Fuglasöngur í Heiðmörk.

Fannst sem ég væri eins og Palli einn í heiminum á göngu í kvöld. Fjölbreyttur fuglasöngur með allri Vífilsstaðahlíð. Sá enga smáfugla en söngur þeirra í skóginum fyllti loftið og magnaði hughrifin sem birtust í litaspili náttúru. Grámosi í öllum tilbrigðum og græn-guli liturinn í allri sinni dýrð. Blái og hvíti liturinn blasir vel við í Lönguhlíð, en líka á steinum og hjá rjúpu á flugi. 

Þegar komið var inn fyrir Selgjá að Víkurholti blasti fjallahringurinn enn betur. Búrfell, Húsfell, Þríhnúkar, Stóra Kóngsfell og Vífilsfell. Í suðri Tvíbollar, Grindarskörð, Helgafell, Langahlíð, Trölladyngja og Keilir..... Í Júní þegar sólargangur er lengstur er fátt jafn hrífandi og að vera út í náttúrunni og njóta alls sem skynfærin geta numið.

Flugið er eflaust jafn heillandi með öllum sínum birtingarmyndum í háloftunum og gönguferð í fallegu umhverfi. Aðalatriði er að njóta þess sem skaparinn hefur svo ríkulega gefið. Það sem gerir Ísland svo einstakt er fjölbreytileikinn í náttúrunni og litaspilið sem norðlægar slóðir hafa umfram suðræn lönd.

Fyrst þegar við höfum lært að meta og njóta, skapað aðgengi að hinu sérstæða og tignarlega er hægt að gefa til gesta. Sumarfuglarnir láta sig ekki vanta í Heiðmörkina. Með nærveru sinni gefa þeir og taka til sín þá töfra sem falleg sumarnótt veitir.   


mbl.is Einn af hápunktum flugsumarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband