Fer út fyrir kasssann

Björk hefur tekist að fara út fyrir kassann á vegum tónlistar. Hún getur tjáð sig án þess að stefna rekstri sínum eða stöðu í hættu. Á heimaslóðum má segja takmarkað en annað gleymist. Enginn hefur getið þess að stjúpfaðir Bjarkar, Sævar er tónlistarmaður. Hjá honum drakk hún í sig óravíddir og fjársjóði sveiflugjafanna. Hóf sig til flugs og frægðar. 

Enski blaðamaðurinn sækir sér líka efni í hátízku norðursins, land andstæðanna. Hefur Björk í forsæti og möndull sinn. Tónlistin er hafin yfir smáborgaralegt karp og í krafti frægar sinnar getur Björk sagt hug sinn.  

Það vekur athygli blaðamanns að Björk hafi ekki vinnukonur í landi jafnar. Í landi sem getur sent allt að 400 víkingakonur á ráðstefnu um réttindi kvenna út í heim, eina helgarstund.  Björk segir líka að ferðamannaþjónustan sé rekin af bönkum. Skarpskyggni Bjarkar er viðbrugðið og í orðum hennar má heyra að ógn sé af bönkum, valdi þeirra og umsvifum. Bankarekstur á Íslandi hefur líka aldrei verið í hávegum hafður í viðvarandi verðbólgu. Hann getur aðstoðað þjónustufyrirtæki en varla stóriðju að neinu gagni. Stór og heilbrigður bankarekstur er líka grundvöllur að betri lífskjörum allra á Vesturlöndum.

Náttúruperlur Íslands eru Björk umhugsunarefni en það má ekki gleymast að fyrir samspil orkuvinnslu og náttúru hefur Bláa Lónið orðið til. Heit umræða um þær eiga eftir að skila ávöxtum, ekki aðeins heitum gufuböðum og pottum. Allt umtalið hér og erlendis verður til að íslenskir borgarar uppgötva betur verðmæti sín og umgengni um náttúruna.

 


mbl.is Náttúruvernd ekki okkar einkamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áróður öfga náttúruverndarfólks er byggður á fáfræði. Við virkjum fyrir okkur sjálf og seljum orkuna til þeirra sem vilja nýta hana. Alcoa kaupur orkuna frá Kárahnjúkum og afleiðingarnar eru sterkar grunnstoðir í atvinnulífinu á Mið-Austurlandi. Jafnar tekjur streyma til almennings, ríkis og sveitarfélaga og skapa þar með aukna velferð á svæðinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.6.2014 kl. 13:30

2 identicon

Áróður öfga virkjunnar og stóriðjusinna er byggður á fáfræði. Þegar litið er á efnahagslegan ábata álversins hefði aldrei átt að virkja með þeim umhverfis og náttúruspjöllum sem fylgdu. Eyðileggingin er mun meiri en ábatinn.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 14:51

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gunnar

Fyrir virkjun gekk ég upp með Jökulsá í Fljótsdal. Það var tilkomumikill sjón að sjá alla fossana. Veit að ég eða nýjar kynslóðir koma ekki til njóta þeirra á næstunni í sömu mynd. Kemur nýtt þá annað fer. Jökulsá á Brú er nú að verða eitt af náttúruperlum Austurlands með öllum sínum gljúfrum og laxfiski.

Lagarfljót hvað vera grámórautt af leir, hvítara en nokkru sinni fyrr. Talsverðu má fórna fyrir atvinnuna, til að halda sveitinni í byggð og fjörðunum. Allir viljum við betri lífskjör og fljúga um hálofin í álmaskínum. Lífstími Hoover virkjunar var ekki langur, en stíflan heldur uppi vatnslóni í minnkandi vatnsbúskap. Mönnum finnst sjálfsagt að fá atvinnutækifæri og umræðan getur skapað lausnir. Hvar á að virkja og hvar á að njóta náttúru.

Sigurður Antonsson, 15.6.2014 kl. 21:46

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð, efnahagslegur ábati álversins er ótvíræður. Kynntu þér málið.

Sigurður, þú virðist ekki þekkja til þarna, hvorki fyrir né eftir virkjun.

Fossarnir í Jökulsá í Fljótsdal hafa ekki verið eyðilagðir og verða óskertir á sumrin. Lagarfljót var steingrátt af jökulburði fyrir virkjun. Í dag er fljótið brúnleitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.6.2014 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband