Færsluflokkur: Bloggar
3.1.2015 | 12:33
Í krafti sannfæringarinnar
"Sakir ekki nægar til að sakfella" Áhrifarík orð og meginstef í bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi dómara. Baráttusaga, samofin farsælum maka sem les nær allt yfir sem lögmaðurinn sendir frá sér. Hún gerir sögu eiginmannsins áhugaverðari og mál hans trúverðugara. Baráttan stendur um betri heima, að gera betur en fyrri Birtíngar. Finna hið jákvæða ljós um leið og þeir lenda í hremmingum.
Forseti Hæstaréttar gefur honum góð meðmæli: Framúrskarandi lögmaður og dómari. Varla er hægt að komast lengra í ágætum eða hvað? Lofsyrði mæld af manni sem þekkir völundarhús réttarfarsins eins og fingur sína? Það nægir Jóni Steinari ekki og hann krefur yfirdómarann um skýrari svör er varða aðkomu hans að æðsta dómsstóli. Mikill framför frá því sem áður var er dómarar bjuggu í lokuðum heimi, réðu framvindu rannsóknar, dómsniðurstöðum og ívilnunum um dómarasæti. Spunnu sinn eigin vef og stýrðu, nálægt honum komu aðeins blessaðir og vígðir.
Allra bestu heimum fylgja jafnan góð lífsspeki. Þar gera menn rétt og venjulega enn betur. Umhverfi lögmanna er mannleg skák og barátta. Von að dómarar vilji ekki vera ávallt í sviðsljósinu. Þeir þurfa tíma til að andæfa á milli dóma og kynna sér ný mál. "Gamalreyndir refir í lögmannsstétt" þurfa líka sinn tíma á netöld.
Jón Steinar segir dómara vilja helst vera andlitslausa og því til staðfestingar er ein af ágætum teikningum sem fylgja bókinni. Teikningarnar á spássíum gera bókina skemmtilegri og auðlesnari. Yfirburðalögmenn hafa eflaust farið vandlega yfir allan texta. Rit hans um lögfræði eru sjálfsagt aðgengileg en fyrir venjulegan lesanda er áhugaverðara að fá fleiri bækur í minna broti.
Jón Steinar ýtir svo sannarlega við landsmönnum með skrifum sínum nú þegar nóttin er löng. Fleiri reynsluboltar úr lögfræðistétt mættu líka koma með sína ásýnd og mynd. Margir dugmiklir lögmenn fara alltof snemma á golfbrautina í dauðaþögn um reynslu sína og viðhorf.
![]() |
Bæri að höfða mál gegn Markúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.1.2015 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2015 | 22:52
Íslandsævintýrið og dúnninn
Dúnninn á Bessastöðum er gulls ígildi og leyndardómur íslenskra náttúru í hnotskurn. Á stundum fýkur hann út í vindinn þegar vargurinn rænir hreiðrið. Enginn kærir sig þá um góssið nema ráðsmaðurinn þegar hann hefur tíma, eftir á milli verka. Ef hann vinnusamur og iðinn kemst dúnninn hans að lokum í hendurnar á Japana, en ekki vegna uppgripa.
Sambýli Grænlendinga og kollu var með svipuðu sniði og hér fyrir margt löngu. Allt norður til Disko. Bóndinn og fjölskyldan fengu illinn af dúninum þegar ungarnir voru komnir á legg. Financial Times lofar líka samvinnu ef þú vilt sjá verðlaunaritgerð Posnett. Ritgerðin vekur athygli á áhugaverðu blaði. Auð og þráhyggju.
Myndin sem fylgir MBl.is af Reykjavíkurhöfn og æðarkollu er einstök og navísk. Eins og dúnninn og nútíminn. Jón Sveinsson getur klætt sína gersema í glæsilega umgjörð. Fengið sér bás niður við tjörn eða á Laugaveginum og búið til auð í verslun. Farið vinsæla íslenska leið, þegar margir kroppa í hóp. Ein mesta auðslistin er líklega að eiga dúnsæng og vera ánægður. Skopið í sambýli við íslenska náttúru sem margir útlendingar virðast vera að uppgötva.
![]() |
Æðardúnninn eins og kókaín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2014 | 14:46
Holuhraun er réttnefni
Hversvegna að kenna hraunið við nornir. Er ekki nóg að hafa jólasveina á jólunum og álfa um áramótin. Nornahraun er hvorki frumlegt né viðeigandi þótt hringstúffar blási af sandi. Einu sinni hét Sprengisandur Gásasandur, þar til menn sprengdu hesta og sitt lið vanbúnir á öræfum. Nú er engu slíku til að dreifa.
Það eru engar nornir á þessu einstaka hálendi eldstöðva, heldur kvikur sem ná að gjósa af og til út frá megineldstöð. Á tækniöld er fátt sem hægt er að kenna við örlagagyðjur eða galdrakvendi. Vísindin hafa náð langt að skýra tilurð gossins ofan á Holuhrauni og sandflákum eystra. Eins og Þjórsárver eiga eldstöðvarnar eftir að verða merkilegt fyrirbæri sem menn vilja ekki spilla.
Yfirvöld og sjálfkjörnir elítuaðilar eiga ekki að vera með dularhjúp yfir fyrirbærinu, heldur að gera áætlanir í samvinnu við ferðahópa. Finna leiðir til að íbúar og gestir fái að kynnast þessum einstöku viðburðum þegar fært þykir. Hálendið og öræfin er ein af djásnum Íslands sem þarf að færa okkur nær í tíma og rúmi.
![]() |
Nornahraun orðið 81 ferkílómetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2014 | 06:35
Ný tunglkoma
Í stjórnmálum er ný tunglkoma daglegt brauð. Ekki líður sá dagur að ekki sé nýr skipaður eða annar aflagður í embætti. Það fór heldur ekki fram hjá ritstjóranum með breiða hnífabakið þegar hinn borðalagði var fluttur um set. Bæjarstjórinn uppgötvaði fyrstur að fugl var floginn úr búri sínu. Hinn borðalagi hafði yfirgefið þorpið.
Nú mega menn endasendast á milli landsfjórðunga til að fá stimpluð skjöl sín. Nota kannski póstinn sem er alltaf á faraldsfæti hvort sem er. Enginn í þorpinu hafði tekið eftir því hve tíðindalítið var um að vera á sýslumannsskrifstofunni. Lögbrot voru fátíð og sýsla leiddist tilbreytingaleysið.
Í valdatafli eru hrókeringar óumflýjanlegar. Þegar vel tekst til styrkja þær kóng og prestalið sem jafnan fylgir slíkum flutningum. Þegar nýtt tungl skín skært í frosti boðar það eitthvað gott. Menn geta tekist á við nýja hluti og gleymt öðrum.
![]() |
Það töldu allir að málið væri afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.12.2014 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2014 | 20:35
Silkisokkurinn á Bakka
Áróður vinstrimanna um að fyrirtæki greiði ekki nægilega skatta er aumkunarverður. Hvað skyldi silkisokkurinn hans Steingríms á Bakka skila miklum arði og sköttum? Ríkið byrjar með milljarða meðgjöf og ívilnunum við að undirbúa jarðveginn. Engin vissa er fyrir því að starfsemi kísilverksmiðjunnar geti hafist því fjármögnun er ekki í hendi. Samt sem áður er ríkið byrjað að undirbúa lóð verksmiðjunnar. Fyrstu árin verður ekki greiddur skattur af starfseminni og væntanlega engin vörugjöld eða skattur af aðföngum.
Sjávarútvegsfyrirtækin greiða einn fjórða af skatttekjum ríkisins. Sambærilegar tölur frá ferðaþjónustunni eru nauðsynlegar til samanburðar. Ferðaþjónustan er stærsta atvinnugreinin og tekjur frá henni skila mun meiru en fyrrverandi fjármálaráðherra vildi vera láta.
Ferðaþjónustan er sú grein sem er með flesta starfsmenn og greiðir mestu tryggingargjöldin. Virðisaukaskattur og fasteignaskattar eru greiddir af húsnæði. Ótal hliðargreinar njóta þess að aðföng eru keypt af þeim. Ríkið fær greidd öll vörugjöld og tolla greidda af aðföngum. Ferðamenn hjálpa okkur að greiða niður vegakerfið og halda landbúnaðinum gangandi. Ólíkt því sem ívilnunarfyrirtækin gera.
![]() |
Minni framlegð og meiri skattar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2014 | 21:10
Dekrað við RÚV
Í sjónvarpinu eru stjórnmálamenn alltaf öðru hverju á skjánum. Þeir eiga talsvert undir athygli RÚV manna. RÚV nýtir sér þennan mátt markvisst með því að stjórna umræðunni í útvarpi og sjónvarpi. Formaður fjárlaganefndar er ekki undanskilinn.
RÚV nýtur þess líka að hafa yfirburði í útsendingum um allt land. Fréttir frá RÚV eru að mestu um kaup og kjör opinbera starfsmanna. Það er skiljanlegt þegar um er að ræða málefni þeirra sjálfra og ríkisstarfsmanna. Miðillinn hefur gífurleg áhrif og á þátt í að halda háu verðbólgustigi og togstreitu í gegnum tíðina með áhrifamætti sínum.
Allir hafa samúð með lítilmaganum, fötluðum og sjúkum. Ríki og bæ styrkja þessa aðila af myndarskap en aldrei er nóg að gert að mati RÚV. Kastljós, Spegillinn og fréttir RÚV fjalla að stærstum hluta um þessa aðila og kjör á eyrinni. Síðan koma stríðsfréttir frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Hjá BBC eru stríðsfréttir yfirgnæfandi vegna hagsmuna Breta, en þar er nær ekkert um launamál opinbera starfsmanna.
![]() |
RÚV fær um 400 milljónir aukalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.11.2014 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2014 | 12:38
Margar hliðar á sannleika
Ein hlið sannleikans þjónar oft einu markmiði. Það sem einum þykir gott og gilt er hálfur sannleikur öðrum. Lekamálið var þannig vaxið. Mótmælendur höfðu takmarkaðar upplýsingar um hælisleitandann. Hann ógnaði starfsmönnum hjálparstofnunnar á Suðurnesjum, hafði brotið lög og verið dæmdur. Upplýsingafulltrúanum fannst þörf á að bæta við upplýsingagjöfina og notaði sambönd sín við fjölmiðla. Notaði rangar boðleiðir og upplýsingaveitu? Í þessu tilfelli leyndi ráðuneytisfulltrúinn ekki upplýsingum. Halldór Jónsson bloggari vitnar í Söguútvarpið: Línan laus 19.nóvember.
http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html?start=16 "
![]() |
Að segja en ekki þegja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2014 | 12:58
Þróun í átt að lýðræði eða meira einræði
Þegar erlendar tekjur minnka um allt að helming er ekki von nema stjórnarherrar uggi að sætum sínum. Jafnvel þar sem takmarkað lýðræði er. Saga Rússlands er full af landvinningum og nauðungaflutningum. Jafnan hafa einræðisherrar verið við völd. Þeir hafa hrópað á lýðhylli með landvinningastefnu. Nokkuð öruggt hingað til. Nú er öldin önnur og olíuverð á eftir að fara enn neðar, nema komi til stríðsátaka.
![]() |
Segir Vesturlönd vilja stjórnarskipti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2014 | 21:44
Hver er sigurvegari?
Glæsilegur og dugmikill stjórnmálamaður yfirgefur völlinn. Í augnablikinu eru pólitískir innherjaleikir á útleið og samskipti við fréttamiðla á að endurskoða. Pólitískt skítkast og leikaraskapur hefur sést í öllum leikfléttum flokka og fréttamiðla sem komu að "lekamálinu." Flokkurinn er lemstraður og græða þarf opin sár. Þess vegna fer ráðherrann frá borði. Flokkshollustan er augljós og væntanlega forleikur að frama síðar.
Leyniskyttur RÚV geta verið ánægðar með árangurinn. Þær hafa viðstöðulaust síðan málið kom upp á yfirborðið herjað á flokkinn. Dregið ráðherrann sundur og saman í kastljósi. RÚV hefur tekist að sanna tilverurétt sinn fyrir stjórnmálamönnum. Spegillinn er sérlega iðinn við að koma sínum mönnum að. Nú bíða þeir spenntir eftir umboðsmanni.
![]() |
Hanna Birna yfirgaf ráðuneytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.11.2014 kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2014 | 12:35
Byggingakranar í Berlín og hið ljúfa líf í Róm.
Ef byggingakranar eru merki um umsvif er allt í blóma í Berlín. Hins vegar virðast Ítalir vera í vaskinum. Nóg er af ferðamönnum í Róm og milljónir heimsækja kirkju Páfa. Fornminjar Rómverja eru ekki síður aðdráttarafl. Hátt verðlag og samkeppni frá Asíu setja ítalskan iðnað út af sakramentinu. Dapurlegt er að verða vitni að jafn miklum samdrætti á sumum stöðum og á Ítalíu.
Hvers vegna Berlin er í jafn miklum vexti og raun er á kann að skýrast af stuðningi stjórnvalda við skrifstofuveldið. Glæsileiki nýrra verslana er áberandi og kaupgeta mikill. Þýskir ferðamenn eru líka uppistaðan í ferðaþjónustunni á Íslandi, en hve lengi?
Ef ferðaþjónustan hér dregst saman vegna hækkunar skatta og aukinnar verðbólgu er hætt við að tölur frá bönkum og bæjarfélögum verði aðrar. Ekki þarf mikið út af bera til að vanskilahlutfall aukist.
![]() |
24 bankar stóðust ekki álagspróf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson