleiksást sína. Anna sagði að hlutverk söngvarans væri að syngja og blaðamannsins að tjá sig um veruleikann.

Launmorðin í Rússlandi er ekki hægt að líkja við hryðjuverkaógn. Þau eru hluti af stjórnarfarinu. Faðir minn var vanur að vera þögull þegar fréttir bárust af ógnarstjórn Stalins. Hér voru kommúnistar stundum við völd, með bóka og blaðútgáfu. Þeir töldu að allt væri í besta lagi í Sovét. Efasemdir um stjórnarfarið í austri voru að þeirra mati vélabrögð auðvaldsríkja.

 


mbl.is Tugir þúsunda ganga á staðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógnvænlegt hatur

Trúarkenningar hafa viðhaldið styrjöldum. Saga Evrópu speglast í allskonar herferðum gegn trúariðkendum. Írakar máttu þola óbilgjarnar árásir hervéla stórveldis, sem aftur kallaði á árásarviðbrögð trúarhópa.

Bænahús Gyðinga í Ósló fékk óvænta athygli þegar það var umkringt af ungum Óslóarbúum sem vildu sýna friðarviðleitni, en ekki upphefja heróp. Norðmenn leyfa múslimakonum að ganga með búrkur á almannafæri, hylja andlit sín. Manni finnst það framandi og óviðeigandi í Noregi.

Af fréttinni að dæma eru hér á ferð ungir hælisleitendur sem nota ýmis meðul til að ná athygli. Hvort þeir séu hættulegir á eftir að koma í ljós. Úrskurður Hæstaréttar endurspeglar vestrænt umburðalyndi sem getur slegið á ótta viðkomandi hælisleitenda. 

 


mbl.is Hælisleitandi fylgjandi IS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð frétt.

Héraðsdómur hefur úrskurðað. Dómstólar hafa sínar ástæður og lög til að fara eftir. Líklega eru viðkomandi hælisleitendur ekki álitnir hættulegir? Ísland er ekki lengur eyland. Að minnsta kosti erum við alþjóðleg í fréttaflutningi. Enginn vill einstaklinga utangarðs þjóðfélaga inn á eldhúsgólfið hjá sér. Sem þjóð höfum við ábyrgð og skyldur.

Íslenska varðskipið Týr bjargar úr bátum á Miðjarðahafinu hælisleitendum og færir til Ítalíu. Ekki eru allir velkomnir þar, en gyðingakona Í Róm sem ég þekki sagði að það væri vöntun á þjónustufólki. Flestir fengju atvinnu. Engar áhyggjur hér nema að senda vaska sjómenn suður í höf í átakavinnu? 


mbl.is Hælisleitandi hótaði lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmæt ályktun

Mikið rétt hjá Hafnfirðingum. Skatttekjur af ferðamönnum eru að stóraukast, með hærri virðisaukaskatti og öðrum veltutengdum sköttum. Ef bæta þarf aðstöðu tengdri umferð á fjölmennum ferðamannastöðum má innheimta bílastæðagjöld.

Ekki var betur séð en aðstaða væri með ágætum við Almannagjá, Geysir og Gullfoss þegar ég átti leið þar um í desember. Ef búa þarf nýja aðstöðu eins og við Landmannalaugar á ferðamaðurinn að greiða baðgjöld eins og við aðra sundstaði. Baðaðstaða alveg við hraunkantinn ætti að leggja niður en leggja stíga þar sem hægt væri að sjá þessa einstöku náttúrusmíð. Ekki myndi saka að leyfa litlum gúmmíbátum að fljóta niður ánna sem rennur frá Landmannalaugum.

Farsælast væri fyrir ráðherra að draga frumvarpið um Náttúrupassann til baka. Sú ákvörðun væri meira í samræmi við skattastefnu ríkisstjórnarinnar eins og hún var kynnt í upphafi. Nýir skattar kynda undir verðbólgu og náttúrupassinn einnig. Flestir geta lagt saman tvo og tvo.


mbl.is Náttúrupassi skemmi samkeppnisstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið átti kvöldið

Nýir tímar, öll hótel full á Reykjavíkursvæðinu vegna Sónarhátíðar og tónlistar. Segir sína sögu og lyftir upp sjálfsáliti heilla þjóðar. 

Eftir miðja tuttugustu öld komu margir frábærir tóslistarkennarar frá Mið-Evrópu. Margir þeirra Gyðingar sem hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistamenntun hér. Björk kom á sviðið um 1976 og allar götur síðan hefur tónmenning tekið stórt stökk sem er að skila sér nú.

Fyrir miðbik síðustu aldar var Gyðingum á flótta undan nasistum og kirkjufordómum í Evrópu snúið við til Þýskalands frá Íslandi. Fordómar sem seint gleymast. Það eitt sýnir hversu hættulegt er að hafna einum þjóðflokk umfram öðrum að koma til landsins og setjast hér að. Kanadamenn afsökuðu opinberlega nýlega fordóma og auðmýkingu sem kínverskir innflytjendur urðu fyrir um 1920.

Þegar íslenskir flytjendur tónlistar fara út um allan heim og halda tónleika er ágætt að minnast þess. Skammsýni og heimóttalegir fordómar sem t.d. Kínverjum og Asíumönnum er sýndur hér á landi er umhugsunarvert þegar atgerfisflótti er staðreynd.  


mbl.is María Ólafs fer til Vínarborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You Tube. Þín pípa, ný mynd skáldverka

Tvíræðni orðanna, fjölkynngi. Flestum verður hált á margbreytileika orðanna, en skáld sem ná í gegn verða ástsæl og metin að verðleikum. "Þín pípa" ætti að viðhalda vinsældunum hjá nýrri kynslóð. Skáld verða ekki metin frá hægri eða vinstri. Ekki skáld "vinnukvenna" eða tækisfærakaupa. 

Mörg skáld og rithöfundar fá fyrst viðurkenningu á eftriárum, rétt fyrir andlátið. Eða mörgum árum síðar. Að sproksetja guð er list ódauðleikans.

"Fiðrildi vefa ekki", sagði Úlfar Þormóðsson í nýrri bók, Uggur.: "Vefa gagnsæjan kjól handa eilífðinni". "Unga konan, með ylvolgum lófa svo mjúkum að ég leið í huganum í fang elskunnar". Fiðrildi á skálda vængjum fanga fegurð orðanna í nýju samhengi.  Orðið "hvítvínseymingi" fær ekki flug nema í sögubók.

 


mbl.is Kynþokkafulla skáldið Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær veltur bíll?

 

Einu bílaóhöppin sem ég hef lent í eru vanmat á aðstæðum og ástandi ökutækis. Annað var bílvelta á holóttum Skeiðavegi á "höstum" Skoda. Hitt var á Bronco á Kjalarnesvegi þar sem vindhviða við Esjuberg kom undir aftanívagn. Skodi og Bronco II voru ekki albestu stöðugleika ökutækin á þeim tíma. Dómstólar í Bandaríkjunum dæmdu t.d. Ford verksmiðjunar til að borga milljónir dollara í skaðabætur til bílaeiganda sem óku útaf vegi. Það afsakar ekki klaufaskap minn og ofmat á ökutæki og aðstæðum. 

Ólafur K Guðmundsson kunnáttumaður um akstur bloggar við þessa frétt og segir:

"Hér er þáttur fjölmiðla mjög mikilvægur.  Maður sér alltof margar fréttir af alvarlegum umferðarslysum, sem allar enda með sama staðlaða niðurlaginu.:

"Örsök slysins er óljós.  Lögreglan fer með rannsókn málsins"....  Niðurstaðan kemur sjaldnast fram, nema um banaslys sé að ræða og þá frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa mörgum mánuðum seinna.

Orsök óhappanna á Reykjanesbraut eru ekki hálkan sem slík, heldur vanmat ökumanna á aðstæðum.  Það veldur því að menn missa stjórn á bílnum.   Hálkan ætti að minnka hættu á veltu frekar en hitt.  Ástæða þess að bíllinn veltur er eitthvað annað og það kemur aldrei fram.  Oftast veltur bíllinn ekki á veginum, heldur þegar hann fer útaf og lendir á einhverju við veginn eða þá í of bröttum fláa, eða falli fram af veginum.

Ég hef dæmt í kappakstri í tugum móta, þar sem menn aka á allt að 300 km. hraða á blautum og þurrum brautum.  Þar hef ég orðið vitni að fjölda atvika, þar sem menn missa stjórn á bílum af öllum gerðum.  Þeir hafa aldrei oltið þar sem ég hef verið, þar sem öryggissvæði brautanna eru þannig að hætta á veltum er nánast engin.  Það er því hægt að koma í veg fyrir allar þessar veltur á Íslandi með því að hafa öryggissvæði vega þannig úr garði gerð að veltur séu sjaldgæfar."

Vegagerðin hefur gert stórátak í að betrun bæta Reykjanesbraut. Nýir ökumenn koma mun betur menntaðir út í umferðina í akstri en áður. Samt sem áður er aðalorsök umferðaslysa vanmat á aðstæðum og færð. Bílstjórar eru eins og skipstjórar á skipi, eiga að bera ábyrgð og fara ekki út í óvissuna. Slæmt að þurfa að læra af endurtekinni bitri reynslu. 


mbl.is Þrjár bílveltur á sama tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband