Færsluflokkur: Bloggar

Misvísandi veðurspá

Veðurfræðingurinn á sjónvarpsskjánum spáir 35m/sek þegar sjálfvirk spá er með allt aðrar tölur. Vindhraði allt að 35 m/sek er talsvert mikið yfir sumarið. Er ekki hægt að biðja um meiri nákvæmni.

Hvað með að aðvara útlendinga sem ekki eru við skerminn? 

 


mbl.is Fyrsta lægðin yfir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klár stelpa í framsókn


Eina von Framsóknar í borgarmálum  er að tefla fram oddvita sem getur haldið uppi virkri stjórnarandstöðu. Stjórnmálamaður sem brýtur upp samfóstur og miðjumoð borgafulltrúa. Sveinbjörg er skýr þegar hún segir að aðrir flokkar hafi málað hana út í horn. Býr sér sérstöðu utangarðs við stærri nefndir og bitlinga.  Þar var tími kominn fyrir framsóknarfulltrúa að taka sér frí.

Fjölmiðlamenn í leit að vinsældum hjá hinum óvirku kjósendum munu halda áfram að veitast að Sveinbjörgu vegna moskulóðarinnar. Jótlandspósta skopmyndir eru yfirfærðar á nýjar persónur. Sjálfstæðismönnum fannst ekkert að því að gefa fámennum trúarhóp græna lóð við umferðaræð inn í Miðborgina. Þegar svo eldklár frambjóðandi sem ekki átti að komast á blað bendir á mótsagnirnar fer allt upp í loft.  

Meirihlutinn verður að sýna að hann geti létt byrðum af almenningi sem uppkaup Framsóknar í Orkuveitunni ollu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í margra ára stjórnarandstöðu ekki sýnt mikill tilþrif í borginni. Látið vinstri menn skora viðstöðulaust. Án þess að gult eða rautt spjald sæjust á lofti.


mbl.is Eiga fulltrúa í flestum ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer út fyrir kasssann

Björk hefur tekist að fara út fyrir kassann á vegum tónlistar. Hún getur tjáð sig án þess að stefna rekstri sínum eða stöðu í hættu. Á heimaslóðum má segja takmarkað en annað gleymist. Enginn hefur getið þess að stjúpfaðir Bjarkar, Sævar er tónlistarmaður. Hjá honum drakk hún í sig óravíddir og fjársjóði sveiflugjafanna. Hóf sig til flugs og frægðar. 

Enski blaðamaðurinn sækir sér líka efni í hátízku norðursins, land andstæðanna. Hefur Björk í forsæti og möndull sinn. Tónlistin er hafin yfir smáborgaralegt karp og í krafti frægar sinnar getur Björk sagt hug sinn.  

Það vekur athygli blaðamanns að Björk hafi ekki vinnukonur í landi jafnar. Í landi sem getur sent allt að 400 víkingakonur á ráðstefnu um réttindi kvenna út í heim, eina helgarstund.  Björk segir líka að ferðamannaþjónustan sé rekin af bönkum. Skarpskyggni Bjarkar er viðbrugðið og í orðum hennar má heyra að ógn sé af bönkum, valdi þeirra og umsvifum. Bankarekstur á Íslandi hefur líka aldrei verið í hávegum hafður í viðvarandi verðbólgu. Hann getur aðstoðað þjónustufyrirtæki en varla stóriðju að neinu gagni. Stór og heilbrigður bankarekstur er líka grundvöllur að betri lífskjörum allra á Vesturlöndum.

Náttúruperlur Íslands eru Björk umhugsunarefni en það má ekki gleymast að fyrir samspil orkuvinnslu og náttúru hefur Bláa Lónið orðið til. Heit umræða um þær eiga eftir að skila ávöxtum, ekki aðeins heitum gufuböðum og pottum. Allt umtalið hér og erlendis verður til að íslenskir borgarar uppgötva betur verðmæti sín og umgengni um náttúruna.

 


mbl.is Náttúruvernd ekki okkar einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarkað upplýsingaflæði

Hækkun á eignasköttum mun koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta vel. Sambærileg við árlega hækkun vinstri stjórnar á sköttum. Skatturinn mun valda verðbólgu og háum vöxtum, hækkun á byggingavísitölu. Fasteignagreiðendum er ekki lengur sendar hækkunartilkynning og upplýsingaflæði takmarkað við netið. Því munu ekki verða mikill viðbrögð við þessum verðbólguskatti.

Sjálfstæðismenn og oddvitinn sjá miklar hækkanir, vilja milda aðgerðirnar, vinstri menn brosa. Er nema von að kjósendur sitji heima er þeir sjá að kosningar virðast litlu breyta. 


mbl.is Fasteignamat hækkar um 7,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiginmálið flókið?

Aukameðalganga og aðfararandlagið. Er ekki hægt að gera kröfu til Hæstaréttar að hann útskýri útskurð sinn á mannamáli. Tyrfin texti og flókin aðför. Viðurkenni að ég skil lítið í þessu máli. Réttarríkið hlýtur að hafa velferð barnanna í fyrirrúmi.

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna eiga börn að alast upp innan fjölskyldu til að ná samstilltum þroska og persónuleika. Börn eiga að fá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í 13.gr er tekið fram að barn eigi rétt til að láta skoðanir sínar í ljós. Skyldu börnin hafa verið spurð? Er hægt að flytja þau á milli landa endalaust, á milli foreldra sem ekki ná sameiginlegri forsjá. Börn eiga mesta réttinn í forsjádeilum. Velferð þeirra á að vera í fyrirrúmi og þau hafa rétt á að halda persónulegum tengslum við báða foreldra.

Í samningnum er meginregla sú að það sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala þau upp. Í 10 gr. er lögð áhersla á að aðildarríki afgreiði á mannúðlegan hátt beiðni barns eða foreldris um að fara frá einu ríki til annars vegna endurfunda fjölskyldu. Þegar annað foreldrið situr í fangelsi vegna deilna um umráðarétt er eitthvað mikið að og hlýtur það að koma niður á börnunum.


mbl.is Dæturnar fara ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa sloppið við eftirlitsiðnaðinn?

Nú vilja þeir komast að með gluggaumslögin. Getur eftirlit gert gott grænmeti betra? Íslenskur landbúnaður notar minna af aukaefnum eins og skordýraeitri en hjá flestum öðrum þjóðum. Ferskleikann má finna af íslensku grænmeti. Geymsluþol er minna en bragðið betra. Epli frá Ameríku má geyma mánuðum saman án þess að þau skemmist. Jarðaberin eru úðuð áður en þau fara í loftið. Íslenska vatnið er í sérflokki sem kemur fram í bragði. 

 


mbl.is Lítið eftirlit með ræktun grænmetis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóm Framsóknar

Nýgræðingur Framsóknar í Reykjavík nær í gegn. Óbærileg spenna á kosninganótt fyrir marga. Úrslitin sýna að þegar sterkur einstaklingur með góða innsýn á málefni birtist getur allt farið af stað. Hreinskilni og ákveðni oddvitans breytti stöðunni í Reykjavík. Athyglivert að sjá hve margir eru tilbúnir að styðja við bakið á einstaklingi sem hefur kraft og frumkvæði. 
mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar um skipulagsmál

Frambjóðandi Framsóknar hittir í mark þegar hún segir að kosningarnar snúist um skipulagsmál í Reykjavík. Það eru skipulagsmál sem ráða því hvort ungt fólk eigi kost á að kaupa eigið húsnæði. Vextir og verðbólga. Byggingareglugerðinni þarf að breyta og einfalda segja Píratar.

Sveinbjörg er ekki með yfirboð í húnæðismálum eins og Framsókn áður í tvígang og nú vinstri flokkarnir. Þessi kjarnakona hefur auðsjáanlega gaman að stjórnmálum og brosir sínu breiðasta. 


mbl.is „Drögum ekki fylgi frá öfgahópum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veröld sem fæstir þekkja.

Athyglisverð frásögn Halldórs í Henson um atvinnurekstur í Úkraínu. Þar var 1000 prósenta verðbólga þegar hér hafði ríkt 100 prósenta verðhrun á einu ári. Varla var hægt að fá tvinna í búð og almenningur komst af með því að rækta jörðina. Sjóða niður grænmeti sem kom úr frjóustu mold Evrópu.

Frásögn hans kemur heim og saman við reynslu Óskars kenndur við Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem fór til Rússlands á sama tíma. Hann hafði ekki borðað kjöt mánuðum saman í borg við Úralfjöllin. Íslenskt hrátt hangikjöt var honum því sælgæti eftir langan kjötskort þegar hann kom til baka. Sjaldan hafa Íslendingar búið lengi við skort á helstu próteinum en það hafa Úkraínumenn mátt þola í nær heila öld undir stjórn Rússa.

Skoða verður aðkomu og aðgerðir Pútíns frá því hann er fyrst kosinn til valda. Hann hefur í meir en áratug verið að styrkja stöðu Rússlands. Lagt völdin í hendur fáum á meðan hann hefur hert að öðrum sem krefjast frelsis. Blaðakonan Anna Politkovskaya var myrt í Moskvu í október 2006. Hún var ekki hrifin af Pútín og reyndi að halda uppi málefnalegri gagnrýni. Sagðist sjá bæði gott og illt.  

Kjörseðillinn er mikilvægur í dag Úkraínumönnum. Seðill sem allir stjórnmálamenn vilja hafa áhrif á hvernig skuli notaður. Seðill sem margir fá en færri kunna að lesa.


mbl.is Lít á mig sem heppinn mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannur Breti

Lýðræðið er veikburða og ránfuglar eru tilbúnir til að taka sinn bita hvenær sem tækifæri gefst. Rússland Pútíns er ekki það sama egg frjálsræðisins sem við höfum öðlast. Úkraínumenn hafa ekki sama tiltrú á lýðræðið eins og við. Margir þeirra velja fremur fjötra hins sterka en að þurfa að berjast fyrir óljósu frelsi. Frelsi í viðskiptum sem þjóðir Evrópu hafa komið á er vandmeðfarið og krefst þroska kjósenda.

Hans hátign Bretaprins talar hér við flóttamann sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Hann setur sig ekki á háan hest heldur ræðir á mannmáli við alþýðukonu. Heldrimenn í Bretlandi sem hafa séð tímana tvenna þurfa ekki að skafa utan af hlutunum. Þeir eiga ekki á hættu að missa vinnuna þótt þeir tali með áherslum.  

Pútín takmarkar vald fjölmiðla og innlimar lönd þegar honum hentar. "95% stuðningur kjósenda" á Krím við innlimunina er ekki trúverðug mynd. Stuðningur Vesturlanda við Úkraínumenn er skref að meira lýðræði fyrir alla. 

 

 


mbl.is Karl Bretaprins líkti Pútín við Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband