Færsluflokkur: Bloggar

Hraun trölla og galdra

Eitt stærsta hraun í heila öld rennur á einum mánuði? Enn sem komið er hafa aðeins fáeinir útvaldir litið það augum frá jörðu niðri. Þó eru hálendismenn á vel útbúnum bílum og sleðum hvergi jafn margir. Er ekki komið mál til að gefa þeim smá rými við Öskju áður en fer að snjóa fyrir alvöru.

 

 


mbl.is Snjóar í Holuhrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarfar ákæruvaldsins

"Hvað hefurðu á hann?" Frá miðri tuttugustu öld hefur ákæruvaldið beitt ýmsum brögðum hafi það þjónað málstað þess. Í Guðmundar og Geirfinnsmálinu var valtað yfir sakborninga og settar fram margvíslegar ásakanir á þá sem áttu að sýna glæpahneigð þeirra. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að nær allt var tilbúningur.

Eftir Hrun magnaðist þessi tilhneiging ákæruvaldsins með þeim rökum að finna yrði innlenda sökudólga. Það er ekki fyrr en sex árum síðar að ákærðum hefur tekist að snúa vörninni við og ná að benda á ýmsa veikleika ákæruvalds. Jón Ásgeir er sá sem hefur varist lengst án þess að vera dæmdur til fangelsisvistar. Jón Hreggviðsson frá Rein var ekki sá fyrsti sem tekinn var skelþunnur og ákærður fyrir glæp gegn valdinu.

Málatilbúningur án haldbæra raka er ekki viðloðandi aðeins réttarfarið á Íslandi. Í kommúnistaríkjum voru réttarfarsglæpir algengir. Nú berast fréttir frá Norður Kóreu og Kína um að sendiherrar á Íslandi séu grunaðir um glæpi og hafa verið fangelsaðir. Hér voru þessir menn ljúfir og mætir, enginn grunaði þá um aðför að valdsmönnum.

 


mbl.is Von á erindi sökum símhleranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegar myndir af hálendinu

Myndir og myndbönd frá gosinu eru margar einstakar. Gaman væri að eiga þær á video, en ekki er hlaupið að því að finna höfundana. Fréttir um lykt og hættur af gufum frá Bárðarbungu í Svíþjóð og Noregi ganga út í öfgar, ef þær eru ekki staðfestar af vísindamönnum þar. Reykmökkurinn frá gosinu er ekki stór séð frá geimnum. Eyjafjallagosið var einstakt og slík gos koma með meir en alda millibili. Hamfaraflóð enn sjaldgæfari. 

Í Frakklandi var talað um miklar hættur af gosinu í Holuhrauni, einstaka ferðalangar afpöntuðu ferðir til Íslands. Þegar virðisaukaskatturinn hækkar um nokkur prósent bregður meginlandsbúum við og halda að sér höndum. Evrópubúar er ekki vanir miklum hækkun. Ekki er gott að Ísland verði þekkt fyrir óróleika þegar ekki er bráð hætta í byggð. 


mbl.is Kraftur í Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldballet náttúru

 

Gosið í Holuhrauni við Dyngjujökull verður eftirminnilegt. Vegna tölvunnar og þyrla upplifa enn fleiri hinn hrífandi mátt eldgosa. Fátt er eins skemmtilegt og vera í návígi við einstaka náttúruviðburði eins og eldgos. Af hættu vegna goss undir jökli er nú takmarkaður aðgangur að eldstöðinni. Þá eru vefsíður You Tube, Vimeo og Amazon góðar til að miðla myndböndum. 

Listfengnir ljósmyndarar eins og jarðfræðingar verða mikilvægir. Nú geta fjölmiðlar leitað til fjölmargra jarðfræðinga. Í Heklugosi 1947 voru aðallega tveir jarðfræðingar sem blöð leituðu til þegar ný eldgos komu upp. Annar þeirra dó við eldjaðarinn en hinn var orðhagur og skáld. Sigurður Þórarinsson lifir enn í verkum sínum.  

Dóttir mín 5 ára tók danssporin, teygði úr handleggjunum og sveif um gólf. Strax og hún sá myndband Jóns Gústafssonar og Veigars Margeirssonar í sjónvarpinu. Segir sína sögu um áhrifamátt töfrandi myndbands. Jules Verne gerði Snæfellsjökull frægan og Elddansinn getur magnast í tónlist eða á sviði? Fyrir þá sem vilja stórt svið er jökullinn nálægður

 


mbl.is Dáleiðandi myndband af gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt litaspil náttúru

Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson segir að hann hafi aldrei upplifað aðra eins litasýningu frá gosstöðum. Hefur þó 40 ára reynslu við að mynda gos. Speglun í vatni, eldur hraun og blár himinn ef ekki norðurljós. BBC og hinir stóru eins og National Geographic sem eiga milljónir áhorfenda vísa, njóta þess að góðir ljósmyndarar fá tækifæri. 

Stöð 2 sýndi meiriháttar myndir í gær frá Holuhrauni í ljósaskiptunum. Eins og er fær aðeins takmarkaður hópur að sjá gosið. Þegar lengra líður á haustið verður erfiðara fyrir venjulega ferðamenn að komast upp á hálendið ef það verður þá leyft.  

Vinur minn í Kína var að hafa áhyggjur af afleiðingum gossins. Á skjánum hjá þeim birtast myndir frá gosinu teknar að nóttu eða í ljósaskiptunum, með skýringum frá Íslandi. Mbl.is og fréttamenn eru duglegir við að senda reglulega út myndir frá gosstöðvunum í ýmsum gæðum. Fjölbreytileikinn skapar tækifæri.


mbl.is Gosið er í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hulduhraun í Holuhrauni

Dyngjubruni eða Kvikuhraun er stórt eldgos á gömlum sprungum og hraunum. Það gæti varað lengi með hléum ef allt það fóður sem er í kvikunum á eftir að koma upp á  yfirborðið. Hraunið gæti breytt farvegi Jökulsár á Fjöllum. Hraunstaðurinn er eins langt frá byggð og hugsast getur. Ef gosið stendur í mörg ár mun það styrkja innviði ferðaþjónustunnar við Öskju og kalla á vegabætur á Austurlandi og Gæsavatnaleið.

Dyngjueldar er virðulegt nafn ofan Dyngjusands og undirstrikar nálægðina við jökullinn og Kverkfjöll. Stutt nafn sem allir geta borið fram. Nú þarf nafngiftinn ekki lengur að vera upplýsandi. Hægt er að gefa hrauninu skáldlegt nafn sem hæfir snjallsímaöldinni. Hulduhraun. Gosið verður aðdráttarafl fyrir ferðamenn á næstu misserum þegar það tekur á sig mynd. 

 


mbl.is Verður hraunið nefnt Litla-Hraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýnisvert hættumat

Ofanflóðahættumat undir Esjuhlíðum kom ekki til af því að íbúar á landbúnaðarsvæði töldu sig í hættu. Þeir þekktu engin manntjón eða tjón á steyptum mannvirkjum sem höfðu orðið á svæðinu vegna skriðufalla á öldinni sem leið. Þegar minni grjótskriður hafa farið á stað hefur það verið í efstu hlíðum. Umfang grjótskriðu sem fór úr Gleið að kotinu Öfugskeldu 1748 er ekki mæld af jarðfræðingum á sannfærandi hátt.

Hættumatsnefnd Reykjavíkur sem engin vissi af fyrir 2010, fór af stað vegna þess að byggingaraðili að Kerhólum ætlaði að byggja ofar en aðrir og komst ekki niður á fast. Reykjavíkurborg þurfti að greiða honum óverulegar upphæðir vegna þess að hættumat vantaði. Nýlega varð grjóthrun í Þverfelli Esju og maður slasaðist lítillega á göngu, en engum dettur í hug að banna útivist í fjallinu. Slíkt atvik átti sér stað 1925 ofan Skrauthóla og er notað til að styrkja rökstuðning í Kerhólaskýrslunni frá 2010.

Nú segir formaður Hættumatsnefndar að íbúar hafi ekki gert sér grein fyrir hættunum en taki matinu vel. Íbúar þekkja mjög vel staðhætti og sögu fjallsins. Aðeins fáeinum þeirra hefur verið kynnt hættumatið á fundi, en ekki hefur þeim verið afhent nein prentuð gögn.

Veðurstofa Íslands hefur mikinn velvilja og vinnur þakkarvert starf á ýmsum sviðum. Frá henni streyma tíðar tilkynningar sem valda takmörkunum á umferð og starfssemi. Í mörgum tilfellum skiljanlegt, en í öðrum eru forsendur veikar og ótímabærar. Frá 2010 eru komnar út að m.a. 3 skýrslur um Esjuhlíðar, frá Grund til Skrauthóla sem hafa kostað háa tugi milljóna. Ofanfljóðasjóður greiðir kostnaðinn sem húseigendum er gert að greiða með brunatryggingum.

Ríkið er með skógrækt og fiskeldistöð við Mógilsá, ef sömu vinnubrögð gilda um það svæði á eftir að gera hættumat, því ljóst er að stórar skriður hafa fallið úr Þverfellinu á fornsögulegum tíma? Ef farið hefði verið eftir jarðvísindamönnum þegar byggð var skipulögð í Norðlingaholti hefði hún ekki risið. Sumarhúseigendum við Rauðavatn var hins vegar gert skylt að flytja húsin á brott af sprungusvæði. 

 

 

 

 


Hvað liggur að baki?

Engin slys eða dauðsföll hafa átt sér stað í Esjuhlíðum svo vitað sé vegna skriðufalla frá upphafi byggðar. Samt sem áður er stórt svæði skilgreint hættusvæði C, á við þekkt manntjóns skriðusvæði undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum. Hættumatsnefnd Reykjavíkur hefur fengið ítarlega skýrslur frá Veðurstofu Íslands 2013 og nú bætist enn önnur við, báðar kostaðar af Ofanflóðasjóði. Hættumatsnefndin þarf að færa betri rök fyrir skilgreiningu á hættusvæði.

Stórt svæði er afmarkað C og vitnað í fornsögulegt berghlaup sem fallið hefur fyrir 10 þúsund árum. Á öðrum stað er endurkomutími hlaupa talið 1000-3000 ár og 100-300 ár. Þar sem stór hlaup hafa komið fyrir 10 þúsund árum árum er ólíklegt að þau komi aftur í náinni framtíð. Samt er niðurstaðan að hættusvæði C er til sjávar.

Í fyrri skýrslu Veðurstofu frá 2013 er niðurstaðan að afmarka C svæði nær fjallsrótum. Könnunargryfjur sem sýna þykkt skriðuhlaupa voru aðeins gerðar frá Öfugskeldu að Esjubergi. Þær sýna "þunnfljótandi og fínkorna skriðusjoppu sem ekki er talin ógna lífi fólks en getur valdið talsverðu tjóni". Á öðru hættusvæði C  hafa ekki verið gerðar könnunargryfjur er sýna aur eða skriður og engin sjáanleg merki eru í túnum eða landslagi. Samt sem áður eru á kortum skýrslugjafa rauð svæði sem afmarka stærð hlaupsins 1748. Sama ár og búskapur í Öfugskeldu í landi Sjávarhóla lagðist af. Ritaðar heimildir um það hlaup eru frá 1747 og kenndar við Ölfusvatnsannáll?

Mikil vinna er að baki hjá rannsóknaraðilum, en eftir sem áður standa uppi spurningar sem skipta máli þegar mikilsverðar ákvarðanir eru teknar um framtíðar byggð sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði. Skjálftahættumat við Rauðavatn er gott dæmi um offarir í skýrslugerð. Þar má engin byggja nema Morgunblaðið? Hvers vegna borgaryfirvöld kröfðust brottflutning á húsum þar er enn ósvarað. Árvaki var hins vegar úthlutað lóð á "hættu- og jarðskjálftasvæði". 

 


mbl.is Mikil skriðuhætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki pláss fyrir rómatík í Holuhrauni?

Fyrir nokkrum árum fór ég Gæsavatnaleið til Öskju, áður en GPS tækni voru algeng. Engum bíl mættum við á leiðinni að Kvíslarhrauni eða Holuhrauni. Það var úfið í fyrstu en síðan komu Flæður þar sem sandur hafði fyllt hraunið. Þá var farið yfir aura og hafsjó af vatni. Auðvelt var að lenda þarna í villum og sandbleytu en allt gekk þó slysalaust. Þá má ekki gleyma því að sandstormur getur farið um svæðið og byrgt mönnum sýn.

Í Holuhrauni sáum við einn fólksbíl og héldum að þarna hefði einn strandaglópurinn yfirgefið bílinn. Hvergi var mann að sjá, en í einni hraunholunni var að finna þýsk hjón, niðursokkin í að mynda Gullmuru í auðninni. Þau voru yfir sig hrifin af fegurðinni sem hinn innfæddi tók varla eftir af áhyggjum yfir að komast til Öskju.

Kvíslarhraun hét hraunið 1880 eftir að danskur leiðangur hafði farið þarna um.  Fjórum árum síðar endurskýrði náttúrufræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen hraunið og nefndi Holuhraun. Nær Öskju er Þorvaldshraun og Þorvaldstindur. Nefnt eftir manninum sem gaf sér tíma til að kanna staðhætti. Önnur staðarnöfn eru einnig leiðbeinandi . Jafnvel Upptyppingar. Engin rómatík eða skáldskapur enda ógn lengi stafað af eldsumbrotum.

Merkilegt er hve Þjóðverjar eru áhugasamir og vel upplýstir um hálendið norðan Vatnajökuls. Á Wikepedia er að morgni gosdags þegar komnar upplýsingar á þýsku um gosið.  Þýskir vísindamenn hafa og rannsakað Öskjusvæðið á árum áður. Gott upplýsingaflæði gæti skýrt salla rólega Þjóðverja á mánalandslagi. Ljóst er að gossvæðið verður áhugasamt fyrir marga og yfirvöld ættu að skipuleggja mögulega umferð að gosstöðvunum fyrir vel útbúna ferðamenn. Svæðið er ekki eyðimörk í hugum margra erlendra, heldur ævintýraheimur og undur náttúru.

 


mbl.is Engin aska og lítil flóðahætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holuhraun fágæti íslenskra náttúru.

Ómar Ragnarsson hefur lýst eldri gígaröð í Holuhrauni sem vel varðveittu leyndarmáli í íslenskri náttúru. Uppáhalds flugvöllur hans er skammt undan og væntanlega fáum við meira að sjá frá honum síðar um gosið sem nú er hafið. 

Mbl.is var kominn með fréttina í loftið kl. 0.39 og  RÚV og Eyjan um tíu mínútum síðar. Myndavélarnar frá Mílu virka vel ásamt fréttavaktinni. Sé þetta lítið túristagos ætti fleirum en fljúgandi að verða kleift og leyft að sjá það.

 


mbl.is Eldgos hafið norðan Dyngjujökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband