Hvenær veltur bíll?

 

Einu bílaóhöppin sem ég hef lent í eru vanmat á aðstæðum og ástandi ökutækis. Annað var bílvelta á holóttum Skeiðavegi á "höstum" Skoda. Hitt var á Bronco á Kjalarnesvegi þar sem vindhviða við Esjuberg kom undir aftanívagn. Skodi og Bronco II voru ekki albestu stöðugleika ökutækin á þeim tíma. Dómstólar í Bandaríkjunum dæmdu t.d. Ford verksmiðjunar til að borga milljónir dollara í skaðabætur til bílaeiganda sem óku útaf vegi. Það afsakar ekki klaufaskap minn og ofmat á ökutæki og aðstæðum. 

Ólafur K Guðmundsson kunnáttumaður um akstur bloggar við þessa frétt og segir:

"Hér er þáttur fjölmiðla mjög mikilvægur.  Maður sér alltof margar fréttir af alvarlegum umferðarslysum, sem allar enda með sama staðlaða niðurlaginu.:

"Örsök slysins er óljós.  Lögreglan fer með rannsókn málsins"....  Niðurstaðan kemur sjaldnast fram, nema um banaslys sé að ræða og þá frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa mörgum mánuðum seinna.

Orsök óhappanna á Reykjanesbraut eru ekki hálkan sem slík, heldur vanmat ökumanna á aðstæðum.  Það veldur því að menn missa stjórn á bílnum.   Hálkan ætti að minnka hættu á veltu frekar en hitt.  Ástæða þess að bíllinn veltur er eitthvað annað og það kemur aldrei fram.  Oftast veltur bíllinn ekki á veginum, heldur þegar hann fer útaf og lendir á einhverju við veginn eða þá í of bröttum fláa, eða falli fram af veginum.

Ég hef dæmt í kappakstri í tugum móta, þar sem menn aka á allt að 300 km. hraða á blautum og þurrum brautum.  Þar hef ég orðið vitni að fjölda atvika, þar sem menn missa stjórn á bílum af öllum gerðum.  Þeir hafa aldrei oltið þar sem ég hef verið, þar sem öryggissvæði brautanna eru þannig að hætta á veltum er nánast engin.  Það er því hægt að koma í veg fyrir allar þessar veltur á Íslandi með því að hafa öryggissvæði vega þannig úr garði gerð að veltur séu sjaldgæfar."

Vegagerðin hefur gert stórátak í að betrun bæta Reykjanesbraut. Nýir ökumenn koma mun betur menntaðir út í umferðina í akstri en áður. Samt sem áður er aðalorsök umferðaslysa vanmat á aðstæðum og færð. Bílstjórar eru eins og skipstjórar á skipi, eiga að bera ábyrgð og fara ekki út í óvissuna. Slæmt að þurfa að læra af endurtekinni bitri reynslu. 


mbl.is Þrjár bílveltur á sama tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband