Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2014 | 14:39
"Ákafi atburðanna"?
Ótrúlegt er að berggangur með kviku sé orðinn 40 km langur. Nái allt til "tappans" í Öskju? Leitað er stöðugt til ákveðins hóp sérfræðinga sem allir hafa mismunandi skýringar um "framgang eldgossins". Þeir vitna í sífellu til Veðurstofunnar sem vön er að gera spár. Mælitæki margfalt öflugri og fleiri en á árum áður. Samt sem áður tekst mönnum ekki að spá í leikfléttur kvikujötuns hið neðra. Leikmönnum hefur verið kennt að gagnrýna ekki vísindamenn, en með miklu upplýsingaflæði í blöðum og á netinu getur það breyst.
![]() |
Tappi undir kvikuþrónni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.8.2014 | 22:36
Óbærileg spenna
Veðurstofan hefur verið á tánum síðustu daga. Spennan óbærileg og því tímabært að framkalla gos? Fæðingahríðir undir jökli eða í mannheimi. Má ekki biðja um ögn meiri nákvæmni þegar mikið er undir. Fjöldi manns á afkomu sína undir því að fá ekki meiri röskun á hagi sína en nauðsynlegt er.
Á Fimmvörðuhálsi varð sannkallað túristagos sem ótrúlega margir gátu komist í námunda við. Engar yfirvitlegar stofnanir með hindranir, allt gekk slysalaust þrátt fyrir kalda mars og apríldaga. Ógleymanlegar minningar fyrir þá er komust á Hálsinn eða inn í Þórsmörk. Þegar gos varð í Eyjafjallajökli var önnur mynd frá Ýmir og Ýmu. Sótsvartur mökkurinn barst um himinloftin og olli miklum spjöllum í lofti og á láði.
Kannski lætur Katla bíða eftir sér í meir en hundrað ár og Hekla er óútreiknanleg. Samt sem áður ganga á hana á hverju ári mörg hundruð manns. Flóð niður Jökulsá á Fjöllum, tíföld á stærð eru heldur ekki þekkt. Gott er að hafa varan á eins og góðir fjallgöngumenn gera. Á bloggi er líka leyfilegt að hafa aðra skoðun.
![]() |
Mat vísindamanna að ekkert gos sé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.9.2014 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2014 | 03:05
Yfirdrifnar fréttir
Að ofgera eru ekki vísindi. Fræðasamfélagið og fréttamenn ættu að fara varlega þegar þeir meta hættuástand vegna möguleika á eldgosi. Hér er að myndast stétt fræðimanna sem ýta undir allskonar hættur. Margir hafa fengið vinnu við ofanflóðahættumat og enn fleiri virðast vera að bætast í hóp eldgosasérfræðinga sem sjá víða hættur. Hræðsluáróður er ekki góður ef hann er óraunhæfur.
BBC og fréttarstofur á meginlandinu eru nú að senda út skjálftafréttir af Bárðarbungu vegna yfirvofandi eldsumbrota. Eftir því sem mælitækjum fjölgar á bungunni má búast við enn frekari skjálftum. Hvar svona fréttaflutningur endar er ófyrirséð, en ljóst er að hann hefur áhrif á fyrirhugaðar ferðir til landsins.
Ótölulegur fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring á landinu. Veðurstofan og fræðimenn eiga að meta líkurnar? Fréttamenn þurfa líka að beita líkindareikningi eigi þeir að standa undir nafni.
![]() |
Litlar líkur á hamfarahlaupi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2014 | 23:21
Enginn vinur í skóginum
RÚV með sína álitsgjafa, fyrrverandi ríkissaksóknara og Hæstaréttarritara í liði með vinstri pressunni. Núverandi ríkissaksóknari útnefndur af vinstri mönnum og upphrópunarblaðið annars vegar.
Hins vegar stendur ákveðinn og einbeittur innanríkisráðherra sem gengur rösklega til verka. Stuðningsmenn og samstarfsmenn hans eru ekki í viðtölum eða lýsa yfir afdráttarlausu trausti á ráðherrann. Annað hvort ekki spurðir eða sjáanlegir. Margir bloggarar styðja ráðherrann, liðsmenn sem ekki voru til fyrir nokkrum árum. Umboðsmann Alþingis er erfiðara að staðsetja?
Ráðherrann er þessa dagana að framfylgja lögum um stofnun millidómsstigs og fækka sýslumannsembættum. Hann er ákveðinn í að stytta afgreiðslu umsókna hælisleitanda og sendir aðra beint þangað sem þeir komu. Það veldur óþoli þeirra sem elska skriffinnsku og flækjustig dómsmála, henti það málstað.
Stjórnmálamenn sem koma á langþráðum breytingum eru eftirsóttir en líka vandfundnir. Snjöll gamanyrði eða góðlátlegt háð getur bjargað miklu. Átakapólitíkin getur verið kú eða kvíga. Kettir eða kaldhæðin kisa.
![]() |
Vantraust á ráðuneytið moldviðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2014 | 10:14
Lýðræði eða afskræming?
Uppblásið moldvirði í stjórnmálum er regla frekar en undantekning. Blöð og útvarp greina iðulega frá því að ekki náðist í viðkomandi við gerð fréttarinnar. Telja sjálfsagt að þeir eigi óheftan aðgang að kjörnum fulltrúum. Í framhaldi er spunninn oft nálægður.
Frænkan fékk íbúð í Efra Breiðholti. Læknirinn of háar greiðslur í starfslokasamningi. Vinur hælisleitenda frá Nígeríu krefst afsagnar ráðherra. Upphrópanir úr "fréttum". Síðan er hvítþvegnum alþingismönnum eða ríkisskoðendum þvælt inn í málið og þeirra viðbætur settar fram sem ný frétt. Spuni sem tekur á sig nýjar myndir.
Allt er gert tortryggilegt í gúrkutíð. Jafnvel þegar virðingarmenn skipta um störf. Þögnin er líka máluð.
![]() |
Gerir ekki athugasemdir við bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 22:01
Ljótur leikur
Einelti er ekki aðeins í skólum. Það viðgengst víða hjá því opinbera af einstaklingum sem telja sig umkomna að niðurlægja aðra. Blöð eða fjölmiðlar eru oft engir eftirbátar, einelti birtist í svo mörgum myndum. Sá sem beitir einelti er oft að upphefja sjálfan sig eða hefur ávinning með því að hafa uppi ásakanir.
Rökræður virðast ekki duga. Jafnvel þótt lögreglustjórinn afneiti söguburði. Menn vilja ekki hlusta. Aðrir fá vissa fullnægju við að rugga bátnum þegar þeir álíta einhver sé valtur í sessi. Dæmi er um að heilbrigðisráðherra hafi sagt af sér og farið í sendistörf á besta aldri. Flestir álíta að þetta sé ein hliðin á pólitískum farsa. Nær allir bloggarar hér skynja óværuna.
![]() |
Hafði ekki áhrif á rannsóknina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.8.2014 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2014 | 21:48
Aðgerðarlítill ráðherra
Ögmundur Jónasson var ekki aðsópsmikill í ráðherrastóli. Mörg mál hans komu aðeins upp á yfirborðið og síðan hurfu þau í djúpið. Skemmst er að minnast á aðgerðir hans í Geirfinns og Guðmundarmálinu sem lognaðist út af í meðförum hans. Hann gat lítið hjálpað innflytjendum sem höfðu lent í kröppum dansi við útlendingastofu.
Það var ekki fyrr en Hanna Birna koma í ráðuneytið að úr rættist í fjölskyldumálum nokkra þeirra sem komu utan ESB svæðisins. Ögmundur er góður á ritvellinum og skrifar oft áhugaverðar greinar. Ein þeirra er í Morgunblaðinu í dag. Stórblaðið Time er komið í lið með Ögmundi. Hann rifjar upp stríðsæsingar og pyntingabúðir stærsta lýðræðisríkisins. Þörf áminning og aldrei of oft endurtekin. Versta er að það gerist bara ekki neitt.
Stuðningur Íslendinga við stofnun Ísraelsríki hefur stuðlað að einu mesta blóðbaði í Mið-Austurlöndum. Í ráðherratíð Ögmundar var snúið við blaðinu og Palestínumönnum boðið til Íslands. Að boða nú óhefta för íslenskra ungmenna til þessara ríkja er hin furðulegasta.
![]() |
Rangt að slíta stjórnmálasambandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.7.2014 kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2014 | 10:18
Milljónir hvað?
Litaljósmyndir og skýringamyndir Morgunblaðsins af vettvangi segja mun meira en texti um rúmmetra. Samlíkingin við Kárahnúka er góð en betra væri að nefna eitt Úlfarsfell eða 5 Öskuhlíðar. Sjálfur veit ég ekki hvað er rétt, en mikið er það í skóflum af ýmsu tagi.
Segir mikið um umbrot í landslagi Íslands. Við hvert fótmál er ótrúleg saga, oft varhugavert landslag. Ung jarðsaga sem Ísland getur nýtt sem útflutningsafurð til ferðamanna. Fróðleiksbrunn. Eins og veðrið kemur landið alltaf á óvart með nýjar myndir.
![]() |
50 milljóna rúmmetra skriða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 20:47
Áfall fyrir alþjóðaflugið
Bandaríkjamenn vöruðu sína menn við að fljúga yfir átakasvæði í Úkraínu fyrir mörgum mánuðum. Þeir virðast meir á varðbergi en Asíu og Evrópuþjóðir. Flugfarþegar verða að getað treyst alþjóða flugeftirliti til að velja öruggar flugleiðir fyrir farþegaflug. Sorglegt tíðindi sem ættu að geta ýtt á eftir mikilvægi vopnahlés í borgarastyrjöldinni sem háð er í Úkraínu.
Annað stór áfallið fyrir Malaíska flugfélagið á stuttum tíma. Malaísk flugmálayfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd og ekki að ástæðu lausu. Afhending rússneskra eldfluga til uppreisnarmanna er óskiljanleg. Sýnir hve varasamt er að fljúga yfir rússneskt athafnasvæði.
![]() |
Myndband af MH17 að hrapa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.7.2014 kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2014 | 22:08
"Almannavarnaútvarp"
Athyglisvert er þegar Veðurstofan og þjónustu drifin blöð taka höndum saman um að vara við veðurofsa. Djúpum lægðum með meiri háttar rigningu og roki. Fréttamenn sjónvarpsins eru jákvæðir, en láta veðurstofuna um fyrirhöfnina. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig spáir hún aðeins dýpra en tækin nema.
Stjórn Ríkisútvarpsins hætti fyrir nokkrum árum að útvarpa fréttum til ferðamanna á ensku yfir sumarmánuðina. Sú ákvörðun dró verulega úr trúverðugleika. Útsendingarnet Ríkisútvarpsins var byggt fyrir almannafé og getur tryggt hlustun á öllu landinu. Almannatengslaútvarpið kýs hins vegar að láta sem minnst á sér bera. Þrátt fyrir að Íslendingar stefni í að taka á móti allt að milljón ferðamönnum sér útvarpið ekki ástæðu til að þjóna þeim með fréttum. Góð upplýsingamiðlun gæti einnig dregið verulega úr hæpnum óvissuferðum og björgunarstarfi.
Nýjasta útrás Ríkisútvarpsins mun verða í netmiðlun. Sú framrás mun kosta tugi milljóna og draga auglýsingartekjur frá sjálfstæðum fjölmiðlum. Væri ekki nær fyrir Ríkisútvarpið að þjóna megin hlutverki sínu frekar en að storka veikburða samkeppnismiðlum.
![]() |
Hvetja fólk til að breyta plönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Staðfestir verkaskiptingu skiptastjóranna
- Funduðu með Alþjóðabankanum og forsætisráðherra
- Vilja rannsókn á afdrifum fósturbarna
- Isavia kom í veg fyrir stofnun WOW 2
- Verst að heyra öskrin
- Kristján Arnar skipaður skólameistari
- Kvörtun vegna orða Jóns Þórs lifir þrátt fyrir þrot
- Streymisveitnaskattur lítur dagsins ljós
Erlent
- Rauð veðurviðvörun á Alicante-svæðinu
- Veittist að konu og barni með eggvopni
- Hamas: Stríðinu lokið fyrir fullt og allt
- Fyrirskipa tafarlausan brottflutning barna
- Hefði verið hægt að stöðva stríðið fyrr
- Fékk þyngri dóm eftir áfrýjun
- Allir sagðir hafa undirritað fyrsta áfangann
- Trump væntanlegur til Jerúsalem